Sunnudagur 23.04.2017 - 16:22 - 1 ummæli

Er Guð reiður

Guð er alltaf reiður

Við þurfum að skammast okkar, bersyndug, enda illmögulegt að gera Guði og kirkjunnar mönnum til hæfis,

Þannig myndir af kirkjunni þekki ég. Var vopnaður svona hugsunum þegar Guð hóf að banka. Þekkti hörmungarsögu þeirra sem yfirgefa söfnuði í sárum en ég bara varð og steig mjög langt út fyrir þægindarammann og mætti með kollinn fullan af fordómum…

…til þess að komast að því að Guð er aldrei reiður,

Komast að því að fólkið í kirkjunni sér mig í allt öðru og betra ljósi en ég sjálfur. Komast að því líka að einu fordómarnir sem ég mæti eru mínir eigin. Trúin gefur augu sem sjá hið góða í fólki. Augu Jesú,

Ég kemst að því hvern dag að ég hvorki þarf né á að vera eitthvað annað en ég er. Guð mætir hverjum og einum þar sem hann er, eins og hann er. Það er kjarninn og þar er kirkjan mín,

Vissulega er ekki alltaf auðvelt að máta lífið sem ég lifi við fagnaðarerindið en ég segi það skýrt að það er ekki vegna þess að eitthvað sé að erindinu heldur frekar og miklu frekar því sem ég tileinkaði mér áður en ég kynntist Guði,

Guð er ekki reiður og kirkjan ekki heldur en boðunin hittir okkur stundum illa. Sú kirkja sem ég þekki er kærleiksrík og umburðarlynd og annað ekki og leiðtogarnir duglegir að minna á að þeir séu i engu betri en aðrir,

Kærleikurinn á sér ýmsar birtingarmyndir og það þekkjum við foreldrar að hafa tyftað börnin þegar þau missa takt. Kærleiksverk auðvitað en mikilvægt að aðferðin sé ekki meiðandi heldur uppbyggjandi til lengri og skemmri,

Þannig upplifi ég kirkjuna og þannig fagnaðarerindið sem leiðbeinandi og kærleiksríkt og uppskeran í algeru samræmi við það rými sem ég gef Guði til þess að vinna góða verkið í mér,

Guð sem vill bara það besta fyrir mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (1)

  • Ingi Gunnar Jóhannsson

    Röggi hafðu kærar þakkir fyrir þessa pistla þína sem eru eins konar tær vitnisburður um kristna trú.
    Haltu áfram, því ég og allir aðrir sem vilja tilheyra kristinni kirkju höfum mjög gott af því að lesa það sem þú skrifar.

    Sannarlega Guðs blessun að þú sért að þessu. Takk aftur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur