Sunnudagur 21.04.2013 - 22:35 - 1 ummæli

Össur

Össur Skarphéðinsson hrasar að jafnaði í furðulegan ham þegar nálgast kosningar. Össur sem hefur verið á ferðalögum á kjörtímabilinu hefur nú gert stopp hér heima og gerir sig gildandi. 

Við sjáum að hvatinn er þekktur. Þráin eftir áframhaldandi embætti knýr karl til gamalkunnra bellibragða sem allar miða að því að búa til gott veður hjá þeim flokki sem mælist stærstur þá og þegar. Fátt er nú nýtt undir sólinni….

Össur hefur sumsé komið sér upp hentugri ást á framsóknarflokknum. Gat nú verið sagði kerlingin og ryfjar upp að það gerði hann fyrir ekki svo löngu síðan með mælanlegum árangri, því miður. 

Brúarsmiðurinn klækjótti skrifar greinar til að sannfæra sjálfan sig um að auðvitað gæti framsókn dugað fallega til að tryggja honum ráðherrastól. Ljúf saga og hjartnæm…

Nú bregður svo við að varaformaður flokksins er með uppivöðslu og sér á því einhver tormerki að mynda stjórn til vinstri. 

Þetta hentar Össurri ekki og hjólar því í þennan mann. Nema hvað….

Fáir aðrir en Össur hafa betri tök á því að bulla upp úr sér allskonar kenningum og upplifa bullið sem staðreynd. Og ætlast svo til þess að við orðum hans sé brugðist eins og um staðreynd sé að ræða. 

Ég veit ekki hvort þetta er meðvituð hegðun hjá honum eða hvort hann trúir sjálfum sér jafnóðum. Það gildir auðvitað einu, þannig séð, en sorglegt er það.

Össur, sem er skollans skemmtilegur, er sífellt að plotta eitthvað. Þessa dagana fer öll hans orka í að tala um aðra flokka en sinn eigin.  Og hann kann að tala í fyrirsögnum…

Ég held að ekkert gagn sé að svona stjórnmálum í dag. Og vonandi lítil eftirspurn.

Hvorki fyrir né eftir kosningar.

Röggi

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (1)

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Já, það er komin mikil örvænting hjá vinstraliðinu.

    Það veit að það er að missa völdin og að þá mun komast upp um öll svikin og svínaríið sem það hefur ræktað hjá sér undanfarin 4 ár.

    Þetta veit Össur og kvíðir því óstjórnlega eins og félagar hans í vinstraliðinu að missa völdin.

    Núna bloggar Össur á fullu eins og sólstjarna í dauðateygjum sem spýtir frá sér geimögnum og geimgeislum út um allt.

    Og hitt vinstraliðir kemur með hverja dómsdagsgreinina á fætur annarri og lýsir því hvernig heimsendur muni eiga sér stað þegar hægrimenn fá völdin hér á landi.

    Bölvmóðurinn út af þessu hjá vinstraliðinu er óskaplegur og það er eins og allt muni farast hér á landi við valdaskiptin.

    Það verður nú ljóti harmagráturinn hjá þessu liði eftir kosningar á valdaskiptin hér í vor.

    Þetta lið mun örugglega gera allt til að fá kosningarnar gerðar ógildar til þess eins að fá að halda völdum smávegis áfram.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur