Hversu mikil þarf pólitísk örvæntingin að vera til þess að Jóhanna Sigurðardóttir taki þá ákvörðun að snúa baki við vikugömlum skoðunum sínum og leggjast á augabragði eins og maðurinn sagði gegn Atla nefndinni og allri hennar vinnu? Hversu hryllilegt er ástandið innandyra í Samfylkingunni? Helmingurinn sem mætti til að hlýða á Ingibjörgu ræður í dag? […]
það sýnir hversu örvænting Jóhönnu Sigurðardóttur er stórfelld að hún skuli taka 100% Reykás snúning á einni viku og snúa baki við Atla nefndinni og stofna samtarfinu við VG í hættu. Samfylkingin er 5 mínútum frá því að springa í loft upp vegna málsins og því litlu að tapa að reyna að traðka á VG […]
Jóhanna Sigurðardóttir er ekki fædd í gær. þegar hún tók algera kúvendingu í afstöðunni til vinnu Atla nefndarinnar vissi hún vel að í venjulegu árferði væri slíkt politískt sjálfsmorð og ávísun á stjórnarslit. En hér er ekkert venjulegt árferði þegar kemur ríkisstjórninni og prinsippum. Steingrímur Sigfússon neitar hreinlega að taka afstöðu til fyrirskipana Jóhönnu um […]
Það fór eins og mig grunaði. Þingið, það er að segja framkvæmdavalds hluti þess, er að heykjast á því að þola þinginu, það er að segja löggjafanum, að senda ráðherra fyrir landsdóm! Leiðtoginn sjálfur sem stýrir öllu í þinginu hefur nú komist að því að nefndin sem hún bjó til var ónýt… ..og þar er […]
Andri Snær Magnason rithöfundur var í kastljósinu áðan. Hann er ekki eins skemmtilegur og mig minnti en greinilega finnst honum hann sjálfur afar skemmtilegur því sjálfsánægja var geggjuð alveg. Honum finnst skrýtið að vera afgreiddur sem 101 eitthvað eða listaspýra sem hann þó klárlega er en veigrar sér ekki við að kalla þá sem ekki […]
Andri Snær Magnason er svona Gunnar í krossinum. Hann sýður saman gríðarlega skemmtilegan orðgraut og söfnuðurinn hlustar dolfallinn. Predikarinn Andri Snær kann að setja saman frasa og orð. það er víst. Eins og aðrir predikarar segir Andri Snær það sem söfnuðurinn vill heyra. Það er vissulega stór hópur sem telur iðnað á Íslandi mikinn óþarfa. […]
Nú er það landsdómur sem er mál málanna. Verulega áhugavert mál frá ýmsum hliðum og við verðum öll að reyna að forðast að horfa á það út frá pólitískri stöðu. Mig langar mjög til að treysta löggjafanum til að leggja skynsamlegt mat á hlutina en reynist það erfitt. Aðskilnaður löggjafa og framkvæmdavalds er stundað á […]
Upp er komin undarleg og erfið staða í fótboltanum. KR hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnum dómara sé ekki treystandi vegna tengsla hans við FH en þessi félög eru að slást um titilinn í afar spennandi lokaumferðum. Þessi umræddi dómari dæmdi reyndar bikarúrslitaleik sem KR tapaði fyrir FH og þar varð honum það á […]
Svavar Gestsson gefst ekki upp í baráttu sinni fyrir Icesave samningnum sínum. Karlinn er pikkfastur í tíma sem er liðinn og missti af fjörinu öllu þegar þjóðin hafnaði klúðrinu hans eftirminnilega og afgerandi. Svavar veit greinilega ekkert hvar víglínan í þessari baráttu liggur núna og þusar bara um gamla tíð. það sem er auðvitað verst […]
Ég reyni að missa helst ekki af spjalli Guðmundar Ólafssonar við sjálfan sig á rás 2. Hann er víðáttuskemmtilegur þó að mér finnist hagfræðin hans ekki fimmauravirði á löngum köflum. Í morgun hafði hann eðlilega nokkrar áhyggjur af skattamálum. Guðmundur taldi skatta alltof háa hér og þeir stæðu framþróun fyrir þrifum. Um þetta deilum við […]