Sunnudagur 28.04.2013 - 11:43 - 4 ummæli

Að tapa með reisn

Já já, auðvitað tapaði Sjálfstæðisflokkur þessum kosningum. Ekki er annað að heyra ef maður rennir í gegnum ummæli vinstri manna hvar sem til þeirra sést eða heyrist. Venjulegt fólk sér auðvitað fátt annað en herfilega flengingu Samfylkingar sem er sér enga hliðstæðu, hvorki fyrir eða eftir hrun. 

Þetta eru tíðindin. Meira að segja VG, algerlega afleitur flokkur, sem hafnaði sjálfum sér rækilega ítrekað á kjörtimabilinu í sjálfstortímingaræði, fékk miklu þægilegri magalendingu. 

Ég veit ekki hvort afneitun nær að lýsa ástandinu á sumum Samfylkingarmönnum þessa klukkutímana. Jóhanna og Árni Páll keppast við að segja okkur að þau hafi bjargað því sem bjargað varð en samt skilja kjósendur hvorki upp né niður. Icesave og landsdómur náðu ekki að sannfæra kjósendur að þessu sinni…..

Ekki þurfti flokkurinn að berjast við hrunumræðu eins og sumir gerðu fyrir rúmum fjórum árum. Ó nei. Flokkurinn barði höfðinu við steininn. ESB og stjórnarskrá voru vegarnestið. Þetta segja menn vera mistök. Mistök hverra og af hverju? Þetta voru einfaldlega baráttumálin. 

Árni Páll birtist mér í dag sem grjótharður baráttumaður fyrir því sem hann trúir á. Ræður hans og fas benda til þess að hann finni raunverulega til. Að vísu hefur hann tekið í gagnið gamla hrokatakta sem gera honum lítið gagn. En hann trúir á eitthvað…

Svo eru aðrir Samfylkingarmenn sem trúa, reyndar á annað. Það eru þeir sem trúa að flokkurinn eigi undir öllum kringumstæðum að vera í ríkisstjórn. Nú heyrast ekki raddir um að flengdir flokkar eigi að halda sig fjarri ríkisstjórn.

Þetta er menn eins og Össur sem sér alltaf leið jafnvel þó öllu sem hann og hans flokkur stendur fyrir hafi verið hafnað. Stefán Jón Hafsteinn er einnig þessarar gerðar. Kannski eru þessir kallar og aðrir einn vandi flokksins. 

Hrokinn sem lá í orðum Árna Páls um skini skroppnu þjóðina er kannski einn hluti skýringarinnar. Valdþráín sem birtist okkur heilt kjörtímabil þar sem flokkurinn var pikkfastur í dauðgildru VG en lét sér í léttu rúmi liggja. 

Eftirspurn eftir stjórnmálamönnum sem sjá pólitík eins og skák þar sem taflið er aldrei tapað er bara ekki meiri en þetta, í bili allavega. Samfylkingin þarf að varast að túlka niðurstöður kosninganna eins og hún viti ennþá allt best…

..en kjósendur ekki.

Röggi

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (4)

  • Haukur Kristinsson

    Árni Páll á að segja af sér strax. Hefði annars átt að gera það eftir fíflagang sinn í stjórnarskrármálinu, sem var algjörlega út úr kú.
    Ef Samfylkingin vill verða að Jafnaðarmannaflokki – Social Democrats – verða þeir að hætta að velja til forystu Blair-ista, eins og kellinguna Ingibjörgu Sólrúnu eða sjalla, eins og Árna Pál, „tanned and Ray-Banned“. Útlitið skiptir máli í „beauty contest“, en ekki í pólitík.

    Stefán Ólafsson talar í morgun um stór-sigur miðjunnar. Hvað er Stefán eiginlega að fara, Framsókn er ekki miðju flokkur, hækjan er jafnvel hægra megin við Íhaldið. Kannski óskhyggja hjá Stefáni.

    Nú hafa fávísir innbyggjarar kosið það yfir sig sem þeir eiga skilið, peninga mafíuna á mölinni fyrir sunnan. Bravo, til lukku!

  • Árni Páll bullar alltaf sömu froðuna endalaust og flissar þegar hann er búinn að mála sig út í horn. Stjórnarflokkarnir tapa nú stærra en Stjórnarflokkarnir í hruninu sjálfu. Hver hefði trúað því að það gæti gerst…. En Steingrímur J kallar það nú góðan varnarsigur??

  • Björgvin Þór Þórhallsson

    Hver er niðurstaðan af þessu mati á tapi Samfylkingar? Er það að hún hafi lagt of mikla áherslu á ESB og stjórnarskrána? Eða er það meintur hroki forystumannanna? Þetta er ekki alveg ljóst.
    Ég sé reyndar ekki þennan hroka.

  • Vinstri menn hafa alltaf ofboðslega mikinn áhuga á lýðræði þangað til fólkið hafnar þeim í kosningum. Þá er kjósandinn orðinn fífl.

    Hrokinn er yfirgengilegur…

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur