Fimmtudagur 25.08.2011 - 11:51 - 3 ummæli

Órökstutt tal um jonas.is

jonas.is skrifar enn einn tímamóta pistilinn á síðuna sína í dag. Þar hefur hann uppi skoðun á málflutningi formanns félags sauðfjárbænda. jonas.is telur þann mann tala án rökstuðnings en hefur svo ekkert fyrir því að rökstyðja þá fullyrðingu frekar sjálfur.

jonas.is tekur nefnilega þátt í opinberri umræðu og beitir þá gjarnan fyrir sig stóryrðum og fullyrðingum sem eru stundum algerlega órökstuddar en ná eyrum fólks sem þarf ekki á rökstuðningi að halda.

jonas.is telur sig undanþeginn þeirri reglu að þurfa að rökstyðja neitt sjálfur og þolir engum að hafa athugasemdir við skrif sin.

Það er hans þátttaka í upplýstri rökstuddri opinberri umræðu.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Jónas er einn lélegasti og leiðinlegast bloggari landsins.Úr skrifum hans skín reiði, illska og hatur.Í þessum skrifum sínum hljómar Jónas eins og geðvont gamalmenni.

  • Anonymous

    sem hann að sjálfsögðu er.

  • Jónas Kristjánsson er einhver skynsamasti bloggari landsins, hann bendir okkur hinum svo oft á hluti sem við höfum ekki hugsað um áður og gerir það svo vel, á svo góðu máli að það þarf ekkert að rökstyðja það nánar, það er um leið augljóst.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur