Færslur fyrir ágúst, 2010

Miðvikudagur 18.08 2010 - 13:06

Vælið í kringum Egil

Þetta er skemmtilegt. Hirðin í kringum Egil Helgason hefur sett af stað væluherferð og talar um einelti í hans garð og ritstjóra Eyjunnar finnst þetta merkilegt allt saman og gerir mikið úr. Af hverju má ekki gagnrýna Egil? Egill er ekki óskeikull frekar en aðrir menn er það?. Hver eru efnisatriðin? Er það sérstakur glæpur […]

Miðvikudagur 18.08 2010 - 09:33

Eyþór og níumenningarnir

Eyþór Gunnarsson var í viðtali á bylgjunni í morgun. Tilefnið var réttarhald yfir níumenningunum og meint harðræði lögreglu sem vann sér það til saka að sinna skyldum sínum í og við dómshúsið. Því miður hafði Heimir Karlsson ekki þrek til að skiptast á skoðunum við Eyþór en fullt tilefni er þó til þess og þess […]

Miðvikudagur 18.08 2010 - 09:24

Ritstjóri Eyjunnar

Stórmerkileg frétt ratar inn á Eyjuna nú í dag. Þar er einhver á hinu virta dagblaði DV að fabúlera um að líklega sé Hannes Hólmsteinn að leggja samflokksmann ritstjóra Eyjunnar Egil Helgason í einelti í gegnum vefinn amx.is. Þessi stórskemmtilega ekkifrétt verður alvöru frétt í meðförum Þorfinns Ómarssonar. Er hægt að ætlast til þess að […]

Þriðjudagur 17.08 2010 - 14:24

DV

DV breytist lítið. Grundvallaratriðið saklaus uns sekt er sönnuð telur ekki á ritstjórn Reynis Traustasonar frekar en fyrri daginn. Maður nokkur situr í yfirheyrslum vegna morðs og ritdónarnir á DV eru með mynd af honum öllum til sýnis. Ég þekki ekki marga sem ekki skilja hversu tært dæmi svona „blaðamennska“ er um siðleysi. Einhverjir hafa […]

Þriðjudagur 17.08 2010 - 13:51

Hvað fær Reyni Traustason og félaga á DV til að birta „frétt“ um manninn sem yfirheyrður er vegna morðs í Hafnarfirði um helgina? „Fréttin“ er með mynd. Hvenær ætli Reynir telji að botninum séð náð í sinni „blaðamennsku“? Ekkert réttlætir þessa frétt, engin rök bakka hana upp. Sorpblaðamenn hafa gjarnan talað um að almenningur eigi […]

Sunnudagur 15.08 2010 - 18:00

RÚV klúðrar bikarútsendingu

Nú er nýlokið bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta.Stærsti viðburður hvers tímabils í öllum greinum. Í gær léku strákarnir og þetta er stór helgi fyrir þá íþróttamenn sem spila þessa leiki. Auðvitað er þetta sjónvarpsviðburður…. Og gamla RÚV hefur réttinn til sýninga á kvennaleiknum. Nú brá svo við í dag að ekki reyndist tími til að klára […]

Sunnudagur 15.08 2010 - 13:06

Ég horfði á bikarúrslitaleikinn í fótbolta í gær. Og það er eins og áður að ég horfi alltaf mest á dómarann. Og það gerðu fleiri því KR virðist í fljótu bragði ætla að skrifa úrslitin á dómarann. Hann dæmdi nefnilega tvö víti á KR. Og til þess þarf kjark og óttaleysi en þessi kjarkur brást […]

Föstudagur 13.08 2010 - 14:21

Gylfa verður fórnað

það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera Gylfi Magnússon núna. Hann er ekki stjórnmálamaður í sinni tærustu mynd og nú þegar hann liggur vel við höggi hefur hann því ekkert bakland. Fátt mun því verða honum til bjargar enda ekkert kjördæmi í hættu þó honum sé fórnað. Gylfi var auðvitað ekki í […]

Föstudagur 13.08 2010 - 13:24

Eiður Smári

Íþróttafréttamenn er í fýlu út í Eið Smára. Hann vill ekki vera almennilegur og tala við þá. Auðvitað er það verra enda hefur hann skyldum að gegna í þessum efnum. Ekki gott að sniðganga fjölmiðla og ef hann þarf andrými væri skynsamlegt hjá honum að biðja um það. Við viljum öll að honum gangi vel […]

Fimmtudagur 12.08 2010 - 09:56

Íslands besti fótboltasonur er í vandræðum. Eiður Smári lítur út eins og gamall, leiður útbruninn íþróttamaður rétt rúmlega þrítugur maðurinn. Hann veit ekki hvar hann mun vinna í vetur en veit þó að hann vill ekki vera þar sem hann réði sig til starfa fyrir ári síðan. En þar er hann þó núna… Fréttir berast […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur