Laugardagur 27.08.2011 - 01:23 - Rita ummæli

AGS hefur útskrifað sjúklinginn. Þannig er sagan sett upp nú þegar samstarfinu við AGS er að ljúka. Ríkisstórnin telur það sinn sigur að ekki varð fullkomið þjóðargjaldþrot en við hin munum hver það var sem gerði dílinn við AGS. Steingrímur og Jóhanna hafa sent hann á sakamannabekk og þurfa að lifa við þá skömm óbætta.

Það er bara ein leið frá botninum og við munum lyftast frá á endanum þrátt fyrir þessa ömurlegu ríkisstjórn sem ekki getur gert neitt rétt. Engu skiptir hversu mikið og oft pr snillingarnir reyna að segja okkur að vel sé að takast til.

Það sem snýr að samstarfinu við AGS hefur gengið eftir og auk þess hafa kröfuhafar átt bandamenn í ríkisstjórninni langt umfram það sem eðlilegt er. Eru allir búnir að gleyma Icasave?

Hinn endinn á sögunni er hvernig grundvarllarafstaða flokkanna sem mynda þessa stjórn er til atvinnulífs og fjárfestinga. Þar er unnin gengdarlaus skemmdarstarfsemi og stóru skollaeyrunum skellt þó allir aðilar hrópi og kalli.

Vinstri stjórnin veit betur. Við þurfum ekki fjárfestingu og hagvöxt. Þið munið að Þórólfur sagði okkur að neysluskattar myndu brúa bilið og Indriði og Steingrímur hafa fylgt þeirri villutrú.

Frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er brotið niður markvisst með þeim orðum að skatta verði að hækka til að auka tekjur ríkissins. Ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hefur tekið að sér að sanna, einu sinni enn, kenninguna um að aukin skattbyrði í niðursveiflu minnkar skatttekjurnar. Áfram er þó haldið enda liggur lífið við að viðhalda ríkiskerfinu sem er þó alltof stórt fyrir.

Ríkisstjórnin og fylgjendur hennar hafa að mestu gefist upp á að reyna að halda uppi vörnum fyrir vitleysuna heldur benda í sífellu á að staðan hafi verið erfið eftir hina. Það er fín fjarvsitarsönnun fyrir fólk sem er að mistakast að fullu eða hitt þó heldur. „Bíllinn var svo laskaður vinur minn að ég ákvað að klúðra viðgerðinni alveg“ Þér var nær…

Vel má vera að AGS hafi útskrifað Ísland en við eigum eftir að gefa ríkisstjórninni einkunn og ekki er nokkur vegur að hún fái nokkurn þann vitnisburð í næstu kosningum sem hægt væri að kalla útskrift.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur