Hann er ekki alveg kjarklaus hann Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Ætlar greinilega að leggja það í vana sinn að fara að ráðum fræðinga um fiskiveiðar. Maðurinn er að vestan og þar hata allir hafró og kvótann. Og nú stoppar hann loðnuveiðar að ráðgjöf fræðimanna. Þeir sem sækja sjóinn trúa að jafnaði ekki neinu sem fræðimenn […]
2, eitthvað milljarðar. Við erum að verða ónæm fyrir orðinu, milljarður. Þetta þótti stór tala fyrir nokkrum árum áður en stórstjörnur viðskiptalífsins riðu hér húsum. Nú er þetta orð á allra vörum bara. Hversdagsleg tala. Jón Ásgeir er formaður stjórnar fl group og hann skilur ekki bofs í þessari tölu. Lætur eins og hún komi […]
Lengi lifir í gömlum glæðum. Marghættir tvíburarnir ætla að slá til enn eitt árið og spila fyrir FH. Get skilið þá að vilja finna sér eitthvern hobbý fótbolta og FH liðið spilar skemmtibolta að jafnaði. Skil minna hvað Heimir þjálfari ætlar sér með drengina. Hef reyndar tröllatrú á Heimi. Mér heyrist þeir æfa heldur takmarkað […]
Þá er Jón Ásgeir orðinn hagfræðingur og tekur að sér efnahagsráðgjöf handa þjóðinni. Byrjaði kannski ekki nógu vel því hann reyndi af öllum mætti að tala niður virði bankanna, gleymdi líklega að hann á eitt stykki sjálfur. Enda sendi hann fljótlega frá sér leiðréttingu sem mér sýndist hafa verið samin af sama ráðgjafanum og hefur […]
Þeir þykja tímamóta samningar samningarnir sem voru undirritaðir nú um helgina. Þar eru aðilar að reyna að auðsýna vilja til þess að þeir sem minnsta hafa fái mest. Þykir mörgum kominn tími til. Ekki er blekið þornað þegar forystumenn þeirra sem eiga ósamið fljótlega lýsa því yfir að þetta sé nú aldeilis ekki það sem […]
Nú er ég ekki hagfræðimenntaður og ekki er ég heldur seðlabankastjóri. Rek ekki banka né aðrar fjármálastofnanir. Er bara venjulegur Jón sem reiðir sig á að góðir menn og vandaðir taki skynsamlegar ákvarðanir um sameiginlegan rekstur okkar þjóðfélags. Ég er auðvitað fyrir löngu búinn að átta mig á sérfræðikunnátta er stórlega ofmetin. Lögfræði er ekki […]
Nú fer að koma að því að fólk snúist í að finna til með Villa í stað þess að fordæma hann. það er að mörgu leyti skiljanlegt. Maðurinn hefur verið mjög lengi farsæll í sínum störfum og er þess utan viðkunnanlegur. Eins og ég sé málið þá er hann heiðarlegur og góður kall. Heiðarlegur en […]
Segi ekki margt en segi þó þetta. Stundum er slagurinn tapaður og miklivægt að reyna að lágmarka skaðann. Nú má ekki staldra við aukaatriðin. Stjórnmálamaður sem þarf að eyða megninu af sinni starfsorku í að verja stöðu sína og heiður á að vikja. Mér er nokk sama hvort formaður flokks getur ekki tæknilega séð vikið […]
Ég hef ekki humynd um hvað eitt stykki forseti í bandaríkjunum kostar. Sé það á fréttum að duglega þarf að safnast af peningum daglega til að halda út forkosningaslaginn. Hvaðan koma þeir? Eru samkskotabaukarnir svona öflugir. Eru einhverjar líkur á því einn daginn að forseti bandaríkjanna verði algerlega frjáls og óháður. Eru þessir aðilar ekki […]
Traust og ótvíræður trúnaður. Stjórnmálamenn þurfa að vera mörgum kostum búnir en um þetta tvennt verður ekki samið. Ég geri þá kröfu að minn flokkur fari fyrir því að vera trúverðugur. Veit vel að ekki verður allt eins og ég helst vildi hafa það en um sumt sem ég ekki. Ekki þarf að koma á […]