Föstudagur 24.06.2011 - 16:52 - 2 ummæli

Bensingjald og samanburðarhagfræði Steingríms

Ég veit að það þjónar kannski engum tilgangi að pirra sig á fjármálaráðherra og skilningi hans á hlutunum en ég varð fyrir því að heyra viðtal við hann á stöð 2 í gær. Umræðuefnið var hlutur ríkissins í bensínverðinu.

Steingrímur er ekki slæmur maður en barnatrú hans í pólitík er bara svo afleit. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að bensínverð hér sé lágt og hlutur ríkissins lægra en víðast og því sé bráðhollt að halda áfram niður brekkuna og gefa ekki eftir álögur ríkissins.

Allt ber þetta að sama brunni hjá fjármálaráðherranum. Hann skilur hvorki upp né niður í hagfræði og fattar ekki gildi hagvaxtar og nú nýverið hefur hann brugðið á það ráð að halda því fram að hagfræði og hagkvæmni sé ekki endilega góður mælikvarði þegar rætt er um afkomu atvinnugreina!

Þó fréttamanninum hafi ekki dottið í hug að trufla ráðherrann með athugasemdum um að samanburður á bensinverði hér og annars staðar ætti að vera í samhengi við laun og kaupmátt þá er bara ekki hægt að ræða þessa hluti án þess samhengis vilji menn láta taka eitthvert mark á sér. Steingrímur kemst þó upp með þetta slag í slag í fjölmiðlum…

En burtséð frá þessu pælingum þá situr alltaf eftir hið magnaða áunna skilningsleysi á hagvexti og þeirri staðreynd að betra er að launin okkar komi við á nokkrum stöðum áður en þau lenda í vasa fjármálaráðherra.

Með eftirgjöf Steingíms á bensingjaldi ykkust líkurnar á meiri notkun og meiri ferðalögum sem aftur þýðir fleiri atvinnutækifæri í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem þá leiða af sér allskonar afleidd störf og svo framvegis og framvegis.

Hreyfing kæmist á hlutina og hjól sem stöðvast hafa og eru að stöðvast tækju að snúast á ný. Blóð í æðar atvinnulífs….

….og það allt þýðir hvað fyrir ríkissjóðinn hans Steingríms?

Bingó!!

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Það sem Steingrímur sagði í viðtalinu var allt rétt en það má segja meira um málið. Ríkissjóður er rekinn með halla og þarf nauðsynlega á tekjum að halda. Það er skynsamlegt að komast út úr kreppunni á skömmum tíma. Það hefur dregið mikið úr umferð. Tölur sýna það. Hátt verð bítur.Bensínverð er sett saman úr nokkrum þáttum. Við breytum ekki heimsmarkaðsverði.En olíufélög geta breytt álagningarhlutfalli og ríkisvaldið getur breytt föstum gjöldum. Hvernig væri að Fíb sneri sér að olíufélögunum? Veruleg lækkun á bensínverði hefði jákvæð áhrif. Við vitum ekki hversu mikil nákvæmlega. Hrunið var bankahrun og hrun krónunnar.Hrun krónunnar leiddi af sér hrun kaupmáttar og hækkun lána. Hrunið leiddi af sér gjaldþrot fjölda fyrirtækja og fjöldaatvinnuleysi. Auðvitað veit Steingrímur J þetta allt saman. En það er ekki hægt að segja allt í einum Kastljóþætti.

  • Anonymous

    Ég sé að Hrafn Arnarson er jafn skyni skroppinn og Steingrímur J.Annað er Steingrímur J. skilur ekki hugtakið „atvinnulíf“, ekki frekar en aðrir vinstrmenn.Fyrir þetta líða landsmenn nú fyrir og því mun það taka mörg ár fyrir okkur að komast út úr kreppunni.Fyrir bragðið verðum við ekki tæk inn í ESB, svo blautir draumar Samfylkingafólks um sæluvist í þessu glataða fyrirbæri eru bara besta falli fjarlægur draumur og í versta falli, hreinasta martröð.Steingrímur J. og aðrir vinstrimenn munu aldrei lækka skatta. Fyrr munu þeir láta lífið.Vinstrimenn eru alltaf mjög hrifnir af háum sköttum enda reikna þeir alltaf með að allir aðrir en þeir muni þurfa að greiða þessa hægri skatta.Og þannig geta þeir líka náð sér niður á hægrimönnum og hinni borgaralegu millistétt landsins, sem þeir hata svo mikið, enda er þessi skattastefna þeirra byggð á lífsgildum vinstrimanna sem eru; öfund, illska hatur og heimska.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur