Laugardagur 27.8.2011 - 01:23 - Rita ummæli

AGS hefur útskrifað sjúklinginn. Þannig er sagan sett upp nú þegar samstarfinu við AGS er að ljúka. Ríkisstórnin telur það sinn sigur að ekki varð fullkomið þjóðargjaldþrot en við hin munum hver það var sem gerði dílinn við AGS. Steingrímur og Jóhanna hafa sent hann á sakamannabekk og þurfa að lifa við þá skömm óbætta.

Það er bara ein leið frá botninum og við munum lyftast frá á endanum þrátt fyrir þessa ömurlegu ríkisstjórn sem ekki getur gert neitt rétt. Engu skiptir hversu mikið og oft pr snillingarnir reyna að segja okkur að vel sé að takast til.

Það sem snýr að samstarfinu við AGS hefur gengið eftir og auk þess hafa kröfuhafar átt bandamenn í ríkisstjórninni langt umfram það sem eðlilegt er. Eru allir búnir að gleyma Icasave?

Hinn endinn á sögunni er hvernig grundvarllarafstaða flokkanna sem mynda þessa stjórn er til atvinnulífs og fjárfestinga. Þar er unnin gengdarlaus skemmdarstarfsemi og stóru skollaeyrunum skellt þó allir aðilar hrópi og kalli.

Vinstri stjórnin veit betur. Við þurfum ekki fjárfestingu og hagvöxt. Þið munið að Þórólfur sagði okkur að neysluskattar myndu brúa bilið og Indriði og Steingrímur hafa fylgt þeirri villutrú.

Frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er brotið niður markvisst með þeim orðum að skatta verði að hækka til að auka tekjur ríkissins. Ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hefur tekið að sér að sanna, einu sinni enn, kenninguna um að aukin skattbyrði í niðursveiflu minnkar skatttekjurnar. Áfram er þó haldið enda liggur lífið við að viðhalda ríkiskerfinu sem er þó alltof stórt fyrir.

Ríkisstjórnin og fylgjendur hennar hafa að mestu gefist upp á að reyna að halda uppi vörnum fyrir vitleysuna heldur benda í sífellu á að staðan hafi verið erfið eftir hina. Það er fín fjarvsitarsönnun fyrir fólk sem er að mistakast að fullu eða hitt þó heldur. „Bíllinn var svo laskaður vinur minn að ég ákvað að klúðra viðgerðinni alveg“ Þér var nær…

Vel má vera að AGS hafi útskrifað Ísland en við eigum eftir að gefa ríkisstjórninni einkunn og ekki er nokkur vegur að hún fái nokkurn þann vitnisburð í næstu kosningum sem hægt væri að kalla útskrift.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 25.8.2011 - 11:51 - 3 ummæli

Órökstutt tal um jonas.is

jonas.is skrifar enn einn tímamóta pistilinn á síðuna sína í dag. Þar hefur hann uppi skoðun á málflutningi formanns félags sauðfjárbænda. jonas.is telur þann mann tala án rökstuðnings en hefur svo ekkert fyrir því að rökstyðja þá fullyrðingu frekar sjálfur.

jonas.is tekur nefnilega þátt í opinberri umræðu og beitir þá gjarnan fyrir sig stóryrðum og fullyrðingum sem eru stundum algerlega órökstuddar en ná eyrum fólks sem þarf ekki á rökstuðningi að halda.

jonas.is telur sig undanþeginn þeirri reglu að þurfa að rökstyðja neitt sjálfur og þolir engum að hafa athugasemdir við skrif sin.

Það er hans þátttaka í upplýstri rökstuddri opinberri umræðu.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 24.8.2011 - 09:03 - 5 ummæli

Hroki Ólínu

Ólína Þorvarðardóttir veit allt best. Hún er varaformaður sjávarútvegsnefndar og hún ætlar að keyra kvótafumvarpið í gegn sama hvað tautar og raular. Hún er að leiðrétta og lagfæra segir hún og tekur ekki mark á gagnrýni.

Enda öflugir aðilar sem halda úti andófi, nefnilega þeir sem græddu mest og sitja á gróðanum á meðan við hin töpum. Ólína höfðar til tilfinninga sem lifa góðu lífi með þjóðinni núna. Hún spilar á reiðina og helsærða réttlætiskenndina.

Ég geri ekki athugasemdir við upphaflega hugsun varaformannsins og skil hvað rak hana af stað. Nýlegt mat Landsbankans á því tjóni sem frumvarpið mun valda truflar Ólínu ekkert. Hún tekur ekki mark á slíku smotteríi.

Bankinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki einungis muni lánastofnunin sjálf verða fyrir alvarlegum búsyfjum heldur og ríkissjóður og þjóðin öll með skertum lífskjörum til langframa. Arðsemi greinarinnar muni minnka og endurnýjun útilokuð.

Nú er það þannig að þetta álit bankans er eiginlega alveg samhljóma allra annarra hagsmunaaðila sem um málið hafa fjallað. Allt í kringum borðið. Sjómenn og útgerðarmenn. Verkalýðshreyfing og atvinnulíf. En nei….

Ólína veit betur og lætur ekki þessi vondu öfl í þjóðfélaginu trufla sig. Réttlætiskennd margra er aum vegna kvótakerfissins. það er staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá. Þess vegna sest löggjafinn niður og býr til nefndir til að fara ofan í málið.

Ef lagfæringarnar gera illt verra og eyðileggja frekar en lagfæra er verra af stað farið en heima setið. Er gott að berja höfðinu við steininn? Af hverju geta atvinnustjórnmálamenn eins og Ólína leyft sér að tala niður til þeirra fjölmörgu sem hafa með málefnalegum hætti haft skoðun í málinu?

Hún heimtar leiðréttingu og réttlæti og það hljómar svo vel og er skiljanlegt. En ef frumvarpið nær ekki tilgangi sínum Ólína af hverju er því þá haldið til streitu? Þetta er barnaskólavinna. Skilgreinum verkefnið og finnum leiðir til að leiðrétta. Vandann þykjast menn hafa séð en leiðina til að leiðrétta og lagfæra alls ekki.

Um það eru allar aðilar málsins sammála og mun fleiri reyndar. En stjórnmál lúta undarlegum lögmálum. Stjórnmálamenn viðurkenna aldrei mistök og ef málið lítur vel út á yfirborðinu og er líklegt til skyndivinsælda þá er það það eina sem skiptir máli.

Þess vegna leyfir Ólína sér að tala af hroka og lítilsvirðingu til þeirra sem hafa málefnalega talað til hennar.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 23.8.2011 - 16:21 - Rita ummæli

Kvikmyndaskóli Íslands. Þetta er virðulegt nafn og smart og án efa full nauðsyn að halda úti slíkum skóla. Og það höfum við gert

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 23.8.2011 - 14:32 - Rita ummæli

Nú fer pólitíkin að upp af ótrúlega værum blundi spái ég. Samfylking horfir fram á það að ef fram fer sem horfir verður hún utan ríkisstjórnar eftir næstu kosningar. Það væri martröð sem ekki nokkrum manni þar hefði getað dottið í hug fyrir hálfu ári að væri möguleiki.

Vegna afstöðu Framsóknar til ESB og yfirgengilegs vanhæfis VG til ríkisstjórnarsamstarfs er aðeins einn valkostur eftir fyrir Samfylkingu eftir næstu kosningar, Sjálfstæðisflokkurinn, sem skyndilega sér fram á það að þurfa alls ekkert að tala við Samfylkinguna.

Það er því skiljanlegt að yfirlýsing Bjarna Ben um að slíta beri aðildarviðræum við ESB hafi komið af stað mikilli taugaveiklun eins og sést á skirfum ýmissa flokkshesta Samfylkingar.

Samfylkingin hefur lagt allan aurinn á eitt mál sem í augnablikinu virðist glatað fé þó ég geri mér grein fyrir því að skjótt getur skipast veður í því loftinu. Ekkert bendir þó til þess núna og ónotatilfinningin sem hríslast eftir hrygg Össurar við tilhugsunina um að Framsóknarflokkurinn fá utanríkisráðuneytið eftir tæp tvö ár er örugglega nístandi köld.

Ég spái því að við munum fljótlega sjá Samfylkinguna finna sér nýjan aðalóvin í Framsóknarflokknum.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 23.8.2011 - 10:39 - Rita ummæli

Úrsögnin

Ég hef varla skilið hvað rekur Guðmund Steingrímsson í pólitík. Kannski hefur honum fundist hann þurfa að feta þann veg verandi sonur pabba síns. Guðmundur sem er skemmtilegur og áheyrilegur oft hefur ýtt undir þessar pælingar með flakki á milli flokka hægri vinstri.

Í gær skrifaði hann svo nýjan kafla þegar hann ákvað að vera ekki Framsóknarmaður lengur. Það er vissulega engin höfuðsynd en trúverðugleiki Guðmundar þolir bara svo illa fleiri stórtíðindi af þessum toga.

Við lifum skrýtna tíma í póitísku tilliti. Stjórnmálaflokkarnir sjálfir eiga fullt í fangi með að finna sér stöðu í heimi þar sem fátt er eins og það var. Stór grundvallarmál standa óútkljáð og skoðanir liggja þvers og kruss á milli flokka sem eru að reyna að koma sér upp afstöðu sem hentar öllum innanborðs með erfiðismunum oft. Í því ljósi er kannski ekki undarlegt að einhverjir falli fyrir borð og finni sig ekki….

Guðmundur er með skoðanir og sannfæringu fyrir þeim sem hann lætur ráða eins og síðast þegar hann færði sig til, og þar áður einnig. Mér finnst eins og ég hafi heyrt eitthvað svipað áður. Flokkarnir yfirgáfu Guðmund og hann er því á berangri með skoðanir sínar sem hann segir eiga hljómgrunn allsstaðar.

Guðmundur vonast til þess að geta leitt saman fólk úr öllum áttum sem hafa sömu sýn á pólitíkina og hann. Guðmundur virkar allt að því rómantískur þegar hann talar um væntanlegan flokk utan um þessar skoðanir. Og þessi flokkur verður öðruvísi en fjórflokkurinn auðvitað. Það hafa þeir allir verið…

Ekki vitlaus hugmynd kannski en spurning hvort ímynd Guðmundar sem hins ístöðulausa stjórnmálamanns mun draga að fólk og fylgi.

Þetta er þá kannski enn ein atlagan að fjórflokknum sem hingað til hefur staðið slíkt af sér.

Af hverju ætli það sé?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 22.8.2011 - 22:14 - Rita ummæli

Guðmundur Steingrímsson finnur ekki básinn sinn í pólitík. Fyrir vikið hefur hann þvælst milli Framsóknarflokks og Samfylkingar og því er eins farið fyrir mér og mörgum öðrum að ég hef ekki getað komið auga á það hvaða erindi hann á almennt talað.

Nú hefur Guðmundur tekið þá ákvörðun að vera ekki lengur Framsóknarmaður. Það hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun eftir flokkaflakkið hans hingað til. Trúverðugleiki eru eiginleikar sem enginn stjórnmálamaður getur lifað án og Guðmundur Steingrímsson þarf að fara að finna sér stað ætli hann sér framtíð í faginu.

Það er bara þannig að stjórnmál dagsins í dag eru pínulítið upp í loft. Flokkarnir meira og minna í basli hugmyndafræðilega og eða í persónulegum deilum og stór stefnumarkandi framtíðarmál í deiglunni óleyst. Meira að segja menn með fastara pólitískt land undir fótum vita sumir harla lítið hvað morgundagurinn ber í skauti sínu…

Kannski er Guðmundur bara hugrakkur og rómantískur maður sem lætur eftir sér að fylgja sannfæringunni þó hún finni sér nýjan farveg í ástandi þar sem fátt er eins og það var.

Og fyrir slíka menn er enginn bás í pólitík….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 22.8.2011 - 15:35 - 4 ummæli

Harpa, Bubbi og vip partýið.

Og allt ætlar um koll aða keyra vegna Hörpu. Ljósin eru ekki eins svakalega stórkostlega geggjuð og einhver vonaði. Bubbi kóngur pirrar sig á því að leigður hafi verið skemmtibátur fyrir útvalda og þar drukkið kampavín yfir dýrðinni. Bubbi má svo dylgja um fólk þegar honum hentar en skammar svo aðra fyrir það sama….

Þetta er svo skemmtilegt. Kverúlantarnir eru í stuði og vilja ýmist meiri íburð eða minni nú eða allt öðruvísi íburð. Við höfum líklega aldrei haft efni á að byggja nokkurn skapaðan hlut og hvað þá að fagna því með kampavíni og kruðeríi.

Hvar er allt fólkið sem vildi blæða 30 eða 40 þúsund milljónum í húsið? Nú er þetta allt í einu sálarlaus og ljót bygging sem stjórnað er af fólki sem hugsar um fátt annað en veislur og kann ekki að gleðja þjóð sem vill miklu meira ljósashow.

Hvaða máli skiptir það þó stjórnendur hafi gert sér og útvöldum dagamun? Af hverju er mér ekki boðið í allar fínu veislurnar sem Bubba er boðið í til að geta stillt mér fallega upp fyrir séð og heyrt? Allt í einu vill enginn kofann og mér finnst ég hafa upplifað þetta í hvert skipti sem við höfum gert eitthvað. Perlan, ráðhúsið, borgarfjarðabrúin, síminn, litasjónvarpið, keflavíkuflugvöllur, 200 ára afmæli Reykjavíkur……..

Eftiráspekingar með nölduráráttu hafa alltaf verið til og verða áfram. Harpa er bruðl og það vissum við og við vissum líka að ekki myndu allir verða ánægðir með allt. Við hefðum líka geta látið okkur detta í hug að sumir yrðu meira aðal en aðrir á tyllidögum. Stjórnendur Hörpu eru ekki að finna það upp og það er enginn glæpur.

Harpa er flott og dýrt partý sem okkur var öllum boðið í.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 22.8.2011 - 10:36 - 4 ummæli

Magnús Orri og markmiðin

Magnús Ori Schram skrifar pistil á eyjuna í dag af því tilefni að formaður Sjálfstæðisflokksins veldur honum vonbrigðum með afstöðu sinni til viðræðnanna við ESB. Allt gott um þau vonbrigði að segja og ég skil þau svo mætavel og mikilvægt fyrir Samfylkinguna að reyna að finna einhversstaðar einhverja viðspyrnu í linnulausum mótbyrnum sem flokkurinn gengur í gegnum.

Það sem vekur furðu við lestur pistilsins er upptalning Magnúsar á þeim atriðum sem hann telur að Samfylking eigi að standa að þjóðinni til heilla. Þar kennir margra grasa og eitt og annað skynsamlegt sem þingmaðurinn telur fram;

„Mikilvægt er að ríkisstjórnin undir forsæti Samfylkingar leggi nú megináherslu á verðmætasköpun og markvissa atvinnusókn. Um leið og gætt er að þeim sem verst standa í samfélaginu á að stefna að nauðsynlegu aðhaldi í ríkisútgjöldum, hófsemi í skattlagningu, ábyrgri sókn í orkumálum í anda verndaráætlunar, réttlátri skiptingu arðs af auðlindum og endurskoðun landbúnaðarkerfisins svo auka megi nýsköpun og arðsemi til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. “

Svo mörg voru þau orð og þingmaðurinn hefur verið undrafljótur að læra að setja saman bragðmikinn texta sem hæfir atvinnustjórnmálamanni sem vill leiða umræðuna frá því sem hann er að gera til þess sem hann ætti að vera að gera en gerir þó alls ekki.

Auðvitað geta allmargir tekið undir þessi orð þingmannsins, nema þeir sem styðja þá ríkisstjórn sem Magnús Orri Schram styður. Það fólk hefur ekki leyfi til að halda þessum skoðunum uppi á meðan unnið er gegn þessum ágætu markmiðum af jafn mikilli einbeitingu og einurð og ríkisstjórn VG og Samfylkingar gerir.

Samfylkingin getur ekki látið eins og hún sé ekki í þessari ríkisstjórn. Hvorki Magnús Orri né neinn annar þingmaður í meirihlutanum getur skrifað á sig fjarvistarsönnun þegar kemur að því að gera upp þetta hörmungarkjörtímabil í næstu kosningum.

Enda er það rétt hjá þingmanninum að þetta gerist allt undir forsæti Samfylkingarinnar og við skulum öll muna það. Samfylkingin er akkúrat sá flokkur sem hann er í dag og ekki nokkurt mark takandi á mönnum sem reyna að halda öðru fram.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 19.8.2011 - 12:12 - Rita ummæli

Þráinn Bertelsson er magnað gaur. Mér finnst hann núorðið almennt vera öfugu megin við línuna sem við notum til að marka það sem siðlegt er í samskiptum. Orðaval hans mjög bratt og skilin milli þess að vera skeleggur og dónalegur ekki lengur til þegar Þráinn verður ósammála.

Nú er Þráinn ósammála öllum þeim fagaðilum sem hafa komist í að skoða má kvikmyndaskóla Íslands. Hann þykir ekki rekstrarhæfur að óbreyttu og gott ef ekki ýjað að óráðsíu og klaufagangi við rekstur skólans.

Slíkir smámunir skipta Þráinn ekki nokkru og hann gerir þetta að slíku þjóðþrifamáli að hann hyggst ekki samþykkja fjárlög nema gengið verið að því sem hann vill

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur