Laugardagur 23.12.2017 - 18:56 - 4 ummæli

Jólin eru ekki það sama án Jesús

Jólin eru ekki það sama án Jesús

Þá væru þau eins og hver önnur verslunarmannahelgi þar sem menn og konur fjölga frídögum og gera sjálfum sér og kaupmönnum glaða daga,

Kyrrð og fegurð jóla eru ekki gerð af manna höndum. Kærleikurinn sem flæðir út og yfir allt á jólum er ekki af þessum heimi. Þetta svo mikið góða sem stundum er rosa langt inni í hjarta okkur hreinlega þrýstist fram og verður allsráðandi,

Við verðum spariútgáfa af okkur sjálfum,

Upplifum vini og fjölskyldu á yndislegan hátt og elskum að gefa frekar en þiggja. Stundin þegar við leggjumst til svefns á jólanótt er einstök og það sem þá hreyfir við hjartanu  er frelsari okkar Jesús Kristur að fylla okkur af kærleika sem er ofar mannlegum skilningi,

Mér er ekki ókunnugt um það að margir, of margir, hafa Jesú ekki endilega með í hátíðahöldunum. Tala ekki um Hann, biðja ekki til Jesú, muna Hann ekki og þekkja næstum bara af afspurn,

Jólin eru fæðingarhátíð Jésu og sú staðreynd gerir jólin að jólum,

Að hátið þar sem við tökum amstur hversdagsins út fyrir sviga og geymum eða gleymum og göngum til móts við kærleika sem ekki tilheyrir þessu venjulega daglega. Jólin eru dagar þar sem við tökum til handargagns það allra besta sem við höfum að bjóða,

Og njótum þess og það verður á einhvern hátt auðvelt og sjálfsagt. Kannski vegna þess að þannig eru allir á jólum. Jólin draga það besta fram í hverjum og einum,

Þannig líður hver dagur með Jésus. Frelsaranum sem ekki bara reynir að draga það besta fram í okkur heldur vill það, gerir og getur ef við teygjum okkur til Hans,

Ekki þannig að við séum í sítengdum jólagír veraldlegum heldur að við munum eftir Jesús og verjum tíma með Honum,

Helgi jólanna dregur alla menn nær Guði, suma meðvitað, aðra alls ekki en samt finnum við öll það sama. Finnum hvernig hjartað fyllist af einhverju ofboðslega góðu. Þetta góða er sá kærleikur sem býr innra með okkur öllum. Kærleikurinn sem Jesús ætlar okkur að lifa alla daga ársins,

Þannig er Guð, Þannig er Jesús sem fæddist á jólum,

Guð gefi að við mættum öll, alltaf, lifa í þeim kærleika sem fæðingarhátíð frelsarans snýst um,

Betri gjöf getum við hvorki gefið né eignast

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (4)

 • En Jesús fæddist ekkert á jólunum!

  Og jólin *þín* eru ekki það sama án Jesús. Fyrir fjölmarga aðra, meðal annars mig, snýst þetta ekkert um frelsarann þinn – og þarf ekkert að snúast um hann.

  Ekki vera frekur.

 • Góður pistill. Tek undir hvert orð. Gleðileg jól!

 • Auðvitað þarf Matti í Vantrú að vera með eitthvert neikvæðnihjal hér. En jólin er hátíð frelsarans, þekktasta og virtasta manns heimssögunnar.

 • Æi Jón Valur, þú þarft ekki alltaf að tjá þig.

  > “ jólin er hátíð frelsarans, þekktasta og virtasta manns heimssögunnar“

  „Jólin“?

  Áttu ekki við „Kristsmessu“? Allt önnur hátíð.

  Skil ekki þessa frekju að vilja ekki deila hátíð með öðru fólki.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur