Föstudagur 14.05.2010 - 13:08 - 7 ummæli

Steingrímur og skattahækkanirnar hans

Steingrímur skattamálaráðherra lærir seint. Hann hækkaði álögur á bensín og skatttekjur ríkisins af bensínlitranum drógust saman. Þá taldi hann það reyndar ekki skipta máli því skatturinn hefði verið hækkaður til að draga úr bensínnotkun!

Það er varla nokkur eftir sem nennir að rökræða hagfræðina á bak við skattahækkanir í samdráttartímabili. Þórólfur Matthíasson myndi að vísu líklega fást til þess enda hann helsti sérfæðingur vinstri manna um skatta.

Niðurstaðan er ávallt sú sama. Auknir skattar skila minni skatttekjum í ríkissjóð. Yfirlit um greiðsluafkomu ríkissins staðfestir þetta en Steingrímur lemur höfðinu við steininn af mikilli list. Góður maður Steingrímur en þessu villutrú hans er afleit og dýrkeypt.

Til að gæta allrar sanngirni er þó rétt að geta þess að einn liður er að skila meiru en áður. Það er liðurinn skattur á einstaklinga…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Anonymous

    Sama gildir um brennivínið.Steingrímur er á móti áfengi.Þess vegna telur hann sig þess umkominn að koma í veg fyrir að aðrir neyti þess.Hann getur (enn) ekki bara bannað það sem er það sem hann myndi vilja gera.Þá hækkar hann verðið þannig að fólk hefur ekki efni á að kaupa það. Afleiðingin er aukin spítaframleiðsla og smygl.Ungt fólk leitar frekar í fíkniefnin vegna þess að þau eru ódýrari.Sýnir vel hversu hættulegt það er að hleypa öfgamönnum til valda.

  • Niðurstaðan er ávallt sú sama. Auknir skattar skila minni skatttekjum í ríkissjóð.Þetta er einfaldlega ekki rétt fullyrðing. Meira að segja ekki samkvæmt Laffer-Kúrvunni sem er/var svo vinsæl hjá hægrimönnum til að réttlæta skattalækkanir.http://en.wikipedia.org/wiki/Laffer_curve

  • Algjörlega sammála Röggi minn.Það er ekki hagfæði að skattleggja út í eitt og fá þannig fjarmagn til að styðja við ríkið. Það er marg sannað að svona tilraunir bera engan árangur og verður til þess að svört vinna og neysluvenjur landans breytast. Núna er þegar komnir upp nokkrir öflugir sprúttsalar sem maður ekki séð síðan um 1980. Núna eigum við að vera í að koma atvinnulífinu í gang aftur og reyna að bjarga heimilum. Sýna fram á lausnir, en ekki vera að skattpína borgarana í gröfina, og þegar þangað er komið þá taka erfingjarnir við !Ég heyrði manninn halda ræðu þegar sýning var opnuð varðandi eflingu ferðaþjónustunar á Íslandi sem haldin var í Perlunni 30 apríl og var með öldnum föður minum. Þar talaði hann um suma og kallaði þá ,,helv..“ Þetta segir margt um hans röksemdarfærslu. Ég veit að hvorki mér né fjölskyldunni var skemmt ! Svona tal er ekki uppbyggjandi og allt al á hatri verður til þess að veikja innviði þjóðfélagsins. Núna eins og síðustu mánuði bíð ég enn með straumöndina í hálsinum eftir einhverjur lausnum fyrir mig og mína.

  • Varðandi aukna skatta og skatttekjur ríkissjóðs þá má m.a. lesa þetta frá einni af helstu vonarstjörnu íslenskra frjálshyggjumanna um þá mýtu að lægri skattar skili alltaf hærri skatttekjum fyrir ríkið:“Þótt sú fullyrðing geti reynst öflugt vopn í rökræðum, þá stenst hún auðvitað ekki. Fyrirbærið er raunar þokkalega vel rannsakað og fræðimenn virðast vera á einu máli um að sú jaðarskattprósenta sem tryggir hæstu mögulegu skatttekjur (e. optimal tax rate) sé mjög há í flestum ríkjum heims, og yfirleitt hærri en lögbundnir skattar. Í Bandaríkjunum er talið að hún liggi einhverstaðar á bilinu 79%-85%†, en hún sé um 60% í mörgum Evrópuríkjum.“http://www.deiglan.com/index.php?itemid=13068Hann fer svo reyndar í hugmyndafræðilegt blaður um af hverju skattar eigi að vera lágir, en hinn fullyrðingin stendur þó.

  • Anonymous

    þetta er gert til að minnka neyzluna, fattarðu það ekki. Íslendingar hafa ekki efni á því sem þeir höfðu áður og eiga ekki að eyða pening sem þeir eiga ekki.

  • Afsakaðu nafnlaus en fíkniefni eru langt frá því að vera ódýrari og einhver ástæða fyrir því að ungt fólk leiti frekar í þau.

  • Anonymous

    Háskattastefna vinstrimanna er byggð á hugmyndafræði þeirra, enda er vinstrimennska hugmyndafræði öfundar, illsku og haturs.Vinstrimenn eru alltaf mjög hrifnir af háum sköttum, því þeir líta svo á allir aðrir en þeir muni þurfa að greiða þá.Margir vinstrimenn eru nefnilega í láglaunastörfum og hafa yfirleitt lægri meðaltekjur en aðrir.Vinstrimenn nenna yfirleitt ekki að vinna, því þeir líta svo á, að þeir séu að vinna fyrir „hina vondu kapítalista“.Þess í stað eru þeir yfirleitt í einhverjum óskilgreindum verkefnum eða einhverskonar einyrkjar og misnota þannig virðingarverða titla og kalla sig rihöfunda, listamenn eða eitthvað álíka, þar sem þeir geta svindlað undan skatti.Þeir vinstrimenn sem ekki geta þetta, gerist kerfisfræðingar, þ.e. þeir læra að spila á kerfið til að geta haft út úr því fé.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur