Færslur fyrir mars, 2009

Miðvikudagur 11.03 2009 - 14:31

Fellur á silfrið.

Silfur Egils er áhrifamikill sjónvarpsþáttur enda eiginlega eini þátturinn sem ræðir stjórnmál og málefni líðandi stundar utan kastljóss, eða gerir tilraunir til þess. Egill virðist nefnilega ekki leggja nógu mikla vinnu á þáttinn sem verður æ yfirborðskenndari með hverjum sunnudeginum. Venjulega byrjar ballið á því að fjórir aðilar sem algerlega hafa sömu skoðun og afstöðu […]

Miðvikudagur 11.03 2009 - 11:58

Hvað hræðist Jóhanna?

Merkilegt að fylgjast með Samfylkingunni reyna að galdra Jóhönnu til formennsku. Maður gengur undir manns hönd og stuðningurinn virðist alger. Þetta ætti í venjulegu árferði að vera hið fullkomna veganesti. En þannig er það nú samt ekki. Konan hefur klárlega engan áhuga á djobbinu. Hún mun þó taka það að sér þvert gegn vilja sínum […]

Þriðjudagur 10.03 2009 - 16:31

Málþóf og ekki málþóf.

það er engu logið á 80 daga stjórnina. Hún hefur ekki gert nokkurn skapann hlut til bjargar heimilum og atvinnulífi eins og lofað var. þar á bæ hafa menn ýmist verið uppteknir af því að breyta okkur í Norðmenn eða að reyna að dekstra einhvern til að verða formaður. Þess á milli hafa nokkra daga […]

Föstudagur 06.03 2009 - 11:40

Frjáls og áháð augu Gríms Atlasonar.

Þá hefur Grímur Atlason frjáls og óháður frambjóðandi og bloggari á Eyjunni byrjað að kyrja sama sönginn og Össur Skarphéðinnson. Þeir sem ekki sjá heiminn sömu frjálsu og áháðu augum og þeir sjálfir eru vont mál. Eyjan er að skemmast af því að eitthvað birtist hér sem ekki þóknast þeim og þeirra pólitíska brambolti. Greinilegt […]

Miðvikudagur 04.03 2009 - 15:14

Enn um Össur.

Nýjasta bloggfærsla Össur Skarphéðinssonar er um margt kyngimögnuð. þar kvartar hann undan okkur hægri mönnum sem bloggum á Eyjunni og að hér sé komin hægri slagsíða og karlinn finnur Moggalykt. Ja, öðruvísi mér áður brá að félagi Össur kveinki sér undan orðaskaki okkar hægri manna. Hér á Eyjunni erum við í öruggum minnihluta þeirra sem […]

Þriðjudagur 03.03 2009 - 22:23

Efnislitill og hrokafullur Össur.

það má alltaf hafa gaman af því þegar félagi Össur ryðst fram og skrifar. Ég reyni að missa ekki af enda orðfærið magnað og innihaldið alltaf af og til kjarnmikið. Í dag var textinn bæði gisinn að magni og innihaldi. Hann er að efnagreina Sjálfstæðisflokkinn. þar greinir Össur forystukreppu. það er væntanlega það ástand að […]

Þriðjudagur 03.03 2009 - 17:40

DV tekur mann niður.

DV heldur áfram að koma út af ástæðum sem ég skil ekki. Kannski munar liðinu sem á blaðið ekkert um að tapa peningum á útgáfunni. það fólk er ekki vant að borga skuldir sínar hvort eð er. Taprekstur er bara hugarástand og því hugarástandi kemur aldrei að skuldadögum. Blaðið er rekið til að hundelta fólk […]

Þriðjudagur 03.03 2009 - 13:00

Verndun uppljóstrara.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra ætlar að myndast við að tryggja þeim sem komu upp um svik og pretti í fjármálageiranum vernd. Afslátt af hugsanlegri eigin sök eða hreinlega sakaruppgjöf. Þessu fagna ég. Árum saman hefur dómskerfið hér sent kolröng skilaboð frá sér í þessum efnum. Þeir sem hafa talað hafa fengið sömu refsingu og þeir sem […]

Mánudagur 02.03 2009 - 13:05

Gamla góða Samfylkingin.

Á meðan Sjálfstæðismenn ætla að reyna að horfa og hugsa inn á við í kjölfar náttúruhamfara okkar situr gamla Samfylkingin hnarreyst í fílabeinsturni sínum og plottar og planar. Allt snýst um að hanna atburðarás og niðurstöður. Klækjapólitíkin er þar fædd og uppalin og dafnar sem aldrei fyrr. Nú er hreinlega leitun að Samfylkingarfólki sem skilur […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur