Færslur fyrir flokkinn ‘Vinir og fjölskylda’

Fimmtudagur 26.08 2010 - 15:45

Í túninu heima

Nú fer að verða tímabært að kveðja frábært sumar. Töðugjöld hétu hátíðir hér áður fyrr þar sem menn gerðu sér glaðan dag og fögnuðu að hafa komið björginni í bú fyrir veturinn. Mosfellingar hafa haldið upp þessi tímamót með bæjarhátíð sem kölluð er „Í túninu heima“ sem er tilvitnun í fyrstu minningarskáldsögu sveitungans Halldórs Laxness […]

Fimmtudagur 17.06 2010 - 10:19

Hátíð í bæ

Í Skagafirðinum í gamla daga var aðeins einn dagur haldinn hátíðlegur á sumrin. Það var 17. júní og þá gjarnan farið í messu og drukkið kakó með rjóma á eftir. Ekki svo að skilja að ég sé svo gamall því eins man ég eftir hefðbundnum hátíðarhöldunum árin á undan í Reykjavík. Einhvern veginn fannst mér […]

Þriðjudagur 25.05 2010 - 09:02

Að búa í borg en lifa í sveit

Í gærkveldi fór ég í minn venjulega göngutúr með hundana mína. Það sem var e.t.v frábrugðið því venjulega var að veðrið var einstaklega gott. Kvöldsólin í vestri yfir Snæfellsnesinu og það grillti í tunglið yfir Úlfarsfellinu. Blankalogn og sól á heiði en klukkan samt tveimur tímum fyrir miðnætti. Mikil óveðursblika hefur verið í lofti í […]

Fimmtudagur 22.04 2010 - 14:36

Skín við sólu…

Það veit á gott á sumar þegar það frýs saman við vetur eins og gerðist í nótt. Náttúran hefur ekki brugðist okkur í vetur og sýnt allar sínar hliðar. Við fáum allan skalann og þurfum ekki að kvarta, en sem komið er a.m.k.. E.t.v. er það þess vegna sem við leyfum okkur svo margt, eins […]

Fimmtudagur 18.03 2010 - 13:16

Lyf eða ekki lyf við þunglyndi

Þunglyndi og kvíði fullorðinna hefur einnig verið mikið til umræðu eins og hjá börnum, ekki síst síðustu misseri tengt fjárhagsáhyggjum hverskonar. Oft er um að ræða tvær hliðar af sama vandamáli og þá stundum kallað kvíðaþunglyndi. Aðrir geta verið með afmarkaðri kvíðavandamál, t.d. fælni. Fyrir utan þjóðfélagsleg úrræði sem nú er loks að glytta í hefur læknisfræðin upp á ýmislegt að […]

Sunnudagur 07.02 2010 - 16:23

Kreppubörnin og kvíðinn

„Gamlir vinir okkar“ Karíus og Baktus náðu hjörtum okkar þegar við vorum lítil. Sennilega fyrst og fremst vegna þess hversu umkomulausir þeir voru. Þeir voru foreldralausir, stressaðir, kvíðnir fyrir morgundeginum, og húsnæðislausir í þokkabót undir lokin. Samkvæmt nýjustu fréttum fjölgar nú börnum og unglingum sem þurfa á innlögn að halda vagna geðraskana, aðallega kvíða og […]

Fimmtudagur 04.02 2010 - 14:37

Mismunun í heilsuvernd barna á Íslandi?

Hingað til hefur þeirri leið verið hafnað hér á landi að þeir efnameiri geti keypt sér betri heilbrigðisþjónustu en aðrir, sem betur fer. Ungbarnaheilsuverndin er þar ekki undanskilin en því miður hefur  tannheilsuvernd barna verið það eins og nú háttar enda tannheilsa íslenskra barna léleg og tannlæknakostnaður hár eins og fram hefur komið í umræðunni […]

Þriðjudagur 01.12 2009 - 13:41

Góðærisbörnin

Eitt áhugaverðasta efnið sem var til kynningar á ný yfirstöðnum fræðadögum heilsugæslunnar um sl. helgi var fyrirlestur Hólmfríðar Guðmundsdóttur, tannlæknis frá Lýðheilsustöð um lélega tannheilsu íslenskra barna. Sýndar voru myndir af börnum þar sem flestar tennurnar voru stórskemmdar, sumar uppétnar eða bara gómurinn eftir, enda tennurnar verið dregnar úr. Rannsóknir hafa sýnt að tannheilsa íslenskra barna er miklu […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn