Þá vitum við það. Hanna Birna fer gegn Bjarna Ben. Flestir Sjálfstæðismenn eru þögulir og segja fátt núna. Eru líklega að koma sér upp almennilega rökstuddri skoðun á málinu. Þetta er tíðindi á hvaða bæ sem er og ekki skrýtið að undiraldan sé sterk.
Þeir tjá sig mest núna sem aðhyllast flokka þar sem engin hreyfing er. Fjölmiðlar sem nýverið lögðu allt sitt í að reyna að þegja landsfundi VG og Samfylkingar munu nú ganga af göflum og lúsaleita að neikvæðum fréttum af landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Samfylking skartar Jóhönnu áfram en hún sat í ráðherrastól í ríkisstjórn sem sumir vinstri pennar kalla verstu ríkisstjórn allra tíma. Aðrir telja augljóst að hún sé í forsæti fyrir einmitt þá ríkisstjórn núna. Jóhanna hefur setið á þingi frá upphafi vega kosin til að setja okkur lög.
VG
Rita ummæli