Er hægt að ætlast til þess að ég trúi því að Vígdís Hauksdóttir viti ekki hvað hún meinar þegar hún talar? Ég hef oft gaman að henni enda er hún ekki með neinn stoppara og lætur bara vaða. Við þolum að mínu viti aðeins meira af slíku í pólitíkinni…stundum. Vigdís er ekki meistari hins talaða […]
Ég er ekki sérlega hrifinn af hugmyndinni um inngöngu í ESB þó ég áskilji mér rétt til að hafa aðra skoðun gerist eitthvað spennandi og í dag ófyrirséð í þeim málum…. Ég er heldur ekki sérlega ánægður með RÚV alltaf. Ekki bara vegna slagsíðunnar sem ég þykist sjá þar í umfjöllun um ESB, og reyndar […]
Það er ekki andskotalaust að vera dómari. Dómarar skulu vera fólk sem gerir ekki mistök. Geri þeir hins vegar mistök geta þeir þurft að búa við það að sumir trúa því að mistökin hafi ekki verið mistök heldur sértæk aðgerð gegn öðru liðinu. Í dag skrifaði útvarpsstjóri merkilegan pistil vegna leiks ÍBV og KR í […]
Við erum á árlegum haustfundi sem þetta árið er haldinn á laugarvatni. Góður hópur dómara sem þar kemur saman til undirbúnings fyrir tímabilið. Ólíkt fólk úr ýmsum áttum, með allskonar vonir og væntingar, en allir með sama markmiðið. Að standa okkar plikt fyrir leikinn sem við öll elskum, körfubolta. Það er þarna sem mörg okkar […]
Ekki er öll vitleysan eins. Bjarni Ben vill ganga í það þjóðþrifaverk að leggja landsdóm niður. Illugi Jökulsson leggur út af þessu í nýlegri færslu. Þar kennir ýmissa grasa… Illugi er upptekinn af því að Bjarni hafi mögulega ekki vitað að til þess að leggja þessa ömurlegu stofnun niður þarf að breyta stjórnarskrá. Í framhaldi […]
Merkileg staða staðan í pólitísku umræðunni. Ýmist dauðaþögn eða svo stórlega barnaleg umræða að litlu tali tekur. Nú er verið að mynda ríkisstjórn. Það er að vonum ekkert íhlaupaverk, vel þarf að vanda til þeirrar vinnu. Umræðan í kringum þá atburðarás er á löngum köflum í besta falli bjánaleg. Össur blessaður neitar að horfast í […]
Lengi er von á einum, eða tveimur. Félagi Össur tekur ekki á heilum sér núna þegar hann sér að stjórnmálin hans eru eiginlega komin á öskuhaugana og leggst kylliflatur fyrir Framsóknarflokknum daglega í von um að fá að fljóta með. Og nú birtist Björn Valur í glimrandi góðu skapi og reynir eins og félagi Ögmundur […]
Sumt breytist eiginlega ekki. Spegillinn á rúv er þannig, þar er jafnan á vísan að róa. Ég vikunni fékk Jón Guðni Svan Kristjánsson til samtals. Svanur Kristjánsson er einn af þessum víðáttuhlutlausu fræðimönnum þjóðarinnar. Umræðuefnið; stjórnarmyndun. Tóninn í fræðimanninum var sérkennilegur. Mildilegur þegar talað var um Ólaf Ragnar og taldi hann búa að mikilli yfirsýn […]
Já já, auðvitað tapaði Sjálfstæðisflokkur þessum kosningum. Ekki er annað að heyra ef maður rennir í gegnum ummæli vinstri manna hvar sem til þeirra sést eða heyrist. Venjulegt fólk sér auðvitað fátt annað en herfilega flengingu Samfylkingar sem er sér enga hliðstæðu, hvorki fyrir eða eftir hrun. Þetta eru tíðindin. Meira að segja VG, algerlega […]
Nú líður að fyrstu tölum í kosningunum. Að venju sigra allir óháð niðurstöðunum. Samt er það þannig að sumir munu vinna eitthvað meira en aðrir, nákvæmlega eins og venjulega. Hroki fylgismanna ríkisstjórnarflokkanna hefur verið eftirtektarverður. Sauðheimsk þjóðin ætlar bara að kjósa ranga flokka….. Auðvitað snérust þessar kosningar um efnahagsmál, hvað annað. Vinstri stjórnin hefur að […]