Sunnudagur 28.05.2017 - 14:35 - Rita ummæli

Að standa á gati

Ég stend iðulega á gati,

Stend líka í þeirri meiningu að ég sé rökhyggjumaður sem vill kryfja, til mergjar ef kostur er, og sannfærast þaðan,

Hver sagði að fyrir þann mann yrði auðvelt að trúa á Guð?

Biblían er biblía þeirra sem trúa og þar er ýmislegt sem ég skil trauðla og annað erfitt að meðtaka eða samþykkja. Ferðin þó mögnuð og það sem ég ekki skil í dag gjarnan gapandi augljós sannleikur morgundagsins. Lifandi orð…

Ég skil ekki hvernig þetta eða annað hefur átt sér stað, hvers vegna fólk hrökklast úr kirkju eða frá trú stundum með hjartasár og reiði innanbrjósts. Af hverju menn hafa brugðist með biblíuna í hendinni,

Veit þó og skil að ekki er talað um að tilbiðja kirkju eða menn. Mitt líf breyttist þegar ég gerði Jesú að ljósi lífs míns,

Tilgangurinn að eignast hið góða, fagra og fullkomna. Fullkomið mun það ekki verða en við keppumst eftir því, hvað annað….

Krafturinn kemur frá hjartanu sem veit þótt rökhugurinn kunni að efast. Engin rök geta tekið burt þá yndislegu upplifun, þau undur sem fylgja því að hafa Jesú að leiðarljósi,

Það krefst ekki trúar að finna kaffikönnu sem raunverulegan hlut en það krefst trúar að vona á eitthvað sem ekki verður séð eða snert,

Ég þarf ekki að skilja allt heldur muna hver áhrif trúin hefur, oft þvert á minn mannlegan skilning eða rök

Næstum óskiljanlegt en dásamlegt og stendur öllum til boða,

Ég bið þess að Guð gefi þér sem þetta lest opinberun og vilja til þess að leita Guðs sem býr innra með þér nú og alla daga

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur