Mánudagur 31.05.2010 - 10:09 - 2 ummæli

Ríkisstjórnarblús

það verður stórmerkilegt að fylgjast með því hvernig mál munu þróast hjá ríkisstjórninni eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Allt benti eindregið til þess að hennar auma líf væri á enda runnið og einungis væri beðið eftir pólitískt heppilegum tíma til að rifa seglin og kjósa. En það var fyrir helgina…

Auðséð er á forystumönnum hennar að þeim er alvarlega brugðið við niðurstöður kosninganna. Og auðvitað laukrétt hjá þeim að í mörgum tilfellum er hinum mætustu sveitarstjórnarmönnum refsað fyrir framgöngu þeirra sjálfra í landsmálum. Spurningin sem eftir stendur er þá hvaða lærdóm þau ætli sér að draga af því.

Nú þegar eru öll merki þess að fótgönguliðar ýmsir ætli sér að hjóla í forystumenn flokkanna vegna þessa. Aðgerða og úrræðaleysið er að éta flokkana upp innanfrá. Vonirnar sem bundnar voru við birtingu skýrslunnar að engu orðnar. Ósigurinn blasir við og súrefnið á þrotum.

Forsætisráðherra er augljóslega úti á þekju og í mikilli geðshræringu. Hún grípur bara næsta hálmstrá og tekur undir allt sem hún heldur að kjósendur Besta flokksins vilji heyra. Nú er stjórnlagaþing skyndilega lausn….Dagur B ætlar að fanga hamingjuna í faðmi Gnarr en eitthvað segir mér að það verði skammgóður vermir. Vinnu og ferðalúinn Steingrímur veit hvorki í þennan heim né annan núna og endurtekur í sífellu sömu orðin um ný vinnubrögð en segir ekki hvernig þau eiga að vera. Liklega skilur hann ekki að margir í hans flokki telja að þeim vinnubrögðum fylgi nýjir leiðtogar…

Öllum ætti að vera ljóst eftir þessa helgi að enginn safi er eftir í ríkisstjórninni og flokkarnir tveir sem hana skipa eru að liðast í sundur innanfrá í þessu vonlausa samstarfi. það er ekkert eftir annað en að horfast í augu við það og hætta.

Jóhanna og Steingrímur vita þetta en upp er komin undarleg staða. Hræðslan við konsingar núna gæti hreinlega lengt líf þessarar ríkisstjórnar. Nú verði reynt að berja í brestina til að forðast dóm kjósenda. það mun að mínu viti verða að algerum hörmungum innandyra í þessum tveimur flokkum.

Dómur kjósenda er fallinn. Vinstri flokkarnir eru í henglum og þurfa ekki aðra óvini en sítt eigið fólk sem er rétt að byrja að grafa undan forystumönnum sínum. Við höfum ekki séð fyrir endann á þeim slagsmálum.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Já og stjórnarandstöðuflokkarnir riðu svo svakalega feitum hesti frá þessum kosningum 🙂

  • Anonymous

    Heiða: Hvað í ósköpunum kemur það málinu við hvernig stjórnarandstöðunni gekk?Það er verið að benda á þá augljósu staðreynd að ríkisstjórnin hefur nú verið af kjósendum dæmd af verkum sínum: vegin og léttvæg fundin.Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en sem nánast algera höfnun á ríkisstjórnarflokkunum. Vissulega fengu D og B skell líka, en ætlarðu að nota það sem einhverja „afsökun“ fyrir því að ekkert þurfi að gera?Það er aldrei gaman að horfa upp á afneitun.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur