Sunnudagur 16.04.2017 - 16:08 - Rita ummæli

Upprisan

Hann er upprisinn

Gröfin er tóm og Jesús lifir í dag eins og hafi aldrei dáið,

Páskar eru sérstakir. Fyrir suma eru þeir bara margir frídagar og sífellt fleiri útgáfur af girnilegum súkkulaði eggjum. Fyrir aðra eru páskar yndisleg trúarhátíð þar sem við fögnum upprisunni,

Þeir eru eitthvað öðruvísi trúarlegu frídagarnir,

Á jólum, og páskum, finnum við svo áþreifanlegan frið og kærleika að við getum nánast snert. Eitthvað sem gerist innra með hverjum og einum, kyrrð og ró. Ekki auðvelt að útskýra í orðum en þá sammannlegu tilfinningu þekkjum við flest ef ekki öll. Þar verðum við betri manneskjur,

Hver dagur með Guði er upprisudagur, ný byrjun,

Auðvitað efast margir og þeir gerðu það líka samtímamenn Jesú, lærisveinarnir en efinn færði þá nær Guði en ekki fjær. Gangan með Guði er ekki sjálfgefin, hún er ekki á sjálfsstýringu með beinni innspýtingu. Trú er ekkert lítilræði sem við sporðrennum án nokkurrar viðstöðu, öðru nær. Hún er stöðug leit og þar er fegurðin,

Leitið og þér munuð finna segir í bókinni góðu og þannig byrjar dagurinn á því að leita Guðs, tengjast,

Ég finn fyrir Guði, fyrir áhrifum Guðs á mitt líf. Finn fyrir, ekki bara áður að mestu óþekktum kærleika til mín og annarra, heldur líka krafti til þess að ganga fram í þeim kærleika. Ég þekki efann en ég þekki líka hvernig Guð svarar þeim sem leita,

Páskarnir eru sérstakir en í raun eru allir dagar páskadagar þó engin séu eggin og ekkert fríið. Trúin gefur nýjan vilja og getu til að rísa upp til þess besta sem við getum orðið,

Það boð gildir fyrir alla, alla daga.

Ég ætla að þiggja….

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur