Mánudagur 02.10.2017 - 23:51 - Rita ummæli

Ekkistjórnmál og auðmýkt

Svo það sé nú sagt…..

Erum við hætt að stunda stjórnmál?

Orðin meira og minna áhugalaus um hugmyndir og útfærslur og í leiðinni tapað hæfileikanum til þess að bera virðingu fyrir fólki sem við ýmist erum ósammála eða skiljum ekki,

Nú er hipp og kúl að vera reiður, enginn vill reyndar taka þann rétt af fólki, en að hafa reiði meðferðis þegar við ræðum stjórnmál kemur sjaldan að gagni,

Kannast við það,

Að ætla öðrum að vilja ekki gera góða hluti er afhjúpandi. Ég þekki engan sem vill ekki bara gera gott og öðlast þakklæti,

Mörgum finnst pólitíkin ekki merkilegur bransi, þar talar fólk víst ekki saman og hver hönd uppi á móti annarri. Áhugavert, við erum nefnilega stundum þannig hvert við annað og stjórnmálamenn erum við, ég og þú,

Giska venjulegt fólk með vonir og væntingar og góðan vilja. Þau eru foreldrar, afar og ömmur, eiginkonur og eiginmenn, bræður og systur sem ganga til vinnu sinnar vopnuð þeim ásetningi að vinna góðum málum farveg,

Mótstaða og rökræða er viðbúin og nauðsynleg, varla kvartar nokkur yfir því. En við misstum taktinn, við og þau,

Þeir þykja mestir sem yfirbjóða í umræðunni um vonda fólkið hinu megin við ímyndaða víglínuna sem færist til eftir pólitískum hentugleika, þó ekki nær staðnum þar sem auðmýktin er,

Allt leyfilegt á vegferð þeirra sem velja að bera hvorki virðingu fyrir né reyna að skilja það sem ekki virðist auðskilið,

Nefnilega að skilja fólk sem hefur aðra skoðun eða lífssýn en maður sjálfur,

Við megum vera ólík og við hljótum að vera það,

Þar er styrkurinn og þar getum við lært hvert af öðru ef okkur auðnast að gleyma því ekki að skoðanir annarra eru í engu verðminni en þær sem við eigum. Ef við eigumst samkomulag þar og lærum í leiðinni að stundum fá þeir að ráða sem ekki eru eins og við þá er til mikils unnið,

Ég er ekki betri í þessu en aðrir, öðru nær, þess vegna læt ég þennan pistil eftir mér,

Ef ég vill í raun og sann breyta heiminum þegar ég tjái mig þá er ein leið betri en sumar aðrar til þess,

Að byrja á mér sjálfum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur