Þriðjudagur 10.03.2009 - 16:31 - Rita ummæli

Málþóf og ekki málþóf.

það er engu logið á 80 daga stjórnina. Hún hefur ekki gert nokkurn skapann hlut til bjargar heimilum og atvinnulífi eins og lofað var. þar á bæ hafa menn ýmist verið uppteknir af því að breyta okkur í Norðmenn eða að reyna að dekstra einhvern til að verða formaður.

Þess á milli hafa nokkra daga ráðherrarnir gengið um sumir og rekið menn hægri vinstri og tekið stefnumarkandi ákvarðanir okkur til handa. Í hvers umboði það er gert veit auðvitað enginn enda átti þetta að vera aðgerðastjórn til bjargar heimilum og atvinnulífi. Svo átti að kjósa og sækja sér umboð…

Nú er þingið í óða önn að vasast í málum sem eru annað hvort risastór grundvallarmál um stjórnarskrá eða eitthvað sem skiptir okkur litlu sem engu máli í augnablikinu. Þá er hentugt að tuða um að Sjálfstæðisflokkurinn stundi málþóf. Vissulega held ég Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að flýta sér að troða stórmáli eins og breytingum á stjórnarskrá í gegnum þingið en ef það kallast málþóf þá skal það bara vera málþóf.

Sjálfstæðsiflokkurinn hefur marg sagt að hann muni ekki standa í vegi fyrir málum sem varða bjargráð til handa heimilum og atvinnulífi. Þetta er skýrt og hvert mannsbarn skilur nema eindreginn vilji sé til annars.

Hvernig dettur minnihluta alþingis í hug að eðlilegt sé að reyna að koma fram með breytingar á stjórnarskrá núna og koma þeim í gegnum þingið án samkomulags? Til hvers þarf svona fólk stjórnlagaþing?

Hvernig væri að koma nú bara með þau mál öll til afgreiðslu sem lofað var. Þá mun ekkert standa í vegi fyrir bráðabirgðastjórninni. Eftir því er beðið um allt land. Breytingar á stjórnarskrá er bara ekki á dagskrá þessarar stjórnar eða neinnar stjórnar yfirleitt. Það er mál okkar allra og um það verður að ríkja sátt.

Allar tafir á góðum málum stjórnarinnar skrifast bara á hana sjálfa. Það er ákveðin tegund málþófs að reyna að slá ryki í augu þjóðar sem má ekki vera að því að hinkra eftir því að bjargráðin góðu komist á dagskrá að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn tefji þau.

það er útúrsnúningur.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur