Mánudagur 5.7.2010 - 11:22 - Rita ummæli

Nú er mótmælt fyrir framan seðlabankann. Fólk sem æpti á leiðréttingu lána fyrir nokkrum vikum sættir sig ekki við leiðréttinguna. Það vill meira. það vill fá peninga að láni án verðtryggingar og vaxta. Og þessi krafa er réttlætt með óréttlætinu sem fólk varð fyrir.

Ég get ekki gert lítið úr óréttlætinu og hörmungunum en spyr hvort ekki sé réttlátt að fólk borgi af þessum lánum sem það tók og í sumum tilfellum taldi sig hafa dottið í lukkupottinn árum saman?

Talað hefur verið um sanngirni háum rómi og mér finnst að hún ætti að vera höfð að leiðarljósi. Verði samningsvextir ofan á er ljóst að fólk mun fá þessi lán að mestu afskrifuð. Var það uppleggið? Hvað með vesalingana sem tóku Íslensk lán og voru ekki með í gamblinu?

Það eru margar hliðar á þessu máli og mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að komast lifandi frá því. það gerist ekki með því að mismuna fólki og setja bankana á hausinn í leiðinni. Bílalán eru smámál í bókum bankanna miðað við fyrirtækjalán og lán til sveitarfélaga.

Finnum sanngjarna lausn sem skilar okkur fram veginn. Hún fellst í leiðréttingu þessara ólöglegu lána og að greiðslur af þeim verði færðar til þess sem er eðlilegt og sanngjarnt fyrir alla aðila.

Gylfi Magnússon stendur keikur í stafni og reynir að mínu mati við íllan leik að segja það sem þarf að segja. Það þarf kjarkmann í það en betur hefði farið ef Gylfi og aðgerðaleysisríkisstjórnin hefðu brugðist við þegar bankarnir voru í eigu og umsjá ríkissins.

Þá vantaði frumkvæði og kjark og nú er kannski of seint í rassinn gripið og kannski rétt mátulegt á Gylfa að vera sakaður um að vera í liðinu með vondu köllunum. það að gera ekki neitt var aldrei valkostur en hann var nú samt valinn.

Og því er mótmælt fyrir framan seðlabankann og reiðin er svo réttlát og sanngjörn.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 5.7.2010 - 09:43 - Rita ummæli

Egill Helgason er í heilögu stríði gegn Sjálfstæðisflokknum og öllum þeim mikla meirihluta þjóðarinnar sem vill lítið með ESB gera á þessum tímapunkti. Egill hefur auðvitað ekkert sérstaklega á móti þessum aðilum öllum í prinsippinu. Egill er enginn prinsipppmaður. Það hefur hann margsýnt í hin síðustu ár.

Egill fjargviðrast út í Björn Bjarnason og Styrmi Gunnarsson vegna þess að þeir leyfa sér að hafa skoðanir á mönnum sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum vegna afstöðunnar til ESB. Af hverju skyldu þessir menn ekki mega hafa skoðanir á því?

Egill Helgason er maður sem allt veit og hefur skoðanir á öllu hvort sem hann hefur vit til þess eða ekki. Hann hikar ekki við að draga menn í dilka og venjulega eru dilkarnir hans Egils tveir. Þeir sem hafa réttar skoðanir og þeir sem eru með þær rangar. Egill sjálfur tilheyrir rétttrúnaðarhópnum

Þetta er allt gott og rétt en mér finnst sniðugt hvað Egill lætur suma menn með sumar skoðanir umfram aðrar fara í taugar sínar.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 2.7.2010 - 14:59 - Rita ummæli

Ritsjórn Eyjunnar

Ritstjóri Eyjunnar Þorfinnur Ómarsson er vakandi og sofandi yfir öllu sem hann getur grafið upp neikvætt um Sjálfstæðisflokkinn. Nú gerir hann það að frétt að tveir menn sem hann telur þungaviktarmenn og hafi sagt sig úr flokknum vegna ESB afstöðu hans.

Svona sparðatíningur ritstjórans og ekki fréttir dag eftir dag er athyglisverður í mörgu tilliti. Og á meðan er hann auðvitað ekki að hugsa um fréttir af handónýtri ríkisstjórn sem er að gera allt vitlaust bæði með aðgerðum og aðgerðaleysi að maður tali nú ekki um síminnkandi fylgi bæði við hana og flokk ritstjórans sem er einmitt með inngöngu í ESB efst á lista….

Hann er vandrataður faglegi og hlutlausi meðalvegurinn…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 2.7.2010 - 12:59 - 1 ummæli

Hvar er Framsókn?

Hvar er Framsóknarflokkurinn og hans kjaftagleiði formaður? Nú heyrist ekki múkk vikum saman og það þýðir að öllu jöfnu bara eitt. Flokkurinn stendur frammi fyrir möguleikanum á að komast í ríkisstjórn og þreifingar þar um eru í gangi.

Ætli Össur viti af þessu?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 30.6.2010 - 12:14 - 4 ummæli

Mark eða ekki mark

Fótbolti er vinsælasta sport í veröld og HM er því stórviðburður á heimsvísu. Ég hef áunninn áhuga á dómgæslu í öllum iþróttum enda ótrúlega margir hlutir sameiginlegir með dómgæslu í boltagreinunun þremur. Viðfangsefnin þau sömu í grunninn og lausnir líka.

Þeir sem mest skrifa um fótbolta og mest hafa vitið fyrtast við í hvert skipti sem nefndar eru breytingar á reglum leiksins. Í körfubolta er sífellt verið að bæta reglur og umgjörð til að auka gæði og skemmtanagildi leiksins.

Ég geri mér grein fyrir því að það er viðkvæmt og mikilvægt að vel takist til. Ákveðin íhaldssemi er góð í þessum efnum. Í grunninn finnst mér ekki ástæða til breytinga á reglum fótboltans eins og ég þekki þær.

Nú ræða menn mjög um atvikið þegar boltinn fór inn fyrir marklínuna og sitt sýnist hverjum eðlilega. Í bandarískum íþróttum nota menn sjónvarp hiklaust og gera þá eins löng hlé á skemmtuninni og þurfa þykir. Mér finnst þróunin þar vera óæskileg…

…en velti því fyrir mér af hverju ekki má setja skynjara í fótbolta til að hjálpa mönnum að sjá hvort mark er mark eða ekki. Ekki hefur slíkt í för með sér neina töf á leiknum.

Liðið sem fær á sig mark getur varla kvartað undan slíku og klárlega ekki hitt liðið heldur. Það þarf ekki að vera mat dómarans hvort bolti fer innfyrir eða ekki. Það á að vera mat dómarans hvort um brot er að ræða, hver á innkast og svo framvegis og það er hans vinna.

Ég vill taka þetta mat af dómurnum enda oft afar erfitt að sjá þetta og meta. Tal um að kostnaður við að koma upp svona búnaði verði fótboltahreyfingunni að fjötjóni held ég að standist lítt enda varla hægt að gera kröfur um að allir vellir og allr tuðrur allsstaðar í smákimum veraldar verði svona á einum degi. Og hver ætli kostnaður verði við að fjölga dómurum til að fylgjast bara með þessu verði eins og nú er talað um?

Þessi hræðsla við breytingar í fótboltanum er óþörf í þessu tilfelli. Á þessari breytingu græða allir. Enda er það ekki mat einhvers dómara hvort boltinn fór inn fyrir línuna eða ekki.

Annað hvort gerði hann það eða ekki og bráðeinföld tækni getur úrskurðað um það á sekúndubroti.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 26.6.2010 - 19:33 - 12 ummæli

Öfgar Árna Páls

Hann er þverhníptur formannskandidat Samfylkingar Árni Páll þegar hann kallar Sjálfstæðisflokk öfga hægri flokk vegna þess að hann hefur efasemdir um aðildarviðræður við ESB á þessum tímapunkti hið minnsta.

Þessi ágæti Árni Páll vísar í vilja þjóðarinnar í þessu samhengi. Greinilegt að glundroðaástandið í ríkisstjórninni er farið að bíta á kallinn sem sér nú fram á að Samfylking er að einangrast ekki bara á pólitíska sviðinu í þessu máli heldur ekki síður frá þjóð sinni…

..sem hefur lítinn áhuga á inngöngu í ESB núna. Og reyndar tel ég að þetta að blessaða mál sé ekki stærsta mál dagsins í dag.

það eru önnur mál sem brenna á okkur og Árni Páll ætti kannski að hafa stærri áhyggjur af því vilji hann rísa upp úr meðalmennskunni.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 26.6.2010 - 16:22 - 1 ummæli

Stjórnarmyndun í gangi?

Magnað að fylgjast með stofnunum stjórnarflokkanna þessa helgina. Þessir flokkar hafa geta ekki haldið landsfundi enda logar þar allt stafna á milli og og alger upplausn. Þess í stað eru haldnir minni rabbfundir sérvalinna gæðinga.

Niðurstöður þessara funda eru svo sér atriði. Fyrir þá sem ekki vita þá er ekki betur séð en að nú fari fram stjórnarmyndun. VG lýsir sig andsnúin flestu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera.. Og forsætisráðherra kemur með óskalista um mál sem hún nú telur nauðsynlegt að nái fram að ganga. Um hvað snérist samstarf þessa fólks hingað til?

Þessi ríkisstjórn er búin að vera. Fundir flokkanna nú um helgina eru fullkomin staðfesting á því. Stjórnarmyndunar fundirnir nú um helgina munu ekki skila neinu öðru en að opinbera sístækkandi gapið sem er milli flokkanna.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 25.6.2010 - 14:55 - Rita ummæli

Flokkar í vanda

Stjórnmálaflokkarnir eru í vanda. Kannski ekki af sömu ástæðu allir en staðan er þó vond hjá þeim öllum. Þeir eru á taugum yfir velgengi brandaraflokksins í Reykjavík og þora sig hvergi að hreyfa. Þær áhyggur eru óþarfar að mínu mati og timburmenn þess brandara munu koma fram fyrr en síðar.

VG er eins og móðguð maddama sem skilur ekki óréttlæti heimsins. Steingrímur hélt að síðustu kosningar myndu súast um rannsóknarskýrslu og hrun banka. Það var misskilningur enda búið að kjósa um það einu sinni. Núna kaus fólk miklu frekar um mergjaðan rolugang VG og Samfylkingar við stjórn landsins. Þar er VG kennt um aðgerðaleysið og það með réttu. VG vill ekkert nema banna fólki að fara í ljós og skoða nektardans. Sú pólitík dugar ekki núna. Auk þess brennur flokkurinn innanfrá vegna þess að formaðurinn hefur eiginlega gleymt öllu sem VG stendur fyrir.

Samfylkingin er pikkföst í dauðagildru og kann með engu móti að finna leiðina heim. Vinstri bloggarar og fjölmiðlamenn reyna að tala um forystuvanda Sjálfstæðisflokks en mikið held ég að Samfylking vildi vera í stöðu Sjálfstæðismanna í þeim efnum. Samfylking þarf svo sannarlega á landsfundi að halda til að bæta ímynd sína og stöðu en enginn vegur er að gera það nú þegar flokkurinn er leiðtogalaus og kjarklaus með öllu og nýr ekki í sjónmáli.

Samfylking hefur það fram yfir VG og Sjálfstæðisflokk að vita upp á hár hvort hann vill í ESB eða ekki. Því miður fyrir flokkinn virðist þjóðin ekki vera samstíga í þessum efnum. það er vissulega bagalegt en hinir flokkarnir burðast með hinn endann á vandamálinu og þar er reynt að gera báðum fylkingum til hæfis við íllan leik.

Nú er ákveðið tómarúm sem kjósendur hafa fyllt með því að annað hvort mæta ekki eða kjósa yfir sig bara eitthvað annað en gömlu flokkana. Fyrir mér er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er best til þess fallinn að taka afgerandi frumkvæði og ná fyrri stöðu og það er alger nauðsyn eins og blasir við þessi misserin.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 25.6.2010 - 00:35 - Rita ummæli

Við Sjálfstæðismenn höldum landsfund um helgina. Það er á allan hátt nauðsynlegt og hollt og hinir flokkarnir myndu trúlega allir reyna það sama ef ekki væri þar allt í molum.

Pólitíska umræðan í dag snýst meira og minna um Sjálfstæðisflokkinn og stöðu Bjarna Ben. Það er vissulega ekki óeðlilegt en skýrist líka af því að vinstri mafían hvort sem hún bloggar eða gerir hefðbundna fjölmiðla vill leiða athyglina frá sínum eigin flokkum sem eru allir með böggum hildar.

Enginn formaður Sjálfstæðisflokksins hefur fengið naumari heimamund en Bjarni Ben. Margir virtust búast við því að honum tækist á augabrgaði að snúa handónýtri stöðu í rennandi sigurgöngu á korteri. Það var alltaf óraunhæft og ósanngjarnt.

Bjarni virðist leggja sig fram um að halda flokknum saman eins og það er gjarnan kallað. Það gera fomenn flokka allir eins, alltaf allsstaðar. Með því að reyna að rétta öllum eitthvað. Hafa alla ánægða. Þetta er skiljanlegt upp að vissu marki og örugglega rétt byrjun hjá Bjarna.

Nú er komið að því að Bjarni breytist úr formanni flokksins í fullskapaðan leiðtoga en það er ekki endilega sami hluturinn. Það gerir hann ekki nema með því að taka kröftugt frumkvæði í stórum málum sem liggja fyrir. Það verður ekki auðvelt og varla án átaka en þannig verður það þá að vera.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 21.6.2010 - 10:09 - 3 ummæli

Lilja sendir Gylfa tóninn

Lilja Mósesdóttir var í viðtali á bylgjunni í morgun. Þar var mál málanna til umræðu, nefnilega dómur hæstaréttar um gengistryggðu lánin. Lilja var brött að vanda og hreinskiptin með afbrigðum.

Hún talaði um 18 mánaða aðgerðaleysi ríkisstjórnar í skuldavanda heimilanna eins og henni kæmi þetta aðgerðaleysi ekki við. Það er vissulega áhugavert að heyra Lilju tala um þetta á þennan hátt enda veit hún manna best hvað er satt og rétt í þessu.

Svo var hún spurð út í ummæli Gylfa Magnússonar sem talar um að dómur hæstaréttar muni hafa jákvæð áhrif á efnahagsmál þjóðarinnar. Þau ummæli virtust koma flatt upp á Lilju sem fullyrti að enginn einn maður hefði lagst eins mikið gegn því að gera eitthvað í skuldavanda heimilanna en einmitt þessi Gylfi Magnússon. Hann hafi ekki mátt heyra minnst á neitt í þá veru að hreyfa við þessum lánum….

Kannski er rétt að minna á í þessu sambandi að Lilja Mósesdóttir er þingmaður VG og formaður efnahags og skattanefndar og er hluti af ríkisstjórn þessa lands. Hún veit því væntanlega hvað hún syngur….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur