Þriðjudagur 14.01.2020 - 19:38 - Rita ummæli

Leiðréttingarborðinn, áttavitinn. umferðarlögregluþjóninn….Jesús

Jesús frelsar og fyrirgefur og leysir….Hann gefur lækningu

Er hægt að ætlast til þess að þeir sem ekki trúa skilji svona tal? Er þessi Jesús maður sem hefur umboð og getu til þess að gera þetta? Og hvernig gerist svona lagað…..

Ef það er einhver huggun harmi gegn hjá þeim sem finnst þetta botnlaust rugl þá er það þannig að við sem trúum eigum líka í margháttuðu basli með að skilja þetta og meðtaka,

Að einhver, eða eitthvað, sem hvorki sést né finnst fyrir okkar veraldlegu augum hafi þau áhrif að mennskar verur lifi fyrirgefningu synda, frelsi og lausn, gleði og frið,

Þessi boðskapur á alltaf erindið en aldrei verður auðvelt að “selja” fólki dílinn,

Af þvi þetta er ótrúlegt,

Hvernig getur þetta gerst?

Mig langar að eiga þau orð um þetta sem sannfæra en held þau séu varla til en þetta er fullkomlega raunverulegt. Þegar við ákveðum að ganga með Guði þá verða þessi undur. Þegar við eignumst samfélag við Jesús þá mun það kenna okkur að elska okkur eins og Hann gerir,

Nákvæmlega eins og við erum,

Við erum andlegar verur á andlegu ferðalagi þó það sjáist að mörg okkar eru mest upptekin af hinu veraldlega ferðalagi. Vinnan, bíllinn og húsið og það allt sem er mikilvægt en þyrfti kannski ekki að koma fyrst. Fyrst og fremst þarf að rækta andlega garðinn, þá mun hitt allt blómstra,

Þegar ég missi minn trúarlega damp þá líður ekki á löngu áður en áhyggjur og málefni hins veraldlega ná tökum á hugsun minni og þar með líðan. Friðurinn sem ég á hjá Guði er einstakur og með honum áhyggjuleysi og fullvissa um að allt sé í stakasta lagi,

Að fylgja Guði gerist ekki af sjálfu sér, alveg sama hversu lengi ég hef fylgt Honum. Ef ég tengi mig ekki þá verður enginn tenging og skiptir þá engu þó ég hafi lifað eins og móðir Theresa í gær. Náðin er ný í dag og það sem tilheyrði gærdeginum tilheyrir honum að eilífu,

Þannig er það sjaldnast hjá mönnum,

Guð er leiðréttingarborði, Hann er áttaviti, umferðarlögregluþjónn, Hann ýtir við okkur þegar við erum ekki á góðri leið, þegar við erum hægt og rólega að síga úr á hlið í hnakknum, þá hlið sem mun á endanum verða til þess að við dettum af baki,

Við höfum þann hæfileka flest að geta gleymt og mögulega fyrirgefið en við kunnum líka ofurvel að gleyma engu og fyrirgefa helst ekki, en fyrir mig varð grundvallarbreyting í þessu þegar ég fann Guð,

Það gerðist strax og það er enn að gerast. Ég finn hvernig góður Guð, þegar ég hef Hann við stjórn fyllir hjartað af góðum hlutum og ég sé möguleika og birtu við kjör sem áður fylltu mig allskonar handónýtum tilfinningum og hugsun sem leiddi til hegðunar sem var ekki til nokkurs gagns,

Þetta er ekki keyrt áfram af handafli, og reyndar engu þvi afli sem við þekkjum eða skiljum,

Borðið hreinsast, allt verður nýtt með nýrri byrjun,

Vesenið er að þetta samband, sambandið við Guð þarf að iðka og rækta til þess að þetta geri sig. Guð þarf ekki á þeirri rækt að halda heldur við sjálf,

Ég trúi því að þeir sem heyra svona eða lesa hafi úr tvennskonar viðbrögðum að velja. Annað hvort er þetta þvílík dómsdagsþvæla að engu tali tekur eða þetta er forvitnilegt,

Ekkert þar á milli, eða fátt,

Því miður fæðumst við ekki með þann eindregna vilja að eiga líf með Guði, það er eitthvað sem lærist, ef það þá lærist og ég trúi þvi að lífið muni fyrr eða síðar bjóða okkur upp á þann valkost að íhuga það hvort þessi Guð er til,

Stundum í gegnum depurð, áföll og sorg, en lífið með Guði er líka, og mest, ljós, birta og gleði og friður og lausn frá þvi sem meiðir okkur og aðra.

Og það skal alltaf vera líf þegar við eignumst fyrirgefningu þarna lengst inni í okkur, þar sem hennar er mest þörf og fátt ef nokkuð nær þangað jafn örugglega og sannfærandi og Guð,

Við komum eins og börn, barnatrúin okkar var og er hin hreina trú þar sem við heyrum góðan boðskap og trúum honum án þess að spyrja frekar, og það virkar!

Þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það alltaf. Að trúa á Guð er snúið, sér í lagi ef við setjum Hann í mannsmynd og gónum til himins í von um að sjá Guð,

Guð er ekki þar. Hann er innra með, í hjartanu,

Og vinnur sitt verk þar og þar er þörfin mest og þar reynist það okkur hvað erfiðast að leysa málin sjálf og ein,

Þess vegna þarf ég Guð,

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur