Björn Valur Gíslason er með Ólaf Ragnar á heilanum. Reyndar hafa vinstri menn verið með hann á heilanum lengi. Lengi vel voru gaurar eins og Björn Valur í klappstýruhlutverkinu. Það var þegar félagi Ólafur Ragnar gerði það sem Birni Val og hans liði fannst fallegt. Það eru einu prinsippin sem Björn Valur telur þess virði að verja þegar kemur að forseta Íslands.
Kannski þarf að halda því skilmerkilega til haga að Ólafur Ragnar er ekki minn maður. Var það ekki sem stjórnmálamaður og enn síður sem forseti. Leðjuslagur gömlu kommana núna um embætti forseta er aumkunarvert og í raun dapurlegt að þurfa að heyja þetta innanhússtríð vinstri manna úr þingflokksherbergjum VG og Samfylkingar til Bessastöðum. Stríð sem snýst í raun sama og ekkert um embættið heldur meira um persónuna Ólaf Ragnar.
Björn Valur hefur eftir því sem ég best fæ séð enga grundvallarskoðun á embætti forseta. Hann veit ekkert hvað þrískipting valds er. Honum finnst í aðalatriðum að forsetinn eigi að vera með réttar skoðanir. Og botnar hreint ekkert í því að forsætisráðherra skuli ekki ráða því hvernig embætti forseta fúnkerar.
Í dag skrifar Björn Valur grein um forsetann sinn. Grútmáttlaus grein og samhengislaus og ljóst að þingmaðurinn getur vart á heilum sér tekið af pirringi og það er ekki gott vegarnesti eingöngu þegar menn ryðjast fram undir þeim formekjum að þeir hafi eitthvað fram að færa.
Þessi áunni pirringur út í persónuna Ólaf Ragnar tók að gera vart við sig þegar hann ásamt allri þjóðinni að undanskilinni ríksstjórninni hans Björn Vals hafnaði Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem sumir ráðherrar lýðræðiselskandi töldu sig ekki þurfa að taka þátt! Talandi um að hæðast að þjóð….
Þann „glæp“ getur Björn Valur ekki fyrirgefið og það er eina ástæða þess hvernig þingmaðurinn ólmast. Dýpra ristir þetta nú ekki.
Og þegar Björn Valur snappar þá skrifar hann reiðigreinar og rífur kjaft. Þessir tveir eiga hvorn annan nefnilega skilið.
Öfugt við þjóðina…..
Röggi