Mánudagur 31.05.2010 - 11:45 - Rita ummæli

Hvað er sigur í kosningum? Vitanlega sigra allir og þannig hefur það alltaf verið en samt sigra sumir betur en aðrir. Spekingarnir sögðu fyrir helgina að styrkur formanna flokkanna yrði mældur um helgina. Þeir eru margir undarlega hljóðir..

Sér í lagi þeir sem vildu sjá stöðu Bjarna Ben versna. Vissulega er það þannig að Bjarni stendur í ströngu í stafni Sjálfstæðisflokksins og við því var að búast. Hann tók við erfiðu búi og sumir segja allt að því vonlausu. Allt hrunið hér sem hrunið gat og flokknum kennt um meira og minna eins fáránlegt og það nú er. Erfið staða frá upphafi…

Hver er svo niðurstaðan? Ósigur vinstri flokkanna er fullkominn eiginlega sama hvar borið er niður. Vissulega tapar Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík og á Akureyri en í höfuðstaðnum fær hann mun sterkari kosningu en búist var við og margt benti til allt síðasta ár. Því geta önnur framboð í þeim bæ ekki státað af.

Klárlega er Bjarni enn í þröngri stöðu eins og flokkurinn allur en ég lýsi eftir þeim vitringum sem ætluðu sér að lesa úr stöðu Bjarna eftir þessar kosningar. Kannski áttu bara að gera það ef allt færi á versta veg fyrir hann…..

Staðan er nú einfaldlega þannig að enginn formaður stendur sterkar eftir þessa helgi en einmitt Bjarni Benediktsson.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur