Fimmtudagur 06.04.2017 - 13:41 - 1 ummæli

Trú á Guð og menn

Svo að það sé nú sagt,

Fyrir mig hefur góð predikun þau áhrif að mig langar til þess að kynnast Jesú meira, langar að eignast ávextina sem lofað er. Yndislegt að sitja undir góðri predikun,

Kirkjan er leidd af fólki, þannig séð, og það fólk af Guði,

En leiðtogar kirkjunnar eru ekki Guð. Undir því rís enginn og enginn þarf að reyna það,

Að trúa á menn er dæmt til að mistakast og hefur of oft leitt þá sem reynt hafa til ófarnaðar enda aldrei meiningin. Slík trú mun valda vonbrigðum meðal annars og ekki síst vegna þess að prestar og forstöðumenn eru í öngvu undanþegin mannlegum eiginleikum og eða breyskleika sem allir, leikir sem lærðir, burðast með,

Ég trúi á Guð og ég elska samfélagið í kirkjunni. Prestarnir eru til háborinnar fyrirmyndar og gleyma ekki að predika trú á Guð og ekki menn. Þar erum við hvert á sínu ferðalagi og þar er  pláss fyrir allt og alla,

Enginn á meira en annar þegar kemur að göngunni með Guði, öll skiptum við máli í augum Guðs sem mætir okkur hverju og einu, eins og við erum, þar sem við erum. Við erum meira en nóg eins og við erum og þurfum ekki vera neitt annað,

Trúargangan er klæðskerasaumuð, hún er persónuleg og hana getur enginn lifað eða gengið fyrir mig,

Postulasagan 5:29…..framar ber að hlýða Guði en mönnum,

Berum virðingu fyrir öllu fólki og ekki minnst þeim sem kallaðir eru til forystu en gerum ekki fólk að Guði. Það val verður ekki til nokkurs framdráttar,

Fólk, dásamlegt fólk þá og nú, varð til þess að ég fann þörf til þess að opna fyrir Guð í mínu lífi, fólk eins og ég og þú. Sumir hafa forstöðu en aðrir ekki en eiga þá lífsstefnu sameiginlega að elska fólk og trúa á Guð,

Betur verður ekki boðið

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (1)

  • Ingi Gunnar Jóhannsson

    Takk fyrir falleg og góð orð, góð og uppbyggileg áminning.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur