Laugardagur 27.04.2013 - 21:49 - 3 ummæli

Hroki og heimska

Nú líður að fyrstu tölum í kosningunum. Að venju sigra allir óháð niðurstöðunum. Samt er það þannig að sumir munu vinna eitthvað meira en aðrir, nákvæmlega eins og venjulega.

Hroki fylgismanna ríkisstjórnarflokkanna hefur verið eftirtektarverður. Sauðheimsk þjóðin ætlar bara að kjósa ranga flokka…..

Auðvitað snérust þessar kosningar um efnahagsmál, hvað annað. Vinstri stjórnin hefur að jafnaði ekki klárað önnur mál en að halda úti linnulausum heimlisófriði á stjórnarheimilinu. Á meðan hver ráðherrann á fætur öðrum böðlaðist áfram í gæluverkefnum gerðist alltof fátt af viti í efnahagsmálum.

Stjórnarandstaða með hjálp góðra manna lágmarkaði skaðann i sumum málum. Icesave er klassík og lætin í liðinu sem vildi borga upp í topp án tafar til að bjarga okkur líður aldrei úr minni.

Gæluverkefnin voru margvísleg. Allt frá því að þvælast fyrir atvinnuuppbyggingu hvar sem til hennar spurðist til þess að hafa þá skoðun eina að innganga í ESB sé svarið og önnur ekki helst ekki.

Þegar xb og xd hófu kosningabaráttuna og reyndu að gera sér einhverja grein fyrir því hvernig næstu fjögur ár gætu lítið út eyddi vinstri stjórnin allri sinni orku í mál sem fáir virðast hafa talið stórt mál, nefnilega stjórnarskrármálið. 

Lítill en verulega hávær hópur manna hefur lagt nótt við dag á facebook og vefsíðum rauðum að gera það að málinu sem allt snýst um. Ekki verður betur séð en að þessi fyrirgangur hafi haft lamandi áhrif á vinstri menn. Frú Jóhanna hafði ekki annað áhugamál en að tala um þetta ekkisens klúður seint og snemma. Þjóðin var að hugsa um annað….

Kannski velur skini skroppin þjóðin ranga flokka í þessum kosningum. 

Hvort ætli fulltrúar vinstri stjórninnar muni túlka þá niðurstöðu sem heimsku kjósenda eða flokkanna sem mest fá fylgið?

Röggi

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (3)

  • Andrés Valgarðsson

    Ef fólk trúir því virkilega að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur ætli að gera eitthvað annað en að skara eld að eigin köku, þá á það ekkert skárra skilið en þá stjórn sem það kýs yfir sig.

  • Við höfum reynslu af því að samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks kallar fram allt það versta í báðum flokkunum. Því miður.

  • Gretar Reynisson

    Alveg eins og sumar fyrri ríkisstjórnir hafa fengið viðurnefni eins og t.d. Stefanía, Viðeyjarstjórnin og svo framvegis, yrði þá xB-xD stjórn núna kölluð „gullfiskurinn“ ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur