Fimmtudagur 13.02.2020 - 10:30 - Rita ummæli

Rífum okkur í gang

Hvernig gengur okkur?

Hvernig maður vill ég vera, hvernig maður er ég?

Vill ég vera almennilegur maður, maður sem elskar, maður sem er fyrirgefur, maður sem gleðst yfir velgengni annarra, maður sem ber raunverulega virðingu fyrir öðru fólki, lífsmynstri þess og skoðunum…

Er ég maður sem tek eigin hag umfram annarra, öfunda ég, tala ég illa um fólk, líka þá sem ég þekki ekkert, finnst mér gott og eðlilegt að vera reiður…..?

Hvurskonar maður er ég?

Þegar ég máta sjálfan mig við fagnaðarerindið, þegar ég máta mig við samfélagið, við þann heim sem ég bý við þá kemur sumt í ljós,

Fagnaðarerindið um Jesús Krist er svo mikið á skjön við það sem við erum og gerum að það skal ekki sæta neinum undrum þó oft sé erfitt að snúa við því blaði sem við höfum verið að skrifa,

Ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfsagi.

Galatabréf 5/22

Er ég þarna….það er góð spurning og þetta eru raunhæf markmið. Stunda ég frið, er ég laugaður góðvild, langlyndur, kærleiksríkur, glaður, stunda ég hógværð en ekki raupsemi, er ég trúr í stóru eins og smáu gagnvart mér og öðrum, aga ég sjálfan mig til einhvers góðs eða bara þess sem gerir mér gott?

Af hverju ættum við ekki að spyrja okkur þessara spurninga? Af hverju ætti fagnaðarerindið ekki að vera okkur erindi hér á jörð?

Er ég í raun umburðarlyndur. Hvaða kröfur geri ég til annarra…..ætla ég að vera ég um mig gaur og ekki koma með neitt mótframlag?

Vill ég betri heim…klárlega en hvað geri ég til að bæta hann?

Ég fæ endalaus tækifæri til þess, hver einasti dagur lífsins innifelur möguleika til þess að vera það besta. Vissulega mun sami dagur líka bjóða upp á hitt, finna að og hamast með þessum hætti eða hinum að því eða þeim sem eru ekki eins og við sjálf,
Fullt af spurningum þarna og ég get sagt að mér gengur þetta misvel, sumt herfilega, annað gullfallega.

Jesús er ekki að gera kröfu um að við séum eitthvað eða að við gerum eitthvað. Við erum sköpuð góð og við eigum líf með Honum. Við þurfum að vilja, velja og tengja,

Mér reynist ekki erfitt að vita þetta allt saman og ekki heldur að tala um það og það er auðvitað byrjun, meira að segja góð byrjun. En við erum ekki það sem við segjum heldur það sem við gerum,

Ekki þar með sagt að þó okkur takist ekki alltaf sem best upp að við séum ómöguleg en mig langar samt að gera kröfur til mín, mig langar að verða góða útgáfan af mér og besta leiðin til þess að horfa á sig eins og maður er og finna svo leiðina…

Þær eru án efa margar leiðirnar en fyrir mig aðeins ein,

Ég ætla að treysta því sem sagt er, og sagan kennir, að ef ég lifi í trú muni vel fara. Að þá muni það sem Jesús boðar breyta mínum heimi og þínum,

Ég hef fengið smjörþefinn en mikið óskaplega gengur þetta hægt en það gengur samt og og þetta lifandi vatn sem orð Guðs er það rennur allt í góðu áttina í lífi þess sem á dreypir,

Hættum að hugsa stórt, hættum að reyna að breyta öðrum, hættum að dæma fólk, punktur,

Leggjum heldur upp á þá yndislegu ferð að breytast sjálf og að hafa þannig afgerandi áhrif í eigin lífi og annarra. Eignumst frið og sátt við okkur sjálf, þá munum við geta átt þannig samskipti hvert við annað,

Það er mikilvægt að við séum kærleiksrík, það á ekki að vera stórfrétt en er það nú samt. Almenna reglan ætti að vera sú að við finnum samkennd oftar, að við fyrirgefum í stað þess að dæma,

Að við verðum fólkið sem býður góðvild og mildi þegar einhver er með ruddaskap og dólg. Ég get haldið áfram lengi að týna til þau viðmið sem fagnaðarerindið býður okkur aðgang að, dásamlegu hugmyndina um fólk sem hefur ekki annað að bjóða en kærleika og virðingu í heimi sem skilur miklu frekar auga fyrir auga aðferðina gagnslausu,

Ekki er eftir neinu að bíða, þetta er dagurinn og stundin er runnin upp. Það mun enginn annar en ég og þú taka verkið sem okkur er ætlað að sér. Og við erum sérvalin, ég og þú, erum einstök, komum bara í einu eintaki og staðurinn sem við erum á ekki öðrum ætlaður,

Rífum okkur í gang, ég og þú, kristin eða ókristin og breytum þessum heimi, breytum umhverfinu okkar og eignumst þannig okkur sjálf á nýjan og frábæran hátt. Á þann hátt sem boðaður er í biblíunni og til þess sem okkur er raunverulega ætlað að vera,

Almennilegt og elskandi fólk

Alltaf

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur