Barátta árstíðanna stendur nú yfir og í gær lá vorið í loftinu, og andvarinn bæði kaldur og hlýr í senn. Klakaböndin slitnuðu í móunum á heiðinni minni og margir lækir urðu til, þar þeir undir öðrum kringumstæðum áttu alls ekki heima. Drulluslettur komu á buxnaskálmarnar sem eru kunnuglegar frá því gamla daga, þegar maður var lítill drengur og […]
Vegan umræðu um að hjálmar séu ekki nauðsynlegir við hjólreiðar er rétt að benda aftur á grein eftir Einar Magnús Magnússon fulltrúa hjá Umferðarstofu í Fréttablaðinu um helgina og þá sérstaklega á tölur (mynd) frá Rannsóknanefnd umferðarslysa sem nær aðeins til slysa sem tilkynnt voru til lögreglu. Flest slys vegna barna sem detta á hjóli eru þarna ekki meðtalin […]
Það er margt furðulegt í heiminum og eftir því sem maður verður eldri, því gáttaðri verður maður oft á dægurumræðunni. Málefnin dagsins hafa líka legið mis hátt undanfarið en fátt toppar umræðu sem hefur verið gegn lögleiðingu almennrar notkunar höfuðhjálma á hjólum. Ekki síður málflutning þeirra sem ná að tengja lögin við verri lýðheilsu og sem hefti áhuga […]
Þessa spurningu fékk ég á göngutúrnum mínum úti í snjónum í gær þegar sól skein á skjannahvíta heiðina og maður gat ekki hugsað sér neitt fegurra og hreinna en nákvæmlega umhverfið þar sem ég stóð. Spurningu sem tengist mannanna verkum og afleiðingu viss sóðaskaps í heilbrigðismálum undanfarin ár. Vissa samlíkingu höfum við í öðru nærumhverfi og sem við höfum verið […]
Umræðan í dag um bankastjóranna er ansi eldfim og púðrið er heitt og þurrt. Fólki blöskrar græðgi þeirra sem fara með og geyma þá fáu peninga sem eftir eru í landinu. Og allra mest blöskrar fólki þróun mála miðað við það sem á undan er gengið og almenna launaþróun í landinu. Hvað halda þessir menn […]
Í nótt gekk á með þrumum og eldingum meðan ég svaf svefni hinna saklausu. Á morgungöngunni fékk ég hins vegar mikið stormél í fangið, svo mér stóð ekki á sama. Síðastliðnar vikur hef ég fylgst með morgunbirtunni á austurhimninum sem varla er nema örlítil glæta svo snemma morguns. Í morgun þegar ég kom heim var hins […]
Í vikunni fór ég út að borða með konunni minni af sérstöku tilefni. Fyrir valinu varð veitingarstaður sem mig hefur lengi langað til að heimsækja og sem heitir Sjávarkjallarinn. Ástæðan var ekki sú að ég væri góðkunnugur í Geysishúsinu í gamla daga, þegar ég var eins og grár Vesturbæjarköttur að reyna að selja fréttablöð eða […]
Í vikunni gekk ég upp á heiði sem klædd var að mestu dúnhvítum snjó sem var svo vinsamlegur að koma aftur nú í vetrarlokin. Engin spor eða neitt sem minnti á nýlegar mannaferðir. Aftur var ég aleinn og fótsporin mín mörkuðu landslagið svo ekki var hjá því komist að veita þeim athygli á bakaleiðinni. Og það var […]
Í dag er ég feginn að veturinn er kominn aftur og allt er orðið hvítt. Vorið var ekki tímabært og í raun algjör tímaskekkja enda margir farnir að hlaupa út undan sig eins og kálfar. Við höfum vel tíma til að fara yfir málin áður en vorið, tími væntinga og vona kemur. Vegna umræðunnar nú […]
Í Fréttablaðinu í morgun er heilsíðugrein „Í labbitúr með hjálm?“ eftir hinn ágæta pistlahöfund, stærðfræðinginn Pawel Bartoszek sem samt hefur ekki alveg áttað sig á einu auðskiljanlegasta lögmáli náttúrunnar sem kennt er við eðlisfræðinginn Newton og er um samspil aðdráttarafls jarðar, þyngdar og fallhraða og við lærðum um í barnaskólanum í gamla daga. Að minnsta kosti virðist […]