Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 04.02 2008 - 23:42

Kjaraviðræður.

Kristján verkalýðsleiðtogi af suðurnesjum var í viðtali í fréttum í kvöld, einhversstaðar. Hann er í fararbroddi í samningaviðræðunum sem nú standa yfir. Þær fara furðuhljótt. Enginn slagkraftur. Menn skella ekki einu sinni hurðum. Öðruvísi mér áður brá. Hann er orðinn þreyttur á snakki um hluti sem hann segir ekki koma málinu við. Pælingar um gjaldmiðil […]

Mánudagur 04.02 2008 - 12:25

Aðförin að Ólafi.

Ég er sennilega með sömu þráhyggjuna varðandi umræðuna um Ólaf F og Egill Helgason, í öfuga átt við hann þó. Ég veit ekki með hvaða augum menn lesa blöð og fylgjast með fjölmiðlum. En það er nánast frábært að halda því fram að fjölmiðlamenn hafi ekki haldið því að fólki að Ólafur hafi ekki aðeins […]

Mánudagur 04.02 2008 - 09:45

Kuldakast hjá Eiði Smára.

Þá er Eiður Smári dottinn aftar á merina en undanfarið. Góður dagur í hans fótboltalífi þýða 10 leikmínútur. Ef hann fær þá að klæða sig. Og það þrátt fyrir að stórstjörnur sú fjarverandi við skyldustörf í Afríku. Mín kenning er að Barcelona hafi ákveðið að reyna að stilla honum út í janúar gluggann og því […]

Sunnudagur 03.02 2008 - 17:23

Flottur Björn.

Ég fæ sennilega að heyra það að ekki sé mark takandi á því að mér þotti Björn Bjarnason jaðra við að vera glerfínn í silfrinu í dag. Skítt með það, kallinn var fínn. Lét sér hvergi bregða og svaraði því sem hann var spurður að, að mestu. Var nánast í stuði og með sitt á […]

Laugardagur 02.02 2008 - 18:46

Óli Tynes.

Ég hef nú undanfarið velt því fyrir mér fyrir hvað 365 borgar Óla Tynes laun. Hvað gerir hann eiginlega? Jú hann dundar sér við lestur frétta á bylgjunni á klukkutíma fresti endrum og eins. Slappari og daufari lestur er hvergi annarsstaðar hægt að heyra. Hann er kannski skemmtilegur á vinnustað. Kannski snilldarfréttir eins og ekki […]

Fimmtudagur 31.01 2008 - 22:17

Hvað eru eðlileg laun?

Það væri synd að segja að forstjórar Glitnis væru vanhaldnir í launum og bónusum. Græðgi og spilling kemur upp í hugann. En ég veit ekki við hvern er að sakast beinlínis. Er einhver að svindla? VG mun halda því fram að þetta sé afleiðing einkavæðingar bankanna. Þar á bæ er söknuður eftir ríkisreknu spillingunni sár. […]

Fimmtudagur 31.01 2008 - 21:40

Landsliðsþjálfari í handbolta.

Nú þarf að finna landsliðsþjálfara í handbolta. Ég verð að hafa skoðun á því. Fjorir eru helst nefndir. Geir Sveinsson,Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og svo útlendingur. Frambærilegt allt saman. Margir veðja á Geir. Hann hlýtur að vera augljós kostur. Frábær ferill og einn magnaðasti leiðtogi sem við höfum átt. Ég er samt ekki sannfærður. Hann […]

Fimmtudagur 31.01 2008 - 10:25

Hver er sætastur?

Fegurðarsamkeppnir eru grafalvarlegt mál. Hávísindalegar og endanlegur dómur um fegurð, hið ytra allavega. Sigur í svona samkeppni getur rutt brautina hefði maður haldið. Eitt sinn fegurðardrottning ávallt fegurðardrottning. Eða fegurðarprins kannski. Mér vitanleg hefur engin stúlka verið svipt titlinum til þessa en Óli Geir varð fyrir því. Ekki vegna þess að hann hafi ófríkkað eftir […]

Fimmtudagur 31.01 2008 - 08:53

Bankar.

Í starfi mínu hitti ég oft bankamenn. Þeir eru eðli málsins samkvæmt ólíkir, þannig séð. Samt eitthvað svo líkir. Einsleit hjörð. Öndvegismenn allt saman. Bankarnir eru eins og þjóðin sjálf, ferlega óstöðugir. Sem er verra. Þeir ættu að vera mjög stöðugir. Sjá hluti fyrir og haga seglum eftir vindi og þá helst til lengri tíma […]

Miðvikudagur 30.01 2008 - 12:04

Byrgið.

Var að enda við horfa á kompás. Umfjöllunarefnið; byrgismálið frá ýmsum hliðum. þvílík hörmungarsaga. Nenni ekki að tala um Guðmund. Það hafa allir sömu skoðun á honum. Áhugaverðara er að tala um „kerfið“ okkar. Hvernig getur staðið á því að fólk heldur því fram að þrátt fyrir áform um að koma fórnarlömbum til aðstoðar þá […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur