Laugardagur 09.02.2008 - 14:55 - Rita ummæli

Að rísa undir kröfum.

Traust og ótvíræður trúnaður. Stjórnmálamenn þurfa að vera mörgum kostum búnir en um þetta tvennt verður ekki samið. Ég geri þá kröfu að minn flokkur fari fyrir því að vera trúverðugur. Veit vel að ekki verður allt eins og ég helst vildi hafa það en um sumt sem ég ekki.

Ekki þarf að koma á óvart að andstæðingar sjálfstæðisflokksins hamist á Villa. Það sem er að gerast núna er að hinn almenni sjálfstæðismaður er búinn að fá nóg. Kjósandinn á götunni. Þá er fokið í flest.

Ástandið minnir um margt á það þegar Árni Johnsen bullaði sig frá einu viðtali til annars. Ég fæ kjánahroll þegar blessaður kallinn reynir að kjafta sig út úr vandræðunum.

Í raun skiptir engu máli úr þessu hve mikil sök Villa er. Hann er gersamlega rúinn trausti innan flokks sem utan. Eftir hverju er þá að bíða?Ég treysti því algerlega að á þessari stundu sé forysta flokksins að leita að útgönguleið fyrir hann þar sem hann getur haldið haus að svo miklu leyti sem það er hægt.

Ég hef aldrei skilið þessu tregðu flokkanna til þess að taka á því þegar menn ekki rísa undir trausti. Nánast sjálfvirkt taka menn þrjóskulega afstöðu og bakka upp hvaða bull sem er og gildir þá einu þó öll þjóðin sjái í gengum það.

Þetta gildir um alla flokka og við sjálfstæðismenn höfum ekki farið varhluta af þessu. Þess vegna eru Íslensk stjórnmál svona aftarlega á merinni þegar kemur að siðferði. Komandi kynslóðir munu leggja miklu meira upp úr siðferði en þær sem gengnar eru.

Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða með að sýna nú gott fordæmi. Ábyrgð okkar sjálfstæðismanna er meiri en annarra því við höfum setið lengur en allir aðrir að stjórn landsins og því gerðar til okkar ríkar kröfur, eðlilega.

Undir þeim vill ég að við rísum.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur