Ég sit hér og horfi á Jóhönnu Sigurðardóttir tala frá alþingi í fréttatíma. Hún er reynslubolti hún Jóhanna og ætlar sér ekki að fara frá. Hún talar um að hún ætli sér að taka mótmæli alvarlega en þá með því að reyna að fá stjórnarandstöðuna að borðinu til að leysa vandann. Hún treystir á að […]
Hún Heiða vinkona mín á DV bloggar í dag um mótmæli og ofbeldi. Við verðum seint sammála við Heiða um skilgreininguna á ofbeldi og ég verð að leggja orð í belg einu sinni enn um þessi mál. Mótmælendur skýla sér oftast á bak við réttinn til tjáninga þegar þeir telja málsstað sínum best þjónað með […]
Þau válegu tíðindi voru að berast að álverið í straumsvík sé að breyta um framleiðslu og stækka. Þar hafa útlenskir menn með útlenska peninga sem líklega er vondir peningar, hugsanlega mafíósapeningar, ákveðið að fjárfesta hér á landi. Og ekki nóg með það…. ..þessi hegðun mun skapa 150 ný störf. Hvernig gat þetta farið framhjá Andra […]
Sjálfstæðisflokkurinn stóð sem betur fer í lappirnar í atkvæðagreiðslunni á þriðjudag. Þar héldu menn sig við grundvallarniðurstöðu í málinu áháð því hvort flokksmenn áttu hlut að máli eður ei. Samfylkingarfólk sumt telur að þarna hafi flokksagi ráðið og þingmenn ekki kosið eftir sinni sannfæringu. Kannski það… Ég held þó ekki. Það var og er samfella […]
Ég hef haldið því fram allt frá því að þessi guðsvolaða ríkisstjórn tók við að næsta ríkisstjórn yrði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Mörgum svelgist hreinlega á þegar þetta er nefnt og þurfti ekki skandalinn á alþingi í gær til. En þetta er nú samt verkefnið hvað sem hver segir. Það er öllum ljóst að ríkistjórnin er […]
Þær eru margar kenningarnar sem verða smíðaaðar í kringum atkvæðagreiðsluna frá því í gær og þær verða flestar ef ekki allar ættaðar frá fólki sem vill reyna að deyfa hlut Samfylkingarinnar. Andri Geir Arinbjarnason
það hefur verið óhemju áhugavert að sjá og heyra þingmenn Samfylkingar reyna að selja hugmyndafræðina á bak við atkvæðin sín í gær. Önnur eins afhjúpun hefur ekki sést í sögunni og er þó af ýmsu að taka. Skúli Helgason vill líklegast bara leggja landsdóm niður en þó ekki fyrr en hann hefur sent einn mann […]
Það var augljóst frá upphafi að alþingi myndi ekki geta unnið í landsdómsmálinu af neinni reisn hvorki pólitískri né persónulegri. Nú eftir atkvæðagreiðsluna er dauðaþögn. Góður maður og reyndur sagði mér að svona myndi þetta fara. Ég hélt í mínum barnaskap að meira að segja Samfylkingin hefði ekki svona aðferðir í vopnabúri sínu. Ég held […]
það fór eins og ég spáði. Löggjafarþingið pikkfast í klóm framkvæmdavaldsins setti alvarlega niður við atkvæðagreiðsluna yfir fjórmenningunum. Þeir sem héldu að ríkisstjórn búsáhaldanna myndi leiða okkur inn í nýtt Ísland hljóta að vera með böggum hildar. Margir munu sjálfasagt telja það sigur að Geir verði ákærður fyrir landsdóm þó ég hafi mínar stóru efasemdir. […]
Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar telur að ríkisstjórnin sem hún styður hafai ekkert við Sjálfstæðisflokk Bjarna Ben að gera. Ólína telur stjórnina eiga mörgum stórum og miklvægum verkum ólokið og ekki verður betur séð en að Ólína telji að þessi ríkisstjórn sé fær um það. Það alvarlegasta í þessu er að Ólína er ekki að grínast […]