Miðvikudagur 11.8.2010 - 22:53 - Rita ummæli

Ég sá sem betur fer ekki nema fyrri hálfleik landsliðisins í fótbolta í kvöld. Ég skil vel að þjálfarar vilji fá sem flesta leiki fyrir sitt lið en ég skil hreint ekki af hverju leikmenn sem eru valdir til að spila svona æfingaleiki virðast ekki hafa neinn sérstakann áhuga á verkefninu.

Okkar maður Eiður Smári virkar hreinlega eins og feitur og latur gamall maður sem hefur týnt neistanun og gleðinni um leið og forminu.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 11.8.2010 - 15:55 - Rita ummæli

Gylfi Magnússon stendur í stórræðum blessaður. Hann sagði þjóðinni ekki frá því að lögfræðingur hefði komist að þeirri niðurstöðu að líklega væri gengistrygging lána ólögleg. Gylfi þagði um þetta og gott betur. Sagði þinginu liklega ósatt og um það verður aldrei nein sátt.

En ég velti fyrir mér, í hvaða stöðu var viðskiptaráðherra með þetta lögfræðiálit í höndum? Átti hann kannski að skella því á heimasíðu ráðuneytisins á þeim tíma? Var eki talsverð réttaróvissa um málið? Hvernig hefði farið fyrir Gylfa ef han hefði blásið þetta út og dómur hæstaréttar orðið á aðra lund en varð?

Var ekki eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu dómstóla enda fyrirséð að málið færi þá leið? Ég veit að Gylfi lítur ekki vel út núna tafsandi í fjölmiðlum og reynir að bulla sig út úr vandanum. En á hann sér engar málsbætur?

Þetta er sami söngurinn sem heyrðist þegar upplýstist að seðlabankinn hafi vitað af vonlítilli stöðu bankanna í ársbyrjun 2008. Þá komu eftirásérfæðingar og skildu alls ekki af hverju bankinn bara lét ekki þjóðina vita.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 10.8.2010 - 13:43 - 3 ummæli

Kögunarhóllinn og þrískipting valds

Ég er dálítið sérstakur með það að hafa eindreginn áhuga á þrískiptingu valds. Ég hef burðast með þetta síðan Vilmundur Gylfason tók það mál upp á sína arma. Þeir sem fóru með völdin þá fussuðu og þeir sem hafa farið með þau síðan hafa fundið öllum hugmyndum um þessa þrískiptingu allt til foráttu.

Fólk sem ég ber virðingu fyrir segir mér stundum að ég misskilji málið. Okkar kerfi bjóði helst ekki upp á svona lagað. Ég man ekki í augnblikinu hvað þær heita skilgreiningarnar á fagmáli og mér er í raun sama. Þrískipting valds er ekki eitthvað ofan á brauð. Skiptingin er grunnatriði í okkar stjórnarskrá og ekkert samningsatriði.

Ef systemið okkar passar ekki utan um þrískiptingu valdsins þá þarf að breyta systeminu en ekki öfugt. Þorsteinn Pálsson er einn besti rýnir okkar i dag og skrifar læsilegasta texta allra. Hann var að tæpa aðeins á þessu máli af kögunarhóli sínum í Fréttablaðinu.

Tilefnið var hugmynd Samfylkingar um að ráðherrar flokksins ættu ekki að sitja á þingi en það gera þeir reyndar enn. Þorsteinn er ekki hrifinn af þessu og telur að þetta myndi ekki styrkja stöðu þings gagnvart framkvæmdavaldinu og myndi auk þess auka á ójafnvægi milli meiri og minnihluta þings ef ég skil hann rétt.

Vel kann að vera að þetta sé rétt enda held ég að það eitt að ráðherrar sitji ekki sem þingmenn dugi hvergi nærri til þess að skilja að framkvæmda og löggjafarvald. Það „lúkkar“ kannski vel en dugar ekki.

Kjósum framkvæmdavaldið, forseta eða forsætisráðherra, beint og löggjafann í öðrum kosningum. Framkvæmdavaldið sæi ekki ekki um að setja lög, skipa dómara og svo framvegis enda gerir stjórnarskráin ráð fyrir að svo sé ekki.

Ég veit að þetta er stórt mál og að mörgu er að hyggja ef við viljum færa þetta til betri vegar hjá okkur. En af hverju ekki? Voru menn að grínast þegar þetta var sett í stjórnarskrá? Er það kannski hluti af endurskoðun hennar að hverfa frá hugmyndum um þrískiptingu valds af því að það er flókið?

Ég hvet Þorstein Pálsson til að setja saman grein um þrískiptingu valds, kosti þess að skerpa á henni af hverju við höfum sleppt því að praktisera hana.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 9.8.2010 - 11:45 - 1 ummæli

Kosningar eina leiðin…..

Hún er mögnuð undiraldan í pólitíkinni núna. Allir vita að ríkisstjórnin er tæknilega búin að vera en þetta er eins og í sovét í gamla daga, menn reyna að þræta og halda andliti alveg fram í dauðann sjálfan.

Í raun merkilegt hversu vel tekst að halda því sem er að gerast undir yfirborðinu en það helgast fyrst og fremst af því að fjölmiðlar hafa ekki áhuga á að vera að ónáða þessa ríkisstjórn. Þetta er jú búsáhaldastjórnin eftir allt….

Illa duldar hótanir og daður Lilju Mósesdóttur við Hreyfinguna eru til þess fallnar að fá menn ofan af þeirri hugmynd að reyna að fá Framsókn til liðs við hina andvana ríkisstjórn.

Á meðan á þessu stendur dedúa ráðherrar við sín gæluverkefni án afskipta verkstjórans Jóhönnu hvort heldur sem þau snúast um að eyðileggja fyrir allri framþróun eða að ráða vini sína baneitraða til starfa og þá allra helst án þess að auglýsa. Nú má bara ekki vera að slíku fíneríi….

Svo birtast hagfræðingarnir á næstu dögum með tillögur sínar um uppsagnir opinberra starfsmanna í stórum stíl og helst frystingu launa þeirra sem eftir verða. Benda svo VG á að svigrúm til skattahækkana er fyrir löngu sprungið. Þá springur allt endanlega og meira að segja þeir sem reynt hafa að sannfæra sjálfa sig um að þetta sé eini möguleikinn við landstjórnina munu sjá ljósið.

Kosningar gott fólk. Kosningar…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 5.8.2010 - 15:35 - 7 ummæli

Egill Helgason í dag

Stundum er gaman að Agli Helgasyni og í dag skrifar hann spunagrein um krísur stjórnmálaflokka. Allt er gott um það að segja en hvernig hann getur komist hjá því að nefna Samfylkinguna þar á nafn er mér hulin ráðgáta…og þó, hvernig læt ég?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 3.8.2010 - 22:47 - 2 ummæli

Árni Páll úr leik

Og ég sem hélt að Árni Pall væri mögulega næsti formaður Samfylkingarinnar? Ekki algerlega vegna þess að hann væri þess verður heldur ekki síður vegna þess að hann er einn örfárra sem hefur sýnt því áhuga og hafði það fram yfir hina að hafa ekki gert stórlega í buxurnar alveg nýverið.

það er sorglegt þegar „hæfasti“ maðurinn er ónýtur. Ég efast ekki um að Runólfur Ágústsson yrði afburðafinn umboðsmaður skuldara. Trúverðuleiki manna fæst ekki keyptur í kaupfélaginu á horninu og það er ekki nóg að ráðherra bara viti að hann sé bestur og auk þess í réttum flokki.

Ég þekki ekki viðskipti Runólfs öðruvís en þau eru sögð og deili að einhverju leiti með honum áhyggjum af því hvernig mórallinn er almennt gagnvart þeim sem stundað hafa viðskipti. Það sem hér virðist undarlegt er að ráðherra þekkti söguna alla en lætur eins og þannig sé það ekki enda hefur hann nýtt sér þjónustu Runólfs víðar og vel og ekki látið þessa vitneskju trufla sig. Slysalegt sjálfsmark Árna Páls..

En Árni Páll situr væntanlega í stólnum sínum áfram eins og ekkert hafi í skorist og meira hefur nú gengið á í ríkisstjórn Jóhönnu án þess að það hafi haft afleiðingar en þessi smáræðis trúnaðarbrestur ráðherra við allt og alla.

Og hann heldur áfram að byggjast upp kvíðinn hjá Samfylkingunni. Kvíðinn fyrir kosningunum óhjákvæmilegu. Og kvíðinn vegna formannskrísunnar sem engan endi ætlar að taka.

Í dag heltist enn kandidatinn endanlega úr lestinni…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 3.8.2010 - 21:21 - Rita ummæli

það er aldrei að Tryggvi Herbertsson hristir upp í fólki. Ég missti nú eiginlega af þessu öllu og nenni ekki að setja mig inn af hverju allt þetta fína fólk er stórmóðgað. Í kvöld skrifar hinn mjög svo ágæti Gísli Baldvinson pistil í kjölfar þessa fýlukasts sem mig langar að fjalla um.

Gílsi endar pistilinn á nokkrum spurningum/vangaveltum til umhugsunar og mig langar að velta þeim fyrir mér og svara fyrir mína parta og vona að enginn móðgist stórlega. Tilefni skrifa Gísla eru að hluta til ummmæli Tryggva um að hann vilji röklegar umræður fremur enn svívírðingar. Tekur Gísli svo til við að telja upp atriði

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 28.7.2010 - 14:55 - 3 ummæli

Bankaleynd og kjarklausir pólitíkusar

Núna er ég að hugsa um bankaleynd. Mér er ljóst að lög um bankaleynd er ekki slæm hugmynd. Tilhugsunin um að allir komist í upplýsingar um viðskipti banka við fólk og fyrirtæki er ekki góð. Og almennt ekki til umræðu til þessa dags myndi ég halda.

Núna er óvenjulegir tímar og við höfum gripið til óvenjulegra ráða til að berjast við hrunið. Settum til að mynda neyðarlög sem voru og eru umdeild en þar var reynt að bregðast við gríðarvanda og til þess þurfti kjark og áræði í þröngri stöðu.

Þar var gripið inn í það sem mætti kalla eðlilegan framgangsmáta til að ná fram ákveðnum markmiðum. Óvenjulegar aðstæður óvenjulegar aðgerðir og tilgangurinn vænn. Að við gætum kannski lifað hrunið af og haldið veginn áfram.

Núna situr ríkisstjórn sem hefur engan kjark og enga sýn. Þar situr fólk eins og Lilja Mósesdóttir og skýlur sér á bak við lög um bankaleynd ef hún er spurð um afskriftir banka. Fólkið sem tók við og ætlaði að sigla okkur inn í nýtt Ísland felur sig á bak við lög sem hið gamla bjó til og starfar enn eftir í skjóli Lilju Mósesdóttur og félaga.

Þessi lög koma í veg fyrir að nokkur maður viti hvað er að gerast í bönkunum. Hvað er afskrifað og hverjir fá þær og hversu miklar eru þær? Hverjr fá að kaupa á útsölunni og hvað þurfa viðkomandi að borga fyrir? Hvað eru skilanefndir eða slitastjórnir eða hvað þetta heitir allt að bauka? Hverjir eru hinir nýju eigendur Íslands? Og hverjir eiga bankana…….

Ef lög um bankaleynd koma í veg fyrir að hægt sé að vita um þessa hluti þá þarf kannski að breyta þeim lögum eitthvað. En til þess þarf kjark og vilja og sú stjórn sem nú situr hefur hvorugt.

það fólk er bara á móti og segir nei án þess að gera nógu vel grein fyrir atkvæði sínu.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 28.7.2010 - 12:49 - 1 ummæli

Skuldir umboðsmanns

Allt ætlar um koll að keyra vegna skipunar Rúnólfs Ágústssonar í embætti umboðsmanns skuldara. Árni Páll gerir auðvitað eins og alltaf er gert sama hver á í hlut. Hann finnur einhvern samflokksmann hentugan og munstrar hann í starfið. Það er eitt…..

….hitt er að Runólfur hefur persónulega reynslu af því að skulda og það sem meira er, að borga ekki. Ég veit ekkert hvort eitthvað óeðlilegt var á seyði þegar hann kom sér upp þessum skuldum eða hvort maðkur var í mysu þegar þær voru afskrifaðar og vonandi eru eðlilegar skýringar til rétt eins og hjá meginþorra þjóðarinnar….

…sem eru einmitt umbjóðendur skuldarans og Samfylkingarmannsins Runólfs. Hvernig verða menn hæfir í svona djobb? Eða óhæfir með öllu? Ég bara er ekki viss.

Nú er vandlifað.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 27.7.2010 - 21:35 - 1 ummæli

Gálgafrestur framlengdur

Ég sit og klóra mér í kollinum og skil sem fyrr hvorki upp né niður í ríkisstjórninni. Núna hefur hún ásamt tussugóðum aðstoðarspunameisturum búið til plögg sem Jóhanna Sigurðardóttir las upp í dag að viðstöddum fjölmiðlamönnum.

Ríkisstjórn þessi hefur almennt ekki gert neitt og hún hefur sérhæft sig í að gripa of seint í rassinn sinn. Og þá helst ekki fyrr en allt bendir til þess að stjórnin springi. Önnur sjónarmið hafa litið eða ekkert vægi.

Óánægðir eru sáttir í dag og trúa því að viðskiptin með orkuna verði stöðvuð en ég sjálfur sé ekkert sem bendir til þess. Fýlupokunum í VG finnst þeir hafa unnið sigur enda skal málið skoðað…

Þá er friður í bili og ekki þarf að hafa áhyggjur af því í bráðina. Grundvallarskoðanir stjórnarinnar í Magma málinu eru engar. Ráðherrar og tveir flokkar sátu hjá og gerðu ekkert fyrr en það er líklega of seint. Ekkert hreyfði við þeim fyrr en það sem kallast nú grasrót VG hótaði að fella stjórnina og leit út fyrir að ætla að standa við það í þetta sinnið.

Þetta hefur sést áður. Ríkisstjórnin hafði ekki skoðanir á því hvernig bankarnir tóku á skuldavanda heimilanna fyrr en þeir voru ekki lengur í ríkiseigu. Þa bara datt andlitið af ráðherrum af hneykslan vegna aðgerða og eða aðgerðaleysis bankanna.

Þessi stjórn virðist lifa frá einum degi til annars og tekur bara á einum vanda þegar hann kemur upp og hann kemur reglubundið upp. Það er vandinn við að halda áfram að fá að vera ráðherra í friði fyrir vandræðaliði hjá VG.

Í dag keyptu ráðherrar sér nokkra daga í viðbót og ef allt gengur upp jafnvel nokkra mánuði…..

Því miður segi ég.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur