Fimmtudagur 03.03.2011 - 12:26 - Rita ummæli

Andri Snær Magnason rithöfundur var í sjónvarpinu í gær. Hann er eins og allir vita á móti iðnbyltingunni og telur að við getum öll dregið fram lífið án þess að framleiða annað en bækur. Allar framkvæmdir sem guðspjallamaðurinn telur raska nátturunni eru vondar.

Andri Snær notar orð eins og peningamenn og gróðahyggja sem skammaryrði. Hann slær um sig og slettir og fullyrðir og nennir ekki að svara spurningum. Hann er bara með framsögu og þegar hann heyrir sig tala veit hann að hann er að fara með staðreyndir.

Allt erlent, allt sem tengist peningum öðrum en þeim sem þarf að nota til að framleiða bækur og borga listamannalaun, er vont. Náttúran okkar er svo yfirgengilega mögnuð að ekki má með nokkru móti hafa það þannig að nokkur geti notið hennar. Malbikaður vegur yfir Kjöl? Kemur ekki til greina…

Andri Snær er ofstækismaður. Stundum áheyrilegur og sniðugur og kann að lemja saman skemmtilegum orðum sem honum finnst greinilega gamanað heyra sig segja. Andri Snær þolir ekki erlend fyritæki sem vilja græða peninga. Það er vont. Hverjir mega að hans mati græða peninga?

Hvað er það sem knýr vélina? Er málefnalegt að halda því alltaf fram að samasemmerki sé milli þess að vilja hafa hagnað af rekstri

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur