Mánudagur 13.07.2009 - 11:15 - 4 ummæli

Hvað kom fyrir VG?

það er snúið stundum að vera í ríkisstjórn og það sannast mest og best á VG þessa dagana. Þessi flokkur með staðfastan formanninn í broddi fylkingar hefur í óratíma staðið fyrir staðfestu og einurð en nú er þeirri arfleifð allri hent á haugana til að þóknast Samfylkingu og til að ríghalda í ráðherrastóla.

Hnarreystir menn eins og heilbrgðisráðherra eru nú kveðnir í kútinn og láta lítið fyrir sér fara á milli þess sem smíðaðir eru mergjaðir vafningar utan um algeran viðsnúning í grundvallaratriðum pólitískum. Ekki eru margir dagar síðan þessir aðilar gengu á fund kjósenda og hnykktu hraustlega á skoðunum sínum varðandi ESB. Og fengu brautargengi..

Nú eru þjóðaratkvæðagreiðslur nýjasta skammaryrðið í munni VG og óþarfar vegna þess að kjósendur skilja hvort eð er ekki flókin mál! það bókstaflega stórsér á VG þessa dagana og enginn vafi í mínum huga að Steingrímur teflir á tæpasta vað innandyra.

Auðvitað er eðlilegt að fólk og flokkar skipti um skoðanir en þá er mikilvægt að því fylgi sannfærandi röksemdir og það jafnvel þó skoðanirnar séu léttvægari en hér um ræðir og lengra sé frá kosningum en nú er. Einu alvöru röksemdir sem fram hafa verið bornar er óttinn við stjórnarslit.

þess vegna er eðlilegt að spurt sé hvað hefur komið fyrir forystumenn VG? Og sú spurning brennur ekki bara á stjórnarandstæðingum….

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Ég er ennþá svo yfir mig hneyksluð á „Rétttrúnaðarfærslunni“ þinni að ég get ekki með nokkru móti sagt vera sammála þér núna

  • Flokkurinn hefur ekki skipt um skoðun, heldur hefur forustan ákveðið að beygja sig í þessu máli og er það verkefni okkar í grasrótinni að þvinga hana til að reisa sig við eða fara frá og við erum að vinna í því.

  • Anonymous

    Hafa vinstri flokkarnir á Íslandi einhvern tíma staðið undir nafni? Ok. kannski náðu þeir sér eitthvað á flug í nýsköpunarstjórninni. Síðan þá hefur saga vinstri manna á Íslandi verið hörmungarsaga. Hver man t.d. ekki eftir fjármálaráðherranum sem nú situr sem forseti, og setti matarskatt á alþýðuna, mitt í erfiðu árferði sem þá ríkti? Vinstri flokkarnir hafa alltaf pönkast á þeim sem minnst mega sín þegar þeir hafa komist í aðstöðu til þess. Best sína þeir það þessa dagana.Ice Save til að setja auknar skuldabyrðar á alþýðuna, hugsanlega að óþörfuESB aðild, til að tryggja nú örugglega hærra atvinnuleysisstig í framtíðinni, svo alþýðan á Íslandi hafi nú örugglega úr færri störfum að spila.Aukna skattheimtu á bensín og matvæli, til að auka greiðslubyrði á nauðsynjum, og ekki síst til að hækka verðbólgu og þar með greiðslubyrði lána á húsnæði. Svona vinna vinstri menn á Íslandi.Merkilegt hvað margir virðast vera tregir í taumi að sjá í gegnum svona lagað.

  • Anonymous

    Hvað kom fyrir?Brunarústirnar sem þeir tóku við.Raunveruleikinn um stöðu mála vankaði allt og alla.Beggar´s can´t be choosers.X-D sá um að koma okkur á kaldan klaka og það þarf alvöru karaktera og forystu til þess að leysa úr málunum.Skilurðu?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur