Fimmtudagur 17.3.2011 - 13:01 - 1 ummæli

Auðvitað verður að refsa Ferguson

Ég tilheyri fámennum en afar öflugum hópi manna sem heldur með WBA í enska boltanum. Þetta er lítill og sætur klúbbur sem er trúlega rekinn fyrir lægri upphæð en minjagripasalan á Old Trafford.

Það breytir þó ekki því að þetta félag lýtur sömu lögmálum og öll hin og lekmenn meiðast þar líka án þess að framkvæmdastjórar væli undan og WBA fær líka dómara til að dæma leikina eins og stóru klúbbarnir.

Dómarar eru merkilegt fólk og það eru framkvæmdastjórar líka. Framkvæmdastjórar sumir virðast telja að þegar dómarar gera mistök hljóti það að vera vegna þess að þeir hafi á því sérstakan áhuga sem þá beinist helst gegn félaginu þeirra.

Ég ber ómælda virðingu fyrir Alex Ferguson eins og flestir hljóta að gera. Eini ljóðurinn á honum er áunnið rugl hans gagnvart dómurum. Þar tapar hann stundum allri heildarsýn og sanngirni og sér helst bara þegar hann telur sig óheppinn en missir alveg af því þegar hann er heppinn með ákvarðanir.

Hann hefur nú verið dæmdur í 5 leikja bann fyrir ummæli um dómara sem hann hikar þó ekki við að endurtaka eftir dómsuppkvaðningu. Ég held að Alex Ferguson og reyndar mun fleiri geri sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt er að gera fólki upp óheiðarleika í starfi.

Hvernig ætli Alex Ferguson tæki því ef fjölmiðlamenn héldu því fram þegar hann stilir upp óvenjulega liði að þarna væri hann viljandi að reyna að tapa leiknum? það er nefnilega þannig að dómarar eru fólk eins og hann sjálfur.

Fólk sem vill bara gera vel en því miður gengur það ekki alltaf upp þrátt fyrir mikla reynslu og þjálfun. Þannig gerast kaupin á eyrinni hvort sem þú heitir framkvæmdastóri eða dómari og því er ólíðandi að menn eins og Alex Ferguson tali um dómara sem svindlara. Dómarar geta verið slakir og átt áberandi slaka daga og um það má að sjálfsögðu fjalla.

En það þarf að gera af fagmensku og virðingu fyrir heiðri fólks. Þar flaskaði Alex Ferguson á og því eðlilegt að fyrir það sé honum refsað.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 15.3.2011 - 13:33 - Rita ummæli

Ég var svona að vona að spádómar mínir um að þeir einir myndu sæta einhverri refsingu vegna hrunsins og bankaránanna yrðu stjórnmálamenn og fólk sem hægt er tengja við stjórnmálaflokka. Ég spáði þessu fljótlega eftir hrunið og enn hefur ekkert annað gerst en að Baldur Guðlaugssson og Geir Haarde eru á krossinum.

Að vísu náðist að negla tvo verðbréfagutta fljótlega fyrir klink og svo níumenningana og það má auðvitað ekki vanþakka. Þarna er okkur Íslendingum rétt lýst. Við höfum alltaf getað refsað stjórnmálmönnum og léttadrengjum en getum ekki hreyft við stórhöfðingjum.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 13.3.2011 - 11:25 - Rita ummæli

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 12.3.2011 - 22:19 - Rita ummæli

Lagatækni og siðferðissjónarmið Ragnars Önundarsonar

Ragnar Önundarson er um margt afar sympatískur maður. Hann hefur nú sagt sig úr stjórnum LV og framtakssjóðsins eftir umfjöllun um störf hans á kreditkortamarkaðnum en hann var forstjóri kreditkorta. Kastljós birti gögn í þætti sínum sem gera meira en að sanna samráð og markaðsmisnotkun og hvað þetta heitir nú allt sem virðist vera regla á Íslenskum markaði fremur en undantekning.

Ragnar hefur það umfram flesta aðra menn hér á landi að hann stígur til hliðar þegar svona umfjöllun á sér stað og umræðan verður sterk. Honum liggur rómurinn rólega og er að jafnaði auðmjúkur og leggur mönnum ekki til illt orð. Og hann sem sagt stígur til hliðar en ekki alveg orðalaust.

Mér sýnist Ragnar ætla að skáka í því skjólinu að löggjöf okkar gerir ekki ráð fyrir því að starfsmönnum fyrirtækja sé refsað fyrir það þeir gera í störfum sínum. Við höfum séð ömurlega hlið á þessu áður og það var þegar forstjórar olíufyrirtækjanna sættu ekki refsingu fyrir samráð heldur var kennitölunni sem þeir unnu hjá refsað en þeir gengu glaðir frá öllu með starfslokasamninga en fyrirtækið greiddi sekt sem var auðvitað sett út í verðlagið og þannig var kúnnanum refsað tvívegis.

Líklega er það rétt hjá Ragnari að hann muni ekki sæta refsningu vegna samráðsins sem hann vann við og stundaði. En við vitum öll að kennitölur stunda ekki samráð og svindl heldur fólkið sem vinnur við að reka kennitölurnar. Og þó að lagatæknilegur úrskurður sé að Ragnar hafi þar með ekki borið ábyrgð á eigin ákvörðunum kemst hann ekki undan siðferðissjónarmiðum hér.

Og því ber honum að stíga til hliðar sem hann og gerir. Og bendir okkur í leiðinni á hversu fáránlegt það er ekki er hægt að refsa mönnum sem stunda glæpi ef glæpirnir sem þeir fremja eru framdir í nafni fyrirtækja sem þeir stýra!

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 9.3.2011 - 16:02 - Rita ummæli

Hver man ekki eftir mótmælendum. Þetta var hávaðasamur hópur fólk með sterka réttlætiskennd sem birtist helst í óþoli gagnvart vanhæfum stjórnvöldum. Hópur þessi fór um stræti berjandi potta og pönnur og hafði borgaralegt gaman að því að óhlýðnast.

Sumir heimskir menn og líklega hægri sinnaðir héldu því fram að mótmælin snérust um pólitík en ekki prinsipp. Nú held ég að enginn nenni lengur að þræta fyrir þá staðreynd. Við höfum í dag algerlega vanhæfa og skemmandi ríkisstjórn og gef ekki fimm aura fyrir tal um að hún hafi tekið við svo aumu búi að ekki megi gagnrýna það sem hún gerir í dag. Það skálkaskjól er að verða okkur of dýrt…

Mér er spurn. Hvað þarf til? Af hverju rumskar réttlætisveran Hörður Torfason og allt hans fólk ekki þegar við horfum á ráðherra eins Steingrím rugla og bulla um skattaofbeldið hvort heldur það tengist bensíni eða öðrum tekjustofnum eins og launin okkar heita hjá helstu hugmyndasmiðum skattastjórnarinnar.

Ráðherrar brjóta lög eftir smekk og fá hrós frá leiðtogum fyrir. Pólitískar ráðningar án auglýsinga er regla. Stór fyrirtæki innlend eru í óða önn að reyna að koma sér úr landi að stórum hluta vegna fjandsamlegs viðhorfs og lagasetninga stjórnvalda. Erlendir fjárfestar fá ofnæmisviðbrögð sé minnst á Íslensk stjórnvöld.

Lýðskrum og reddingar spunameistara stjórnarflokkanna einkenna flest viðbrögð stjórnvalda sem eru að mestu laus við heildarsýn eða stefnu aðra en að rústa skattkerfinu og helfrysta allt sem gæti hugsanlega orðið til efla atvinnulíf og hagvöxt. Hagvöxtur hefur lengi verið eitthvað sem vinstri menn telja óþarft röfl peningamanna og gráðugs hægra frjálshyggjufólks.

Í tvö ár hefur þessi fullkomlega vanhæfa ríkisstjórn látið reka á reiðanum. Að vísu hafa ráðherrar VG verið starfsamir nokkuð með Steingrím og Svandísi í farabroddi. Svandís unir sér ekki hvíldar í viðleitini sinni til að koma í veg fyrir atvinnuskapandi verkefni í iðnaði og Steingrímur vann baki brotnu í heilt ár í stríði við okkur öll til að fá okkur til að gefa útlendingum 700 milljarða. Ögmundur innanríkis dundar sér svo við það reyna að grafa undan dómstólum þegar þeir kunna ekki að dæma rétt.

Ráðherra Samfylkingar hafa það flestir fram yfir þau að hafa ekki gert neitt og þegar um þessa stjórn er rætt eru það góðar fréttir. Reyndar hefur Árni Páll dúkkað upp endrum og sinnum til að segja okkur að hann sé að redda öllum okkar málum pronto í Brussel.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 7.3.2011 - 13:21 - Rita ummæli

Ég held með WBA i enska boltanum og hef gert lengi. Við erum jójó lið sem brillerar annað hvert ár í næst efstu deild en fellur svo hitt árið með sæmd eins og það er stundum kallað. Þetta er smáklúbbur sem er trúlega rekinn fyrir minni upphæð en minjagripabúðir stóru klúbbana. En ég er stoltur stuðningsmaður samt.

Ég er líka mikill aðdáandi Alex Ferguson eins og líklega flestir eru þó örugglega sé erfitt að gangast við því stundum. Lifandi goðsögn sem alltaf virðist geta búið til lið sem nær árangri. En það er með hann eins og aðra menn að ekki eru allir dagar góðir.

Hann er búinn að koma sér upp frekju og fýlukasti út í allt og alla undanfarið og það tengist bara því að liðið hans er ekki að skila því sem hann vill. Vörnin sem tryggði honum hvern sigurinn ofan í annan er fjarverandi að hluta eða öllu leiti nú um stundir og þá er ekki að sökum að spyrja,

En gamli maðurinn hefur fundið óvini sem hentugt er að ræða um frekar en árangurinn. Nefnilega fjölmiðlamenn og dómara. Þetta hefur gerst áður hjá honum en núna er að keyra um þverbak. Dómarar eru aðeins til umræðu þegar sá gamli telur sig fara illa út úr þeirra ákvörðunum og alls ekki öfugt.

Fjölmiðlar eru svo bannfærðir hver á eftir öðrum af því þeir kunna ekki skrifa söguna eins og Fergie vill. þetta er dapurlegt og þó ég ætli mér ekki að reyna að hafa meira vit en Alex Ferguson á fræðunum að þá er þetta að mínu mati ekki hugafar eða hegðun siguvegarans.

Íþróttasagan er sneisafull af dæmum þar um þjálfara og lið sem missa sjónar á því sem skiptir máli og allt fer í handaskol. Í fyrra ákvað knattspyrnudeild KR að gera flotta frammistöðu dómara í bikarúrslitaleik að stórmáli dögum saman og tímbilið fór út um þúfur með það sama.

Nú nýverið ákvað handboltadeild Fram að leggja fram ónýta kæru vegna leiks og forrráðamenn deildarinnar fóru mikinn. Kæran tapaðist og liðið hefur ekki unnið leik eftir þann sirkus allan. Mýmörg svona dæmi er til….

Mér finnst framkoma Ferguson þessa dagana út í hött og hann hefur tapað húmornum og mér kæmi ekki á óvart að liðið ynni ekki deildina þetta árið…

En sagan hefur líka kennt mér að þessi tiltekni Ferguson skrifar söguna aftur og aftur…..

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 4.3.2011 - 09:18 - 1 ummæli

Til hamingju Helgi Hjörvar!

Lengi er von á einum segir einhversstaðar. Helgi Hjörvar stóð upp í gær í þinginu og sagði það sem margir hugsa. Í prinsippinu er út í hött að fara út í æfingar til að sniðganga dóm hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu. Fyrir svo utan að með þessu stjórnlagaráði er hugmyndin sjálf orðin útþynnt og vægið að engu orðið.

Helga hefur tekist það sem til að mynda innanríkisráðherranum tekst alls ekki og það er horfa á málið út frá grundvallaratriðum en ekki bara hvað hentar níðþröngum pólitískum hagsmunum. Það er grafalvarlegt að alþingi sem er löggjafarvald skuli sætta sig við það að framkvæmdavaldið vaði yfir allt og alla á skítugum pólitískum skóm sínum.

Hér stendur Helgi Hjörvar í fæturna og hugsar lengra. Hann lætur sér ekki nægja að láta lítilmótlegustu prinsipp stjórnmálanna ráða husgun sinni heldur hugsar um heildarmyndina og hversu mikilvægt er að bera virðingu fyrir þrískiptingu valdsins.

En þessi vesalings þjóð heldur bara áfram að láta sig svona smámuni engu varða. Við höldum bara áfram að nöldra í hvert öðru og kvarta undan spilltum og ónýtum stjórnmálamönnum og mætum svo og merkjum við Ögmund eins og ekkert hafi í skorist.

Eitt er að vera ósammála í pólitík og takast á um það en við hljótum öll að verða að vera sammála um að losa okkur við þá hugsun að einu hagsmurnir sem máli skipta séu pólitíkusanna og í þeim hagsmunarekstri séu öll meðöl leyfileg og grunnstoðir eins og dómstólar léttvægir og til skrauts nema þeir komist að réttum niðurstöðum.

Þannig getum við byrjað á nýrri hugsun. Takist það er mönnum eins og forystumönnum VG ekki sætt á löggjafarsamkomu okkar.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 3.3.2011 - 12:26 - Rita ummæli

Andri Snær Magnason rithöfundur var í sjónvarpinu í gær. Hann er eins og allir vita á móti iðnbyltingunni og telur að við getum öll dregið fram lífið án þess að framleiða annað en bækur. Allar framkvæmdir sem guðspjallamaðurinn telur raska nátturunni eru vondar.

Andri Snær notar orð eins og peningamenn og gróðahyggja sem skammaryrði. Hann slær um sig og slettir og fullyrðir og nennir ekki að svara spurningum. Hann er bara með framsögu og þegar hann heyrir sig tala veit hann að hann er að fara með staðreyndir.

Allt erlent, allt sem tengist peningum öðrum en þeim sem þarf að nota til að framleiða bækur og borga listamannalaun, er vont. Náttúran okkar er svo yfirgengilega mögnuð að ekki má með nokkru móti hafa það þannig að nokkur geti notið hennar. Malbikaður vegur yfir Kjöl? Kemur ekki til greina…

Andri Snær er ofstækismaður. Stundum áheyrilegur og sniðugur og kann að lemja saman skemmtilegum orðum sem honum finnst greinilega gamanað heyra sig segja. Andri Snær þolir ekki erlend fyritæki sem vilja græða peninga. Það er vont. Hverjir mega að hans mati græða peninga?

Hvað er það sem knýr vélina? Er málefnalegt að halda því alltaf fram að samasemmerki sé milli þess að vilja hafa hagnað af rekstri

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 3.3.2011 - 11:57 - Rita ummæli

Í aðdraganda síðustu kosninga komu ótrúlega margir Sjálfstæðismenn að máli við mig og voru flokknum reiðir. Vildu refsa honum í viðleitni til að gera flokkinn að betra stjórnmálaafli. Ég hafði og hef ákveðna samúð með þeirri hugsun í sjálfu sér þó ég hafi þá þegar bent þessu fólki á að aðferðin sem stóð til að nota væri fráleit.

Vissulega hafa yngri kjósendur það sér til málsbóta þegar þeir kjósa yfir sig hreinræktaða vinstri stjórn að hafa ekki haft slíka stjórn yfir sér áður. Nú eru áróðursmeistarar til vinstri að hefja herferð til að selja okkur það að hér sé allt að rétta sig við með batnandi tíð með blóm í haga. Vissulega hlaut eitthvað að hjarna við hjá okkur og það þrátt fyrir þessa hörmulega ríkisstjórn.

Við búum vel í fjármálaráðherra sem telur bensinhækkunina gott mál enda dragi með henni úr notkun á bensíni. Hvað þýðir svona tal? Hvað þarf til að koma hjólum atvinnulífs af stað? Hvað er hagvöxtur?

Við sem lifum ekki við þau fríðindi að fá frítt eldsneyti og búum ekki öll nærri okkar vinnustað þurfum hvað sem tautar og raular að nota bílinn okkar. Nú þegar skattaofbeldið er okkur flest að kæfa hefur lund Steingríms sjaldan risið hærra.

VG fagnar líka í hvert skipti sem tekst að koma í veg fyrir orkufrekan iðnað. Vinir nátturunnar með ofstækismanninn Andra Snæ sem heldur að við lifum ölla af því að borga honum listamannalaun fagnar ákaft og þetta fólk heldur áfram að selja okkur það að orkufrekur iðnaður þýði alltaf náttúruspjöll.

Ég bið í ofvæni eftir því að „eitthvað annað“ átakinu verði hrint í framkvæmd. Það verður bráðhollt og atvinnuskapandi og alveg víst að engin erlend fyrirtæki muni græða þar um leið og við. Engir „peningamenn“ eins og hinn sjálfumglaði rithöfundur kýs að kalla þá sem starfa við iðnað en ekki bóksölu.

Ég nenni ekki að halda því fram að allt í hugmyndafræði hægri mann sé fullkomið né heldur að ekki hafi verið gerð mistök í tíð Sjálfstæðisflokksins. En ég held því bísperrtur fram að sú stefna sem við keyrum á núna er í grunninn ónýt í góðæri og beinlínis hættuleg í hallæri.

Hættum að rífast um Icesave og ESB enda eru það mál sem eru í farvegi hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Tölum um efnhagsmál því þau eru mál málanna núna.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 2.3.2011 - 10:19 - 1 ummæli

Hvernig endurnýjar maður traust?

Félagi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er gamall hundur í pólitík. Hann kann sinn orðhengilshátt utanbókar og hefur þétta reynslu í að snúa vonlausri stöðu upp í stórsigur með magnaðri málnotkun og túlkun staðreynda.

Nú hefur Ögmundur komist að þeirri niðurstöðu að Ástráður Haraldsson sem sagði af sér sem formaður landskjörstjórnar fyrir örfáum dögum hafi nú það sem ráðherrann kallar „endurnýjað traust“ til setu í kjörstjórn. Þessi endurnýjun byggir ef ég skil þetta rétt á þvi mati VG að hæstiréttur kunni ekki að komast að „réttri“ pólitískri niðurstöðu.

Svona þvætting setur enginn betur saman en hinn þrautreyndi stjórnmálahundur sem hefur fyrir löngu lært að tilgangurinn helgar alltaf pólitískt meðalið. Þarna er hið nýja Ísland í dag og litli ríkisflokkurinn lætur ekki að sér hæða né munar hann um að lítilsvirða hæstarétt þegar hagsmunir flokksins þurfa pláss.

Ástráður þessi Haraldsson hefur svo lýst því yfir að hann hafi hreinan skjöld aðeins örfáum dögum eftir að hann hrökklaðist úr embætti formanns landskjörstjórnar. Hversu lágt nenna menn að leggjast spyr ég og velti fyrir mér faglegum metnaði og heiðri þessa lögmanns. Þær körfur er ég fyrir löngu hættur að gera til ráðherrans.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur