Færslur fyrir júlí, 2009

Föstudagur 31.07 2009 - 09:21

Engum öðrum um að kenna.

Nú ryðjast bloggarar Samfylkingarinnar fram og hamast á þeim sem ekki eru tilbúnir að kokgleypa Icesave snilld Svavars Gestsonar hráa. Ríkisstjórnin hefur haldið þannig á málum að AGS og aðrir sem ætla að lána okkur fé treysta sér ekki til þess, í bili. það er ekki vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn vilji fella stjórnina. það þvaður […]

Miðvikudagur 29.07 2009 - 11:29

Hvenær springur VG?

Mikið held ég að sé gaman að vera vinstri grænn þessa dagana og ekki síst í dag. Flokkurinn er að fórna allri sinni arfleifð á altari Samfylkingar og formaðurinn vinnur baki brotnu. Dugnaður og harka Steingríms hlýtur að hrifa hvern mann á meðan veggspjaldið Jóhanna Sigurðardóttir mætir ekki til vinnu. En laun heimsins eru vanþakklæti. […]

Miðvikudagur 29.07 2009 - 10:40

Jóni Bjarnasyni skortir alla staðfestu.

Verulega áhugavert að fylgjast með hvernig hlutum getur stundum verið snúið algerlega á haus. Núna er sú staða uppi að Jóni Bjarnasyni er víða hrósað fyrir að standa fastur á sinni meiningu í ríkisstjórninni varðandi afstöðuna til ESB. Ég sé þetta ekki þannig. Í minum huga fellur Jón svo gersamlega á staðfestu prófinu að annað […]

Þriðjudagur 28.07 2009 - 14:23

Látum þá neita því….

Er hugsi enn einu sinni yfir ábyrgð fréttamanna. Tilefnið er frétt stöðvar 2 um fjármagnsflutninga auðmanna úr landi og viðtal við fréttastjórann i kjölfarið. það er ekki bara að ég treysti ekki þessum tiltekna fréttastjóra heldur er ég líka að hugsa um hvað er lagt til grundvallar þegar vaðið er af stað með sögur í […]

Fimmtudagur 23.07 2009 - 13:41

Er Jóhönnu sjálfrátt?

Ég verð að vona að eitthvað hafi skolast til í frásögninni frá umræðum í þinginu um Icesave klúðrið. þar á Jóhanna Sigurðardóttir að hafa sagt að það sé ekki kostur að samþykkja ekki þennan gjörning vegna þess að hann hafi verið gerður með fyrirvara um samþykki alþingis! Ég las þetta alloft og trúi ekki enn […]

Miðvikudagur 22.07 2009 - 11:54

Um tengingar og ekki tengingar.

Samfylkingin gæti varla verið óheppnari með tímasetningu og samstarfsflokk þegar draumurinn stóri um ESB virðist í sjónmáli. Hverjum einasta manni er augljóst að taugaveiklun flokksins er nú í hámarki og félagi Össur æðir um og reynir allt hvað af tekur á nýju hraðameti að koma málum þannig fyrir að umsókn okkar inn í draumalandið komist […]

Fimmtudagur 16.07 2009 - 22:54

Ekki sopið kálið.

Þá er það frágengið að við sækjum um inngöngu í ESB. Það er enginn heimsendir fyrir mig enda vantar stórlega inn i umræðuna um ESB þegar við vitum ekki hvað þar stendur okkur til boða. En það er eitt og annað mjög áhugavert bæði í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í dag og ekki síst í því sem […]

Miðvikudagur 15.07 2009 - 14:54

Einkaréttur Samfylkingar á klækjum.

Ekki vantar neitt upp á að Samfylkingarmenn, bloggarar og aðrir, væla nú allt hvað af tekur vegna aðferðafræði Borgarhreyfingarinnar í þinginu. Hreyfingin er sökuð um að skipta um skoðanir og svik við kjósendur og ég veit ekki hvað. Talað er um tengja ólík mál og bla bla. Ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir […]

Mánudagur 13.07 2009 - 11:15

Hvað kom fyrir VG?

það er snúið stundum að vera í ríkisstjórn og það sannast mest og best á VG þessa dagana. Þessi flokkur með staðfastan formanninn í broddi fylkingar hefur í óratíma staðið fyrir staðfestu og einurð en nú er þeirri arfleifð allri hent á haugana til að þóknast Samfylkingu og til að ríghalda í ráðherrastóla. Hnarreystir menn […]

Fimmtudagur 02.07 2009 - 09:51

Meira tuð um þrískiptingu valds.

Núna tala margir um að við þurfum breytingar. Nýtt fólk með nýja sýn og ný viðhorf. Við þurfum gagnsæi og upplýsingar. Opna umræðu og heiðarleika. Við viljum ekki leynd og pukur lengur. Við viljum öðruvísi stjórnmál og öðruvísi fólk til að stjórna. Nýtt Ísland. Auðvitað… Þetta er allt gott og blessað og við getum flest […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur