Þriðjudagur 02.11.2010 - 12:22 - Rita ummæli

Ég veit ekki hvort nokkurrar sanngirni sé gætt þegar ég ákveð að skrifa um gamla gúanórokkarann Bubba Morthens og afburðamerkilegt viðtal hans á rás 2 í morgun. Mig grunaði fyrirfram að rökuhugsun væri honum framandi og grunurinn er staðfestur.

Bubbi trúir því að enn að Davíð sé eini seki maðurinn og engu skipta staðreyndir sem blasa við um skipulagðann þjófnað eigenda bankanna, stöðutöku gegn krónu og ég veit ekki hvað. Allt þetta eru aukaatriði í munni kóngsins. Og það er rökstutt með því að þeir sem áttu að koma í veg fyrir það hafi ekki fattað að þetta var í gangi. Bubbi má semsé fara niður á Lækjartorg og brenna mann þar lifandi af því að það er ekki tiltekið nákvæmlega í lögum að slíkt sé glæpsamlegt. Bubbi heldur í barnið í sér…

Rökleysan og þvælan í laxveiðimanninum góðkunna var slík í þessu viðtali að með ólikindum er. Hann óð úr einu í annað og á tímabili hélt hann því fram að Davíð hafi viljandi hjálpað bankaþjófunum að ná peningum út úr bönkunum. Kallinn talar um að menn séu að hirða Ísland. Stríðið um landið standi yfir en sér ekki hverjir eru að vinna stríðið.

Jón Ásgeir er eignalaus fullyrðir og Bubbi gerðir sér það upp að muna ekki hvað Hannes Smárason heitir. Hann þolir ekki að fólk sem liggur undir rökstuddum grun skuli yfirheyrt í sérstökum herbergjum. Bubbi sér samsæri eins og við hin flest en samsærið hans Bubba er gegn þjófunum.

Ég er ekki viss um verið sé að bera fé á kallinn þó hann væri auðvitað afar auðvelt og hentugt skotmark. Ég held hreinlega að kallgarmurinn trúi sjálfum sér þegar hann talar. Sorglegt á hvoru tilfellinu sem er..

Bubbi talar mikið um AMX og hefur áhyggjur af því hver á það apparat. Vissulega hefur AMX hamast nokkuð hraustlega og stundum truntulega á stjórnvöldum núna og bankaræningjunum hans Bubba og enginn þarf að velkjast í vafa um hvaðan AMX er að koma.

Bubbi hefur aftur á móti minni áhyggjur af því hver leggur fé i síðuna þar sem hann opinberar skoðanir sínar. Hverjir ætli það séu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur