Mánudagur 13.03.2017 - 11:08 - Rita ummæli

Trú; ferli eða viðburður…

Að frelsast er ekki bara einstakur viðburður heldur ferli.

Hversu miklu þægilegra væri það að öðlast í einni hendingu trú sem aldrei haggast, fallega og góða lífið og aldrei skuggi eftir það..

Þannig er það ekki hjá mér eða neinum sem ég þekki. Ég er að frelsast hvern dag, stundum tvö skref aftur á bak og eitt áfram en miklu oftar þveröfugt, skref til baka og fjölmörg áfram. Í trúnni læri ég mest af mistökum mínum…ef ég vel það og vill,

Vel Jesú,

Við fáum ítrekuð tækifæri til þess að velja ekki Jesú heldur frekar eitthvað girnilegt af allsnægtaborðinu sem fallinn heimur hefur upp á að bjóða. Dropinn holar svo steininn sem ég er í hvert skipti sem ég vel Guð,

Hafi ég reiknað með allsherjar fullnaðarsigri yfir sjálfum mér syndugum manninum þegar ég gerði Jesú að leiðtoga lífsins þá hefur reynslan kennt mér að svo er ekki. Í dag er nýr dagur með nýjum áskorunum, sigrum og ósigrum og það sem er best, með nýrri náð Guðs,

Það sem var í gær, gott eða slæmt, er þar og því verður ekki breytt né til þess litið. Jesús fyrirgefur og ég er að læra að fyrirgefa sjálfum mér og öðrum og hvað gæti verið betra en að fyrirgefa eða fá fyrirgefningu…?

Gleðin er að finna fyrir valkostinum, finna hvernig Guð vill leiða mig að góða lífinu, góðum ákvörðunum, að gildum sem biblían hefur boðað allan tímann, finna hvernig geta mín til þess að elska Guð og menn eykst, þroskast og styrkist….það er leiðin og þannig finn ég fyrir því að ég geng með Guði,

Mér mun mistakast áfram, það er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera manneskja, en ég veit að ferðalagið með Jesú hjálpar mér að rísa til þess sem mér er ætlað. Nefnilega að verða betri maður í dag en í gær,

Guð gefi að svo megi verða

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur