Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 29.01 2008 - 21:43

Ráðist á garðinn.

Þá er Óskar Bergsson mættur til leiks. Og ræðst á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann er sumsé að tuða yfir því að borgin kaupi húsræflana á laugaveginum. Ég hélt að enginn sem tilheyrði gamla meirihlutanum ætlaði sér að ræða þetta mál. Þetta ekkisens klúður fékk nýji meirihlutinn í arf. Ef törfusamtökin hefðu ekki […]

Þriðjudagur 29.01 2008 - 09:00

Hvenær er nóg að gert?

Ég er varla mikið betri en aðrir með það að verja út í eitt það sem mér dettur í hug að gera að skoðunum mínum. Miklu auðveldara virðist að gera það heldur en að sjá að sér. Þess vegna held ég ótrauður áfram. Enginn vafi er í mínum huga að sagan mun fara ófögrum orðum […]

Mánudagur 28.01 2008 - 12:13

Þórunn umhverfis.

Ég hef verið að bíða eftir því að Þórunn umhverfisráðherra fari að láta að sér kveða. Hún og Geir virðast ekki sammála um neitt. Held reyndar að fáir menn kunni eins vel að meðhöndla svoleiðis í samstarfi en Geir. Og það mun örugglega reyna á þessa hæfileika hans á kjörtímabilinu. Hún er nefnilega fyrsti alvöru […]

Mánudagur 28.01 2008 - 10:25

Fýlukast.

Hvenær skyldi fýlukastið ná hámarki? Fúllyndið lekur af vinstri mönnum. Gamlir kommar skríða undan og kalt stríð skollið á. Í þeirra hugum. Blóðið ekki runnið svona ótt í mörg ár. Allt vegna þess að Dagur og félagar klúðruðu borginni. Og átta fulltrúar ráða en sjö ekki. Hvenær skyldi reiðin beinast að Degi? Af hverju gat […]

Sunnudagur 27.01 2008 - 23:56

Þrískipting valds.

Ólafur Páll heimspekingur fékk alltof lítinn tíma til þess að ræða þrískiptingu valds í silfrinu í dag. Ég hef verið með þetta á heilanum síðan ég heyrði Vilmund ræða þessi mál fyrir 1000 árum eða svo. Það á ekki að vera umsemjanlegt að vald á að vera þrískipt hér. það fæst af einhverjum ástæðum ekki […]

Sunnudagur 27.01 2008 - 13:14

Ný hugsun dana í handbolta.

Meira um handbolta. Viggó og Óskar Bjarni eru að tala um handbolta í sjónvarpinu núna. Þar er rætt um dani og aðferir danska þjálfarans. Ryfjast þá upp fyrir mér það sem ég skrifaði um muninn á Alfreð og danska þjálfaranum í heimsmeistaramótinu í fyrra. Mín skoðun er sú að aðferðir Alfreðs og reyndar flestra þjálfara […]

Sunnudagur 27.01 2008 - 00:17

Danir eru mínir menn.

Ég fagna því alveg sérstaklega að danir séu komnir í úrslit EM í handbolta. Held alltaf með dönum hver sem ég kem því við. það er eitthvað í danska eðlinu sem gerir þá að skemmtilegum íþróttamönnum. Hæfilegt kæruleysið er að gera mikið fyrir þá. Svo hjálpar þetta þeim í baráttunni við dönsku stelpurnar sem spila […]

Laugardagur 26.01 2008 - 23:10

Meira væl.

Það er naumast að hann er styggur í dag hann Egill silfurkóngur. Væl skal það heita að vera á öndverðum meiði við hann þegar kemur að túlkun á atburðarás síðustu daga í borgarmálum. Spuni verður hér skammaryrði og það frá manni sem hefur atvinnu af því að spinna. Krefur menn um rökstuðning en styðst sjálfur […]

Laugardagur 26.01 2008 - 11:33

Styð ég meirihlutann?

Ég hef verið spurður að því undanfarið hvort ég styðji nýja meirihlutann. Þetta er bráðeinföld spurning en svarið eitthvað flóknara. Ég styð sjálfstæðisflokkinn jafnvel þó mér finnst hann stundum alveg ferlegur. Þeir sem eru hættir að efast um flokkinn sinn eru að mínu viti búnir að tapa hæfileikanum til þess að þroskast pólitískt. Grundvallarskoðanir mínar […]

Föstudagur 25.01 2008 - 17:37

Skítug pressa.

það er bara þannig að þegar pólitískur rétttrúnaður og skepnuskapur rennur saman í fólki sem hefur svo vinnu af því að búa til blöð þá er auðvitað ekki von á góðu. Þeir hafa ekki verið sparir á það íslensku vitringarnir sem skrifa blöð að gagnrýna bandarísk stjórnmál. Oft með réttu. Sér í lagi hafa margir […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur