Sunnudagur 19.05.2013 - 15:20 - 10 ummæli

Skammistykkar

Merkileg staða staðan í pólitísku umræðunni. Ýmist dauðaþögn eða svo stórlega barnaleg umræða að litlu tali tekur. 

Nú er verið að mynda ríkisstjórn. Það er að vonum ekkert íhlaupaverk, vel þarf að vanda til þeirrar vinnu. Umræðan í kringum þá atburðarás er á löngum köflum í besta falli bjánaleg.

Össur blessaður neitar að horfast í augu við kjósendur og ekki síst sjálfan sig. Hann reyndi öll trixin til þess að komast að Sigmundi og þegar það gékk ekki hóf hann herferð í ætt við morfís sem gengur í megin atriðum út á tvennt. Að hræra í gruggugu vatni og vona að  eitthvað klúðrist og röðin komi að honum, og ekki síður hitt, að lina eigin pólitískar og persónulegar kvalir.

Uppnefnir formenn flokkana þegar hann vísar í fjárhagsleg efni þeirra og hlýtur að launum lófaklapp sellunnar sem telur stundum svo mikilvægt að hefja umræðuna upp á hærra plan. Lágar hvatir en þetta módel setur því miður tóninn fyrir of marga.

Ég vorkenni Árna Páli að vera með þennan aftursætisformann. Ég segi það enn og aftur. Tími svona stjórnmálamanna ætti að vera liðinn og ef eitthvað er að marka útkomu úr þjóðaratkvæðgreiðunni um þingið í vor er hann liðinn.

Hrunflokkarnir eins og þeir voru kallaðir sem töpuðu búsáhaldarbyltingar kosningunum áttu að skammast sín. Það var viðkvæðið. Þeir töpuðu þó minna en þeir hrunflokkar sem  hrundu í þjóðaratkvæðagreiðslunni nýafstöðnu. En við vitum að  þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki endilega þjóðaratkvæðagreiðsla.

Flokkarnir tveir eru að bisa við að mynda ríkisstjórn um þau loforð sem þau gáfu kjósendum. Það er eðlilegt, heiðarlegt og sanngjarnt og hreinlega skylda þeirra. Samt er það svo að fulltrúar þeirra sjónarmiða sem hafnað var með nýju þjóðarmeti í fylgishruni telja sig þess umkomna að lesa þeim pistlinn í þessu ferli. Hæðni er þar regla en málefnaleg umræða undantekningin.

Tapararnir ganga um eins og einhver hafi svikið þá, stolið einhverju af þeim. Þeir hafi staðið sig vel en þrátt fyrir það eru aðrir menn en þeir að fara að stjórna. Þeir vita best en skilja þó stundum ekki. Sitja svo við og skrifa greinar um vonda menn sem þó hafa ekki unnið sér annað til saka en að fá fleiri atkvæði hjá þjóðinni. Hvernig væri að vinstrið myndi bara skammast sín?

Það er ekki Framsókn eða Sjálfstæðis að kenna að þjóðin hafnaði vinstri flokkunum. Og það er fjandakornið ekki þjóðinni að kenna heldur…

Skammistykkar bara

Röggi

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (10)

 • Vel mælt, Rögnvaldur!

 • Lélegasti greinandi pólitískrar umræðu á Íslandi hefur tjáð sig.

 • Magnús Björgvinsson

  Á þá væntanlegur minnihluti að þegja í 4 ár? Gerðu Framsókn og Sjálfstæðismenn það? Man ekki betur en að umræðan hafi verið nákvæmlega eins fyrir 4 árum!

 • Minnihlutinn á þingi hefur haft hægt um sig á þingi síðustu fjögur árin, hefur gert lítið til að standa í vegi fyrir framgangi mála hjá Velferðarstjórninni, nema ef vera skyldi þá Icesave málinu, sem stjórnin þó þráaðist við þangað til forsetinn bremsaði þá vitleysu af.

  Það fyndna við þetta allt saman er að ekki er enn búið að mynda nýja stjórn, en samt eru helstu forkólfar samfylkingar, fólk á borð við Sigríði Ingibjörgu og Össur farin að tala um hvað eigi að gera og hvernig ný ríkisstjórn þurfi að haga sér. Þetta er sama fólkið og hefur verið við stjórnartaumana síðustu sex árin, haft nægan tíma til að koma sínum stefnumálum í framkvæmd. Sem betur fer hefur ekki verið vilji hjá þjóðinni til að hrinda þeim í framkvæmd, enda nokkuð víst að með engan makríl í trollinu og Icesave um hálsinn væri Samfylking komin í það sem Ingibjörg Sólrún hefði skilgreint sem „pilsner“ fylgi, og hugsanlega eitthvað minna en það.

 • Það sem Össur hefur verið að skrifa upp á síðkastið er hreinlega örvæntingarfullt og vandræðalegt.

 • Það sem Össur hefur verið að skrifa upp á síðkastið er örvæntingarfullt og hreinlega vandræðalegt.

  Vinstri menn tala endalaust um það hversu frábært lýðræði er… Þangað til þeir tapa kosningum. Þá er fólk hreinlega heimskt að kjósa þá ekki og þeir geta engan veginn skilið að fólk sé að hafna þeirri stefnu sem þeir standa fyrir, hrokinn er stundum alveg ótrúlegur þarna vinstra megin. Þeir mættu sýna smá auðmýkt og virðingu fyrir fólki stundum.

 • Þetta er náttúrulega bara bilun.

 • Þorleifur H. Gunnarss.

  Eyþór, hvað er svona lélegt við Rögga sem pólitískan greinanda?

  Er hann lélegur greinandi af því að hann tekur ekki undir sjónarmið Samfylkingar og Vinstri-Grænna?

 • Nei hættu nú alveg!

  Heldur þú að svona „hegðun“ sem þú ert að eigna vinstri flokkunum væri ekki sú sama ef Sjálfstæðisflokkur og Framsókn væru að horfa upp á aðra mynda stjórn? Sjálfstæðismenn líta á það sem sjálfsagðan hlut að þeir sitji í ríkisstjórn og skemmst er að minnast glundroðanum sem skapaðist þegar Sigmundur Davíð vogaði sér að ræða við aðra en Bjarna Ben strax eftir kosningar. Þá fóru menn næstum því á límingunum!

  „Tapararnir ganga um eins og einhver hafi svikið þá, stolið einhverju af þeim“ – Sjálfstæðismenn höguðu sér svona í 4 ár á meðan þeir voru í minnihluta og töluðu oft á tíðum eins og vinstri flokkarnir ættu nú bara að hafa sig hæga þar til þeir kæmust aftur í ríkisstjórn. Slíkur var hrokinn síðustu 4 ár.

  Og þegar menn spyrja af hverju einhver talar um lélegan greinanda, þá gæti ég trúað að það sé nákvæmlega útaf þessu. Að einhver skrifi pistil sem fjallar um ömurlegheit einhvers aðila, en sér á sama tíma ekki að þeir sem hann mærir hafa hagað sér eins síðustu ár og myndu gera það líka núna ef þeir væru í sömu stöðu.

  Íslensk pólitík er einfaldlega svona gerð, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, og barnaskapurinn yfirgnæfir allt hvort sem það er hægra megin eða vinstra megin.

 • Ef Össur hagar sér á þessum nótum áður en stjórnin er mynduð, þá geta menn ímyndað sér hvernig hann muni haga sér næstu árin, eftir að stjórnin hefur verið mynduð? Kannski fær hann símann lánaðan hjá Álfheiði? Deilir út mótmælaskiltum með gömlu kommerötunum á Suðurgötunni? Hver veit? Skyldi Össur ekki niðurstöður kosninganna? Var hann kannski ekki kominn heim frá Kína?

  Eitt er þó á hreinu, tími Össurar Skarphéðinssonar sem stjórnmálamanns er liðinn. Hann hefur fengið nægan tíma til að koma sínum hugðarefnum áleiðis í síðustu þremur ríkisstjórnum, það virðist eins og allt snúist í höndum hans. Um leið og hann setur ESB aðild í forgang, þá byrjar ESB að molna innan frá. Össur og Ólafur Ragnar voru helstu fánaberar útrásarinnar, það vita allir hvernig fór fyrir því. Icesave var Össuri líka mikið hjartans mál, það var fellt, bæði heima í héraði og fyrir erlendum dómstólum, svo að segja öll mál sem þessi ólánssami stjórnmálamaður hefur lagt upp með hafa dagað uppi á einn eða annan hátt. Nú ætti hann að vita sinn vitjunartíma og hætta í stjórnmálum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur