Föstudagur 10.9.2010 - 14:03 - 1 ummæli

Landsdómur og löggjafarþingið

Nú er það landsdómur sem er mál málanna. Verulega áhugavert mál frá ýmsum hliðum og við verðum öll að reyna að forðast að horfa á það út frá pólitískri stöðu. Mig langar mjög til að treysta löggjafanum til að leggja skynsamlegt mat á hlutina en reynist það erfitt.

Aðskilnaður löggjafa og framkvæmdavalds er stundað á Íslandi og er ekki til almennilegrar umræðu. Og nú á löggjafarþing sem situr og stendur eins og framkvæmdavaldið vill að fara að taka ákvörðun um það hvort tilteknir fulltrúar valdsins verði dregnir fyrir landsdóm.

Er ekki eitthvað bogið í þessu? Þetta er enn eitt dæmið um nauðsyn þess að við förum að notast við system sem gerir út á þrískiptingu valds. Við erum oft að rífast um afleiðingar en nennum ekki að tala um orsakir.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 9.9.2010 - 17:23 - Rita ummæli

Upp er komin undarleg og erfið staða í fótboltanum. KR hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnum dómara sé ekki treystandi vegna tengsla hans við FH en þessi félög eru að slást um titilinn í afar spennandi lokaumferðum.

Þessi umræddi dómari dæmdi reyndar bikarúrslitaleik sem KR tapaði fyrir FH og þar varð honum það á að dæma tvær vítaspyrnur á KR, réttilega að mínu mati, og því gleyma röndóttir illa. Og nú á hann að dæma risaleik í næstu umferð hjá KR.

Þarna eru nokkur sjónarmið áhugaverð. Dómaranefnd KSÍ velur að sjálfsögðu dómara en ekki félögin sjálf. Það er grundvallaratriði sem ekki má hvika frá. Þegar KR tekur málið upp opinberlega er endanlega úr sögunni að færa til dómara hafi sá möguleiki verið fyrir hendi á einhverjum tímapunkti. þar ræður fordæmisgildið mestu…

KR treystir dómaranefnd KSÍ ekki til þess að meta hlutgengi dómara. Besta leiðin og sú sem fagmannlegust er og best fyrir bransann í heild er að gera sínar athugasemdir við þá sem raða dómurum og treysta þeirra fagmennsku sem byggist á hlutleysi.

Ákvörðunin um að gera málið opinbert á þessu stigi einkennist af ójafnvægi og verður engum til góðs. Mér finnst þarna tekin ákvörðun um að una ekki úrskurði hlutlausra fagaðila og fara með málið fyrir dómstól götunnar.

Fyrir þeim dómstóli gilda engin rök. Þar hafa menn skoðanir eftir því með hverjum þeir halda. Ég hef ekki trú á þannig vinnubrögðum og sé ekki hvernig KR eða KSÍ á að geta fengið vinningsstöðu í þessum leik.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 9.9.2010 - 10:51 - 3 ummæli

Svavar og Icesave

Svavar Gestsson gefst ekki upp í baráttu sinni fyrir Icesave samningnum sínum. Karlinn er pikkfastur í tíma sem er liðinn og missti af fjörinu öllu þegar þjóðin hafnaði klúðrinu hans eftirminnilega og afgerandi. Svavar veit greinilega ekkert hvar víglínan í þessari baráttu liggur núna og þusar bara um gamla tíð.

það sem er auðvitað verst í þessu er að gamli allaballinn á sér dygga stuðningsmenn í ríkisstjórninni. Ef eitthvað er að marka félaga Svavar er þetta fólk enn sannfært um að Icesave samningurinn sér stórsigur.

Hvað þarf til að opna augu þessa fólks?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 8.9.2010 - 09:03 - 3 ummæli

Guðmundur Ólafsson og skattamálin

Ég reyni að missa helst ekki af spjalli Guðmundar Ólafssonar við sjálfan sig á rás 2. Hann er víðáttuskemmtilegur þó að mér finnist hagfræðin hans ekki fimmauravirði á löngum köflum. Í morgun hafði hann eðlilega nokkrar áhyggjur af skattamálum.

Guðmundur taldi skatta alltof háa hér og þeir stæðu framþróun fyrir þrifum. Um þetta deilum við Guðmundur ekki nema þá helst við Indriða sjálfan og þórólf Matthíasson.

Guðmundur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það hafi verið ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem hafi hækkað skattana og þess vegna væri þetta svona. Ríkisstjórnin sem nú sæti hafi að mestu skorið niður en ekki hækkað skatta.

Þetta minnir mig á annan merkilegan fræðimann, Stefán Ólafsson, sem þrætti árum saman fyrir það að ríkisstjórn Davíðs væri að lækka skatta en þegar allt féll hér taldi þessi sami Stefán að skattalækkanir Davíðs hafi verið fóðrið sem hrunið nærðist á.

Vissulega skemmtilegir fýrar báðir tveir en hver getur tekið mark á svona tali? Sú ríkisstjórn sem nú situr mun verja alltof stórt ríkisapparat út yfir gröf og dauða með skattahækkunum og forðast niðurskurð.

Þannig er þetta og er öllum kunnugt nema einstaka hagfræðingum sem ruglast á fræðunum sínum og stjórnmálum.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 6.9.2010 - 09:12 - 2 ummæli

Rétthugsandi fjölmiðlar….

Lög um fjölmiðla eru nauðsyn. það er leitun að fólki sem viðurkennir það ekki. Meira að segja þeir sem vildu af ónýtum pólitískum ástæðum ekki styðja lög um fjömiðla á sínum tíma hafa opnað augu sín og séð það sem blasti við allan tímann.

Því miður kemur það í hlut núverandi menntamálaráðherra að lemja saman frumvarp um fjölmiðla. Því miður vegna þess að VG þekkir ekkert annað en forsjárhyggju og ríkisskoðanir. Fátt er meira gaman en að setja á laggirnar stofnanir sem eiga að hugsa og ákveða fyrir okkur borgarana.

Inn í slíkar stofnanir eru þá settir rétthugsandi og góðir aðilar sem munu leiða okkur áfram. Hver á að ákveða hvað eru góðar skoðanir og á hvaða forsendum á að loka fjölmiðli vegna þess sem þar er sagt?

Hugmyndin um að búa til apparat sem hefur alræðisvald í þá veru að ákveða hvað eru góðar skoðanir og hollar og hverjar ekki eru stórvarasamar en ekki óvæntar úr þessari áttinni. Þetta má ekki verða.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 2.9.2010 - 17:35 - 2 ummæli

Uppstokkunin…….

Ríkisstjórnin hefur fundið leið til að viðhalda sjálfri sér. Skipt er út ráðherrum og tilgangurinn er eingöngu einn. Að tryggja í ofboði eitthvert það jafnvægi sem gæti gefið vinnufrið. Þetta er í sjálfu sér smart allt saman og kannski heldur þetta ógnarjafnvægi og fólk getur farið að vera heiftarlega ósammála við ríkisstjórnarborðið í miklum kærleik.

Ríkisstjórnin er eins og stökkbreyttur vírus. Það eru engin málefni sem halda henni saman. Hún lifir bara til að lifa. Samfylkingin hefur gefist endanlega upp á VG og heldur bara sinn veg á leið sinni í ESB og VG fær að leika lausum hala á meðan með fáránlega afstöðu til atvinnuuppbyggingar og skatta.

Niðurlæging Samfylkingarinnar er fullkomnuð og spái því að óþol flokksins til VG muni vaxa en ekki minnka við þennan kapal.

Og við öll súpum seyðið af vitleysunni.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 2.9.2010 - 14:14 - Rita ummæli

Vandi Reykjanesbæjar er stór og um það efast enginn. Árni Sigfússon fékk erfitt verkefni og margir minnast þess hvernig hann höndlaði það og stóð keikur í stafni og barði mönnum von í brjóst þegar herinn fór. Þá öfunduðu ekki margir Árna Sigfússon….

Vel má vera að menn hafi farið of geyst eða tekið of mikla áhættu en ég er ekki viss um að aðrir hefðu gert öðruvísi við þáverandi aðstæður. Kjósendur á svæðinu vilja Árna, um það þarf ekki að efast þrátt fyrir allt.

Ég held að margir suðurnesjamenn telji vandann í dag vera fjandsamlega stefnu ríkisstjórnarinnar og þó sér í lagi VG í atvinnumálum en ekki áhættu sem var tekin í nærri vonlausri stöðu.

Kannski stefnir í Keflavíkurgöngu en með allt öðrum formerkjum en áður.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 2.9.2010 - 12:18 - Rita ummæli

Árni Sigfússon liggur vel við höggi. Staða Reykjanesbæjar er ferleg alveg. Ég þekki ekki alla þræði málsins og vel getur verið að menn þar hafi farið of bratt og hratt og tekið sénsa sem nú koma af krafti í bakið á suðurnesjamönnum.

Hvernig ætli standi á vinsældum Árna þar? hann er kosinn með algerum yfirburðum til að leiða pólitíkina aftur og aftur og það þrátt fyrir að vandinn hafi ekki verið neitt leyndó. Kannski muna menn eftir því hvernig Árni af myndarskap og reisn stóð í stafni þegar herinn fór og barði sjálfum sér og öðrum bjartsýni í brjóst og kenndi mönnum að það væri von.

Þá vildi ekki margir kaleikinn hans Árna sem þótti í vonlausri stöðu í djobbi sem enginn vildi sjá. Ég veit ekki hvort einhver hefði gert hlutina mikið öðruvísi en Árni þá í aðalatriðum. nema VG auðvitað. Þau hefðu ekki gert neitt. Þau hefði lagst gegn allri uppbyggingu.

Eins og þau gera núna. Vandi Reykjanesbæjar er vissulega ærinn og ábyggilega heimatilbúinn og kannski að hluta óþarfur. En ráðherrar VG gera fátt annað en að koma í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífs hvort heldur sem er á suðurnesjum eða annarsstaðar.

Kannski styttist í nýja Keflavíkurgöngu og í þeirri göngu

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 1.9.2010 - 16:27 - Rita ummæli

Nú vex titringur vegna stöðu Reykjanesbæjar og kannski ekki að ástæðulausu. Þar virðast menn hafa tekið mikla áhættu í afar þröngri stöðu. það vill gleymast.

Ég þekki ekki smáatriði mála en man þó eftir örvæntingunni sem varð þegar allt hrundi þar við brottför hersins. Þá tók Árni Sigfússomn keikur í stafni til óspilltra málanna og vel kann að vera menn hafi farið of hratt og of bratt. Ég er þó ekki viss um aðrir hefðu gert betur eða mikið öðruvísi.

Árni Sigfússon náði glæstri kosningu í vor þó öllum Suðurnesjamönnum væri vandinn að mestu ljós. Hvernig má það vera?

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 1.9.2010 - 00:09 - Rita ummæli

það fór eins og ég sagði. Gylfa ráðherra viðskipta yrði fórnað

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur