Sunnudagur 30.05.2010 - 12:20 - Rita ummæli

Þá er búið að kjósa til sveitastjórna. Þó er eins og kjósendur hafi haft landsmálin að leiðarljósi í kjörklefanum. Í raun höfum við kosið tvívegis um hrunið og spurning hvort nóg sé komið í þeim efnum. Úrslitin í gær hljóta að hræða sundurlyndisríkisstjórnina frá kosningum sem svo sárlega þarf að halda.

Við Sjálfstæðismenn hljótum að geta sæmilega við unað þó ekki hafi allt gengið upp. Akureyri og Reykjavík eru sér kapituli útaf fyrir sig. Grínið í Reykjavík er ekki lengur neitt grín og nú tekur alvaran við. Jón Gnarr hefur reyndar nefnt að borgin búi vel í embættismönnum og því ætti allt að vera í góðu þó hann skipti sér lítð af. Merkileg mótsögn í þessum orðum grínarans séu þau sett í samhengi við kjarnan í hans framboði.

Dagur B fagnaði of fljótt í nótt og situr uppi með alveg liðónýt spil og dvínandi vonir um glæsta formannsframtíð. Hans eina von nú, ef von skyldi kalla, er að Gnarr sjái sér fært að taka hann upp í. Enginn veit hvernig og hvað er í boði hjá brandarakallinum og því er allt upp í loft. Mjög verður erfitt fyrir Sjálfstæðisflokk og Samfylingu að taka að sér stjórn borgarinnar saman við núverandi aðstæður. Ég er viss um að það verður þó reynt og skoðað….

Hér í Hafnarfirði var Samfylking rasskellt en ekki nógu duglega fyrir minn smekk. Samfylking á hreint ekki skilið að sitja áfram við nein völd í Hafnarfirði og vonandi að VG og D finni samstarfsgrundvöll.

þeir sem héldu að kjósendur myndu ganga milli bols og höfuðs á Sjálfstæðisflokki í þessum kosningum hafa orðið fyrir vonbrigðum. Vinstri flokkarnir tveir fengu hörmulega útkomu

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur