Þriðjudagur 07.10.2008 - 18:32 - 4 ummæli

Vilhjálmur Bjarnason er með málið…

Vilhjálmur Bjarnason var í speglinum áðan. Hann er að vakna blessaður og virðist loks gera sér grein fyrir þvi að í rekstri sumra fyrirtækja hér er munstur.

Eigendurnir eru allstaðar og þeir eru þurftafrekir á peninga sem þeir lána sjálfum sér og félögum sínum til að kaupa af sjálfum sér og félögunum endurtekið. Svo borga einhverjir aðrir vesalingar lánin…

Af hverju er þetta að renna upp fyrir honum núna?? Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þeir sem bera ábyrgð á hörmungum okkar séu varla fleiri en 20 – 30 manns. Og það sem er merkilegast…

Engir stjórnmálamenn eru í þeim hópi. Hann tiltekur nákvæmlega eigendur nokkurra fyrirtækja og stjórnendur. Fólk sem misnotaði frelsið til að sölsa undir sig auðæfi heillar þjóðar.

Eins og alþekkt er þá drepa byssur ekki fólk. Frelsið kom okkur ekki í þessa klemmu. Spyrjið þið bara Vilhjálm. Hann er með málið.

Loksins….

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Skil ekki alveg þessi kaldhæðni hjá þér.Nokkuð öruggt að Vilhjálmur veit meira um þessa hluti en bæði ég og þú.

  • Anonymous

    Drepa byssur ekki? Ok. kannski þarf einhvern til að taka í gikkinn, en það er alveg á hreinu að byssur drepa. Hvort er það leikmaður sem brýtur á sér og fær fimmtu villuna, eða dómari flautar leikmann úr leik með fimmtu villu? Skiptir það einhverju máli? Skil ekki alveg hvað þú ert að fara Röggi.

  • Anonymous

    Vilhjálmur Bjarnason hefur verið að benda á að mjölið væri maðkað nú mánuðum saman. Er sárt að uppgötva að hann hafði rétt fyrir sér allan tímann?

  • Anonymous

    Elsku karlinn…Lestu nú allar bloggfærslurnar þínar vel yfir áður en þú eyðir þeim alveg af skömm yfir skort þinni á yfirsýn í allri umfjöllun þinni um menn og málefni. Nú er alveg ljóst að flokkurinn þinn X-D er ábyrgur fyrir flest öllu því sem aflaga hefur farið hér og sérstaklega vinur þinn, Davíð Oddsson. Farðu í sjálfskoðun og vaknaðu sjálfur.Góðar stundir

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur