Fimmtudagur 28.10.2010 - 11:41 - 3 ummæli

Össur, ESB og erlendir fjárfestar

Össur Skarphéðinsson ráðherra ESB hamrar nú sem aldrei fyrr á ágæti inngöngu okkar. Allt gott um það að segja enda eðlilegt að stjórnmálamenn fylgi sannfæringu sinni eftir. Ég er þó hugsi yfir sumu sem Össur segir en dáist um leið að snilld spunameistarans…

Össur sér áhuga erlendra fjárfesta stóraukast við inngöngu í ESB. Þetta finnst mér áhugavert. Össur tilheyrir nefnilega ríkisstjórn sem hefur sérstaka óbeit á slíku. Hvað heldur Össur að muni geta dregið erlenda fjárfesta til Íslands? Kannski bankakerfið? Ilmrækt? Hmm, ég bara spyr… Nei, líklega eitthvað sem ekki má nefna í dagsbirtu þegar VG er annars vegar.

Eva Joly sem er nýjasta besta vinkona Össurar eftir að hún trúði okkur fyrir þvi að okkur væri best borgið inn í ESB talar helst út frá hagsmunum ESB þegar hún rökstyður þá skoðun. ESB hafi svo mikið hingað að sækja. Hvað myndi það vera??

Ég er reyndar alls ekki einn af þeim sem sé ofsjónum yfir því að ESB telji sig hafa hag af okkar inngöngu. Mér finnst eðlilegt að báðir aðilar hafi eitthvað á málinu að græða. Ég held hins vegar að bakland Össurar muni ekki þola ESB og „erlendu fjárfestunum“ hans áhuga á því sem er kallað auðlindir landsins.

Össur er seigur og sér eins og nánast allir aðrir en samráðherrar hans að nú er nauðsyn að laða erlent fé til landsins annað en AGS fjármagn. Þess vegna reynir hann að slá tvær flugur í einu höggi og reimar þetta tvennt saman. Inngöngu í ESB og stóraukna erlenda fjárfestingu hér.

Sniðugt en heldur varla vatni….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    það sem Össur á við er meðal annars fjárfestar eins og t.d. Bauhaus. Ekki stóriðja en evrópskt fyrirtæki sem getur hugsað sér að starfa á íslandi en hræðist dómínópeningahagkerfið hérna. Svo má nefna fjölda fyrirtækja á flestum sviðum þjóðlífssins sem gætu hugsað sér að eiga hlut í íslenskum fyrirtækjum eða stofna hér útibú. Það er bara nokkurnvegin vonlaust að fá þau hingað vegna óskiljanleika vertryggingar og áráttuhegðunar íslensku örkrónunnar. Myndir þú vilja eiga peningan þína í nígerskri mynt?

  • Anonymous

    Nafnlaus; Ekki móðga Nígeríumenn með því að jafna þeim við Íslenska glæpaeðlið sem 35% kjósenda vilja kjósa yfir sig.

  • Fannst sérlega svæsið að tala um ESB aðild sem ástæðu þess að mikil aukning hafi orðið í erlendri fjárfestingu á árunum upp úr 2003 hjá þessum löndum. Man einhver hvað var mikið af erlendu fjármagni sem kom inn í íslenska hagkerfið á þessum árum? Auðvitað hefur þetta einhver áhrif en staðan á fjármagnsmörkuðum hefur klárlega mun meiri áhrif.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur