Föstudagur 04.11.2011 - 12:34 - Rita ummæli

Þá vitum við það. Hanna Birna fer gegn Bjarna Ben. Flestir Sjálfstæðismenn eru þögulir og segja fátt núna. Eru líklega að koma sér upp almennilega rökstuddri skoðun á málinu. Þetta er tíðindi á hvaða bæ sem er og ekki skrýtið að undiraldan sé sterk.

Þeir tjá sig mest núna sem aðhyllast flokka þar sem engin hreyfing er. Fjölmiðlar sem nýverið lögðu allt sitt í að reyna að þegja landsfundi VG og Samfylkingar munu nú ganga af göflum og lúsaleita að neikvæðum fréttum af landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Samfylking skartar Jóhönnu áfram en hún sat í ráðherrastól í ríkisstjórn sem sumir vinstri pennar kalla verstu ríkisstjórn allra tíma. Aðrir telja augljóst að hún sé í forsæti fyrir einmitt þá ríkisstjórn núna. Jóhanna hefur setið á þingi frá upphafi vega kosin til að setja okkur lög.

VG

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur