Miðvikudagur 19.02.2020 - 22:11 - Rita ummæli

Má ég vera með?

Má ég vera með?

Hér spyr Jesús og spyr stórt. Hversu mikið má Jesús vera með? Þetta er ekki bara einhver spurning heldur Spurningin sem við munum glíma við hana það sem eftir er okkar dvalar hér á jörð,

Ég skal svara fyrst,

Þú mátt sannarlega vera með en bara ekki alltaf, ég vill það að vísu en næ samt ekki að hafa það þannig,

Það er frábært líf að þekkja Jesús og vilja meira, það er lífið sjálft fyrir mig og ég mun ekki snúa þaðan aftur til hins gamla lífs. Ég kíki stundum þangað yfir svona eins og þegar maður skreppur í partý til einhvers sem maður veit að er ekki endilega besti vinurinn,

Kem þó alltaf aftur heim og smátt og smátt fækkar þessum útúrdúrum. Eins og með önnur sambönd þá styrkjast þar sem við þreyjum þorrann, gefumst ekki upp heldur fyrirgefum, gleymum og ryfjum upp hvers vegna ferðin hófst,

Ég trúi því að við sem lifum með Jesús fáum endalaus tækifærin til þess að gefast upp þegar ferðin gerist alltof erfið. Kröfur kröfur kröfur,

Hefur það einhverntíma verið öðruvísi?

Meira að segja voru lærisveinarnir stundum út á þekju og var Jesús þó beinlínis með þeim, í holdinu.” Þér trúlausir…….”

Hef ég tíma, hef ég getu, er ég nógu góður, getur Jesús notað mig ófullkominn sem ég er?

Hvað kenndi Jesús okkur? Hann kenndi okkur að biðja og er bænin ekki eina leiðin og besta……Jesús, komdu inn í mitt líf, komdu inn í allt, hjálpaðu mér, notaðu mig,

Þetta er alvöru bæn, hættuleg bæn vegna þess að Jesús mun uppfylla þetta fái Hann til þess umboð og tækifæri,

Ég og þú erum þetta tækifæri, Jesús hefur ekki til annarra að leita. Ekki hina eða þessa, heldur þig og mig,

Af hverju lifir trúin? Ekki er hún borgaraleg skylda, hvergi lögboðin en á víða ofsótt og jafnvel hættuleg heilsu manna. Hvað er það sem fær fólk, kynslóð eftir kynslóð til þess að gefa trúna áfram með þeim hætti að ekkert lát verður á?

Tíminn er á hraðferð og þetta móðins í dag, annað á morgun og alltaf jafn mikið hipp og kúl að langa í eitthvað meira en þetta hversdagslega. Og enn er spurt;

Er þetta allt og sumt? Er annað ekki til en það sem við getum handfjatlað, eignast eða fjarlægt….

Auðvitað ekki, við vitum það þó við vitum það ekki, spyrjum ekki þó spurningin brenni í andanum….

Menn vilja trúa, þurfa að trúa einhverju. Það blasir við enda tilbrigðin við trú óteljandi, þörfin fyrir trú er augljós og knýjandi,

Trúin á Jesú Krist er mögnuð, mér er ljóst að ég er ekki hlutlaus, en hún er það. Með Jésu komu nýjir hlutir, bylting í mörgum skilningi, óþekkt viðmið sem hafa ekki bara haldið gildinu heldur styrkst,

Eilífðar pælingin um að ég verði að gera eitthvað svo ég uppskeri var nú úr gildi felld þegar Jesús kennir okkur, og sýnir, að Hann elskar okkur alltaf, elskar alla sem þess leita, óháð því sem við gerum, gerðum eða munum gera,

Við elskum óvini okkar, biðjum fyrir þeim og fyrirgefningin kynnt til sögunnar og þvílikt undur sem fyrirgefningin hefur verið… Hvað gæti skipti meira máli en að eiga fyrirgefninguna sem meginafstöðu?

Í dag er ég spurður…

Má ég vera með?

Svarið er fremst á tungunni en minna í breytninni en það skiptir engu. Jesús spyr aftur og svarið okkar skiptir alltaf jafn miklu máli, miklu meira máli en það hvort okkur tekst 100% vel upp,

Því nær enginn, ekki er til þess ætlast né við því búist og díllinn er bara þannig að við erum alltaf í gróða. Það sem við viljum, það sem við getum, það sem við kunnum að þiggja það mun standa okkur til boða,

Og svo er miklu meira

Við erum valin, sérvalin og einstök sköpun, með einstaka sögu og reynslu en samt öll eins í augum Jesú,

Kannski teljum við okkur ekki þurfa trú, við sem lifum í allsnægtunum, annað en þær nægtir, veraldlegar þarfir uppfylltar: Tékk

En það er meira, svo miklu meira og ég veit ekki hvernig líf mætt gæti verið án Jesú, veit það ekki og hyggst ekki komast að því,

Má ég vera með…

Hann mun spyrja mig og þig að þessu í dag…..

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur