Ég var á Austurvelli í gær. Þar var blásið til stuðningstónleika til handa níumenningunum. Blíðskaparveður og margir mættir enda góðgæti á boðstólum. Einn níumenninganna, Snorri minnir mig að hann heiti, fór með algerlega magnað ljóð sem mér finnst endilega að einhver ætti að koma á prent. Fleiri níumenninga tóku til máls og reiðin er stór […]
Steingrímur skattamálaráðherra lærir seint. Hann hækkaði álögur á bensín og skatttekjur ríkisins af bensínlitranum drógust saman. Þá taldi hann það reyndar ekki skipta máli því skatturinn hefði verið hækkaður til að draga úr bensínnotkun! Það er varla nokkur eftir sem nennir að rökræða hagfræðina á bak við skattahækkanir í samdráttartímabili. Þórólfur Matthíasson myndi að vísu […]
Jón Ásgeir þykist vera kominn að fótum fram. það er flott taktík og fer vel í landann sem vill sjá blóð renna. Mér dettur ekki í hug að þannig sé um hann farið. Vígstaðan hefur breyst og hann berst nú fyrir öðrum málsstað. Sú barátta á að snúast um að við trúum því að hann […]
Sagan endurtekur sig í sífellu. Núna er héraðsdómur Reykjavíkur sneisafullur af fólki sem telur ofbeldi góða leið til tjáningar. Þar er verið að taka fyrir mál fólks sem ákært er fyrir brot gegn valdstjórninni ef ég skil þetta rétt. Mótmælendur svokallaðir en sú tegund fólks telur sig ekki þurfa að lúta öðrum lögum en sínum […]
það er auðvitað að gera Bubba of hátt undir höfði að vera að hafa opinbera skoðun á skrifum hans en ég læt það eftir mér þennan morguninn samt. Gamli gúanórokkarinn er nú genginn í lið með stærstu og mestu þjófum sögunnar og skilur ekki að þeir voru mennirnir sem settu hann svo að segja á […]
Hún dálítið undarleg umræðan um gæsluvarðhaldsúrskurðina í yfir Kaupþingsmönnum. Mér sýnist ein skoðun eiga að vera gild og aðrar ekki. Alltof margir sem leggja orð í belg virðast telja að svona gæsla sé dómur yfir mönnum. Og því fullkomlega eðlilegt að láta þessa skratta svitna smá á hrauninu. Þannig málflutningur er auðvitað út i hött […]
Ég bara verð að segja það að auglýsingarnar sem birtast á stöð 2 vegna Pepsi deildarinnar í fótbolta eru ropandi snilld. Ég er haldinn áunnu óþoli gagnvart auglýsingum… .. en stend mig að því að hlakka til að horfa á þessa trailera. Flottar hugmyndir frábærlega útfærðar… Verðlaunastöff. Röggi
Ég hvet alla til að lesa kostuleg samskipti þeirra Sveins Andra og Ólafs Arnarsonar á facebook. Ég veit ekki hvað var í matinn hjá þeim í gærkvöldi en eitthvað fór það þvert í spekingana. Ólafur Arnarsson er merkilegur nagli. Hann skrifar reglulega pistla á pressuna sem rekin er af strangheiðarlegum mönnum og grandvörum. Maðurinn er […]
Sumir hafa dálítið gaman að jonasi Kristjánssyni. jonas þessi hefur meðal annars unnið sér það til frægðar hin seinni ár að ritstýra einni af dapurlegustu útgáfum af DV sem menn muna eftir og er þar þó af nægu að taka. Eftir að hann hætti því tók hann að blogga af miklum móð og þolir engum […]
Fjármál og pólitík. Stórhættulegt samband og vandmeðfarið og við hér á okkar litla landi kunnum svo lítið að setja okkur reglur utan um þetta. Minn flokkur hefur lengi viljað hafa allt leyndó í þessum efnum og það hef ég aldrei verið mér að skapi. það er beinlínis óhollt og hættulegt að hafa ekki allt upp […]