Þriðjudagur 21.02.2017 - 13:10 - 1 ummæli

Að vera kirkja

Mér finnst kirkjan dýrmæt

Áður en ég eignaðist lifandi trú var kirkjan einhvernvegin of hátíðleg og erindið tengt atburðum sem kröfðust þess að ég kæmi þar. Bændur sem búalið uppáklædd enda spari að koma í kirkju,

Það er vissulega spari að koma í kirkju en trú snýst lítið um byggingar eða ytri umbúnað. Í mínu minni var presturinn næstum þvi Guð, ósnertanlegur og heilagur klárlega,

Kirkjan var fullkomin,

Kannski þess vegna sem löngun mín til að sækja þannig stað var takmörkuð ófullkominn sem ég var, og er. Allt um það, kirkjan var þarna og gott að grípa til hennar eftir þörfum eða smekk,

Stofnun frekar en trúarsamfélag, afgreiðslustofnun kannski, skírn, ferming, gifting og greftrun og lítið eða fátt annað. Ég man ekki til þess að hafa tengt kirkjuna við trú,

Svo gerðist það þó einn daginn,

Ég elska kirkjuna mína. Hún er að formi til eitthvað öðruvísi en þjóðkirkjan en form er form og trú hvorki lifir né deyr þar,

Ég veit fátt en það þó að kirkjan er ófullkomin og mun alltaf vera það og þarf ekki að þykjast vera neitt annað. Kirkja er nefnilega ekki stofnun heldur samfélag fólks sem hefur valið að gera Guð að leiðtoga sínum, ófullkomið fólk sem þarf Guð kannski ekki síst þess vegna,

Þarna í gamla daga fannst mér eins og ég kæmi sem gestur til kirkju. Eins og til þess að heimsækja Guð, Nú upplifi ég þetta öðruvísi,

Við komum færandi hendi, við sem sækjum kirkjuna. Komum með Guð í hjartanu og þannig verður kirkja kirkja,

Kirkja er ekki húsnæði heldur samfélag, mitt og þitt, og þar erum við öll eins og jöfn frammi fyrir Guði, ekki bara sum, öll,

Fólk með ólikar sögur á perónulegu ferðalagi en finnum fyrir einum og sama kærleika sem Guð gefur,

Samkomudagar í kirkjunni er yndislegir og þaðan fer ég glaður og bæn mín sú að mér auðnist að lifa trú mína utan þeirra veggja, að mér takist að vera kirkja hvar sem ég kem því þannig er raunveruleg kirkja og þannig ætti trú mín að birtast,

Guð gefi að svo verði

 

 

 

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (1)

  • Halldór Auðar Svansson

    Falleg skrif. Kirkjan er einmitt ekki stofnun heldur lifandi samfélag þeirra sem hafa trú. Stofnanavæðingunni hættir til að kæfa trúna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur