Þriðjudagur 02.05.2017 - 12:32 - Rita ummæli

Fáein orð um syndina

Ætti ég að þora að tala um syndina….

Heppni mín er að vera partur af kirkju sem talar um hlutina. Líka þá erfiðu og ekki hvað síst þá. Hitt er aðgengilegra stundum að stinga höfði í sand, þægilegt í vissum skilningi en ekki gagnlegt,

Synd er vesen og þegar um hana er talað finna flestir eitthvað innra með sér, venjulega eitthvað óskemmtilegt,

Eftir að ég tók trú hætti þetta orð, synd, að vera skammaryrði. Við syndgum öll, ekki sum, heldur öll. Synd er annað orð yfir mistök og þegar við eignumst samkomulag um það er eins og hugsunin breyti um áferð,

Trúin hjálpar okkur að eiga við þennan að því er virðist óhjákvæmlega fylgifisk,

Auðvitað þekkti ég rétt frá röngu og kappkostaði, í misveikum eigin mætti, að velja gott frekar en slæmt. En eitthvað vantaði. Þetta eitthvað var og er Guð,

Guð opinberar syndina, mistökin, á nýjan hátt og þann hátt sem frelsar og leysir en dæmir ekki. Jesús kom ekki til að dæma heldur frelsa,

Freistingin hverfur ekki alveg og endanlega, ég hef hætt að reikna með því og lært að snúa mér til Guðs þegar mér finnst hið verra ætli að hafa hið betra undir. Þannig geng ég með Guði og þar verða áhrifin trúarinnar ljóslifandi og frelsandi og þar holar dropinn þverðmóðskufullan steininn sem ég er dag frá degi,

Að vera meðvitaður um syndina er dásemd, góði staðurinn, má ég segja fríðindi vegna þess að okkur er fyrirgefið í kærleika, ekki í eitt skipti heldur aftur og svo aftur eins og boðað var. Uppbygging og ekki niðurbrot….

Fyrir suma eru þetta bara orð í pistli, fyrir aðra persónuleg reynsla til meira en 2000 ára allt til þessa dags,

Ég bið þess að góður Guð vaki þannig yfir mér að ég fái lifað í sannleika en sannleikurinn er ekki alltaf auðveldur í umgengni þveröfugt við afneitunina sem á yfirborðinu er þægileg en gagnslítil þeim sem vill vaxa,

Ég fagna því þegar Guð áminnir mig og leiðbeinir vegna þess að ég ekki bara get orðið betri en ég er, með Guðs hjálp, heldur þrái ég það,

Guð gefi að svo verði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur