Þriðjudagur 04.02.2020 - 22:48 - Rita ummæli

Fylgdu mér

Að fylgja Jesú

Fylgdu mér er mögnuð bæn Jesú til okkar og ég hef valið það. Ég geri það á minn hátt, minn oft vanmáttuga hátt en geri það samt. Það er mitt, þar eru mín forréttindi, ábyrgð og uppskera,

Svo kemur þar að ég geri kröfur til Jesú, krefst réttlætis í samræmi við mína góðu lifnaðarhætti, séu þeir góðir! “Jesús, ég gerði þetta, af hverju lendi ég samt í þessu?”

Hverju lofaði Jesús?

Kannski því að vera með okkur. Hann ætlaði ekki að koma í staðinn fyrir okkur, ekki að taka fram fyrir hendur okkar eða ákveða nokkurn skapaðan hlut fyrir okkur. En Hann lofaði að vera alltaf með okkur,

Þannig hefur það verið,

Við erum ekki alltaf með Honum, þvi miður og betur ef svo væri því ekkert hefur Jesús illt að boða. Hvergi og aldrei,

Ég gleymi þessu auðveldlega í önn dagsins. Man ekki að ég sem kristinn einstaklingur nýt þeirra réttinda að hafa kynnst Jesús og þekki lífið  þegar ég vel að fylgja Honum,

Hann fylgir mér,

Páll postuli talar um að við mættum rannsaka trú okkar. Það er bráðholl ákvörðun en snúið að horfa í spegilinn sem segir okkur, stundum upp á smáatríði, hvernig lífi við lifum. Ef ég er í rugli eða veseni, er að mistakast góða hlutverkið þá er skýringin augljós,

Ég er ekki að fylgja Jesú

Þó fylgi ég Honum,vissulega, af öllum kröftum lífs og sálar en mun samt mistakast. Ég á ekki við hvert smáatríði, og alls ekki, heldur meginatriði og útlínur. Engum mun takast að lifa hvert atríði lífsins til fullrar hlýðni við fagnaðarerindið, Enginn

Ég hef valið að vilja fylgja Honum og það verður ekki fullkomið en það er fullkomlega nóg og það er allt sem þarf,

Allt byrjar með löngun…. Þekking er þó eitt, að langa er annað en þetta tvennt fer samt fullkomlega saman,

Í þessum efnum er heilinn næsta óþarfur. Það er löngun hjartans sem gildir, heilinn kemur síðar að verkefninu og þvi miður oft til þess að tefja og afvegaleiða,

Hugsunin stjórnar mínu lífi miklu frekar en hjartað en ég finn þó oft fyrir þessari djúpu löngun til þess að eiga meira með Jesú. Ef ég gæti fengið þá einu, og síðustu, ósk uppfyllta að eignast  fullkomlega heilt líf í trú tæki ég þvi boði,

Ef ég skipti lífinu upp í tvo flokka mætti segja að ef ég er ekki að velja Jesú þá er ég að velja eitthvað annað. Við erum alltaf að velja hugsun okkar og breytni farveg,

Hjartað þráir Jesús, það finn ég hvern dag, oft á dag, en samt, samt tekst mér að velja eitthvað annað,

Þessi ganga er svo mikil snilld

Samspil þess sem við hugsum versus það sem við gerum er stórkostlega áhugavert og þó ég tali stundum um trúna mína í neikvæðum tón þá er hún björt og tær og gleði mín. Dropinn er að hola steininn….

Ég er mest hissa á því að fólk sem á hreinu löngun og þekkir leiðina, nær samt ekki oftar markinu. Mitt hisseri í þessu kemur hins vegar ekki flatt upp á Jesú. Þetta er viðbúið, þetta er boðað og í þessu ekkert pláss fyrir nokkra fyrirdæmingu, hvorki til okkar eða annarra,

Og það er cirka svona sem ég fylgi Jésu. Trúin leiðir mig svona,

Eitthvað mun ég læra í dag. Og hvort sem ég fylgi Jésu meðvitað eða ekki þá er Hann þarna einhversstaðar, með mér og ég á minn furðulega fjarlæga hátt líka með Honum,

Lúxusdagar með Jesú, dagarnir þar sem ég finn að Hann er að verka í mér og það gerist miklu oftar í gegnum eitthvað sem gengur ekki vel. Þegar vel fer er ég líklegur þess að eigna mér heiður en eiga nöldur við almættið um það sem miður fer,

Á morgun mun ég fá hitt og þetta upp í hendurnar og það mun mæta mér á þann hátt að ég finn fyrir tveimur valkostum, hið minnsta,

Ætla ég að fylgja Jesú í öllu mínu? Eða velja eitthvað annað

Min þrá, trú og von er eindregið sú að mér takist að eignast þannig líf að Jesús komi inn í öll hólfin mín. Það er ekkert smá verkefni því ég þori varla inn í þau sum sjálfur…

Guð gefi að mér takist að fylgja Jesú í dag. Að mér takist að muna eftir Honum og lika að ég muni að Hann er alltaf með mér…..

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur